ESB vill gera Brexit dýrkeypt Bretum

Evrópusambandið má ekki til þess hugsa að úrsögn Breta úr sambandinu gangi fljótt og vel fyrir sig. Bretar gætu spjarað sig vel utan ESB og þar með væri komið stórhættulegt fordæmi - fleiri þjóðir gætu fylgt i kjölfar Breta.

Brussel leggur sig fram um að torvelda Bretum útgöngu enda er ráðandi sjónarmið í ESB að úrsögn sé svik við svokallaða ,,Evrópuhugjón" sem verði að refsa.

,,Evrópuhugsjónin" gengur út á að embættismenn í Brussel án nokkurs lýðræðislegs umboðs viti hvaða íbúum álfunnar sé fyrir bestu. Embættismannaveldi komi í stað lýðræðislegra kjörinna þjóðþinga.

Brexit sýnir svart á hvítu að lýðræði og ESB eru andstæður.


mbl.is May vill ekki fresta Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin: hættan við samkeppni um sekt og sýknu

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokks og utanríkisráðherra er skotspónn þessa dagana vegna ótilhlýðilegrar framkomu sinnar gagnvart stúlkum og konum.

Inn í umræðuna blandast fjölskyldumál Jóns Baldvins.

Þær konur sem segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Jón Baldvin telja að trúverðugleiki hverrar konu styrkist eftir því sem fleiri segja sambærilega sögu.

Rökin ganga í báðar áttir. Ef ein frásögn reynist tilbúningur kastar það rýrð á allar hinar.

Dómstóll samfélagsmiðla er ekki heppilegasti vettvangurinn til að leiða sannleikann í ljós.

En kannski er sannleikurinn aukaatriði.

 


Heilsustyrkir eru launauppbót

Verkalýðsfélög reyna að ganga í augun félagsmanna sinna með úthlutun heilsustyrkja. Þetta var gert með því að safna í sjóði verkalýðsfélaga framlögum frá launþegum til endurúthlutunar.

Tilgangurinn var upphaflega göfugur, að bæta launþegum tekjumissi og kostnað vegna veikinda. En eins og vill verða þegar auðveldir peningar eru innan seilingar fór fólk að líta á heilsustyrki og sjúkradagpeninga sem launauppbót.

Núna tæmast sjóðirnir og verkalýðsfélög, sem upphaflega ætluðu að kaupa sér velvild félagsmanna, fá skömm í hattinn.

Tal um að heilsufar launþega sé lélegra en áður á ekki við nein rök að styðjast. Huglægt ástand launþega er ef til vill í lakara lagi. En þar getur verkalýðshreyfingin sjálfri sér um kennt. Hún keppist við að útmála hve ömurleg tilvera það er að vera launþegi.


mbl.is Furða sig á að heilsustyrkur sé skorinn niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband