Búsáhaldabyltingin gleymdist - hér er ástæðan

Vinstrimenn gleymdu að fagna tíu ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar, sem var um helgina. ,,Hvort erum við þá orðin svona löt, svona vitlaus, svona hjárænuleg eða svona huglaus?", spyr Kvennablaðið með böggum hildar.

Búsáhaldabyltingin stendur ekki undir nafni. Óeirðirnar fyrir tíu árum voru uppþot en ekki bylting.

Fjármálakerfið á Íslandi fór á hliða en öll önnur kerfi héldu; stjórnkerfið, heilbrigðiskerfið, dómskerfið, menntakerfið og svo framvegis.

Hrunið skóp ótta sem vinstrimenn nýttu til uppþota - og kölluðu byltingu.

Aftur var gerð byltingartilraun eftir vorkosningarnar 2009 og valdatöku vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Þeirri byltingu var stefnt gegn lýðveldinu og fullveldi þjóðarinnar. 

ESB-umsókn Samfylkingar var leiðarhnoða tilraunar vinstriflokkanna til að umbylta Íslandi. Ný stjórnarskrá var hliðarmál og að rústa sjávarbyggðum landsins enn annað.

Byltingartilraun vinstrimanna fjaraði út kjörtímabilið 2009-2013. Samfylkingin missti 2/3 af fylgi sínu og Vinstri grænir helming. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs kom til bjargar lýðveldinu.


Síðnýlendustefna Frakka

Frakkar voru í liði sigurvegara fyrra og seinna stríðs og voru ekki knúnir til að horfast í augu við fortíð sína, líkt og Þjóðverjar.

Enda héldu Frakkar áfram nýlendustefnu sinni, innlimuðu Alsír í franska ríkið og endurheimtu Víetnam. Aðeins eftir blóðuga borgarastyrjöld í Alsír og yfirtöku Bandaríkjanna á stríðinu í Víetnam hopuðu Frakkar.

Frakkar daðra við forna heimsveldadrauma og eru víða með ítök í gömlum nýlendum frá 19. öld. Síðnýlendustefnan er viðkvæmt mál í frönskum stjórnmálum, eins og viðbrögðin við orðum ítalska ráðherrans bera með sér.


mbl.is Kölluðu sendiherra á fund vegna ummæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-stjórnarskrá vinstrimanna

Ólögmætt stjórnlagaráð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. smíðaði stjórnarskrá samhliða ESB-umsókninni. Tilgangurinn var að flytja fullveldið til Brussel og færa auðlindir Íslands undir Evrópusambandið.

Píratar vekja upp ESB-stjórnarskrá vinstrimanna eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti stjórnarskrármálið í forgang.

Stjórnarskráin er að stofni til frá 1874. Hún gerði Íslendingum kleift að krefjast heimastjórnar, síðar fullveldi og loks að stofna lýðveldi. 

ESB-stjórnarskrá vinstrimanna er til höfuðs lýðveldinu. Þess vegna verður hún aldrei samþykkt. 


mbl.is Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband