Rósa B. hissa að menn vinni störf sín

Samfylkingarþingmaður Vinstri grænna, Rósa B. Brynjólfsdóttir, kveðst hissa á að Bergþór Miðflokks skuli stýra þingnefnd þar sem hann er formaður.

,,Þó svo hann hafi tekið setu á þinginu í síðustu viku þá kom þetta virkilega á óvart og enginn fyrirvari á því," segir Rósa B. og er miður sín á tali við RÚV.

Rósa B. er viðkvæm sál og finnst sér ofboðið ef menn rækja störf sín. Alþingi er líklega ekki heppilegasti vinnustaðurinn fyrir snjókorn. 


mbl.is Orðbragðið engu skárra en á Klaustri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttir eru flókið mál, Lilja

Í meginatriðum eru til tvær útgáfur af falsfréttum. Í fyrsta lagi skáldskapur frá rótum, t.d. ,,Elvis lifir". Áður voru þetta kallaðar flökkusögur og urðu til þegar fólk vildi trúa einhverju ósönnu. Nýlegt dæmi er ,,Gunnar Bragi fullur í leikhúsi". 

Í öðru lagi fréttir sem eru misvísandi, ýktar, mikilvægum efnisatriðum sleppt eða aðeins sagt frá einu sjónarhorni. Frétt RÚV um ástandið í Venesúela, þar sem ekki var minnst á sósíalisma, fellur í þann flokk.

Deilur um falsfréttir eru oft harðvítugar. Sá sem þetta skrifar var stefnt fyrir dóm vegna ærumeiðinga þegar hann gagnrýndi RÚV fyrir falsfrétt um Evrópumál.

Virðingarvert er af Lilju menntamálaráðherra að vekja máls á falsfréttum, þær eru vandamál.

Besta leiðin til sporna við falsfréttum er umræða um hvernig fréttir verða til, hlutverk fjölmiðla og áhrif samfélagsmiðla. Þetta má kenna í skólum. Það þarf bara að setja viðfangsefnið í námskrá.


mbl.is Skólakerfið sporni við falsfréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband