Þingmenn grafa sér gröf í Klaustri

Vinstrimenn á alþingi, Viðreisn meðtalin, gerðu sér pólitískt mat úr ólöglega fenginni upptöku af Klausturbarnum.

Þar með sögðu vinstrimenn á alþingi að einkalíf þingmanna væri lögmæt umræða.

Ef vinstrimenn kjósa að færa umræðuna niður á það plan verða þeir af taka afleiðingunum.


mbl.is „Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launþegar flýja herskáa verkó

Stórflótti frá VR yfir í Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga rímar við aðra frétt frá í haust um að nýtt kjarafélag, Félag lykilmanna, fái óánægða launaþega til sín í hrönnum.

Launþegar greiða atkvæði með fótunum. Löggjafinn verður að koma til móts við stóraukna eftirspurn eftir frjálsræði á vinnumarkaði og klekkja á ofurvaldi gömlu verkalýðsfélaganna yfir starfsgreinum og atvinnusvæðum.

Verkalýðshreyfingin er að stórum hluta komin í hendur pólitískra aðgerðasinna, sósíalista sem berjast fyrir miðstýrðu efnahagskerfi. Löngu tímabært er að breyta lögum um stéttafélög í átt frjálsræðis.

 


mbl.is Hætta í VR og ganga í KVH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórða ríkið og Ísland

Leiðtogar Frakklands og Þýskalands undirrituðu 16 blaðsíðna samkomulag um samruna í gömlu höfuðborg Karlamagnúsar, Aachen. Það var fyrsta ríkið. Annað ríkið var stofnað í Versölum 1871 þegar Prússakonungur var krýndur keisari eftir sigur á Frökkum. Það ríki féll í fyrri heimsstyrjöld.

Þriðja ríkið var Hitlers og félaga fyrir miðja síðustu öld. Sú sjóferð endaði ekki vel. 

Fjórða ríkið kveður á um hernaðarsamvinnu Frakka og Þjóðverja, auk efnahagslegs og pólitísks samruna. Fransk-þýski öxullinn skal keyra ESB áfram eftir Brexit.

Þegar Karlamagnús var krýndur keisari fyrsta ríkisins árið 800 var Ísland óbyggt. Á valdatíma karlunga fylltist landið af flóttamönnum frá miðstýringaráráttu Evrópu. Sonarsynir Karlamagnúsar klufu ríkið í þrjá hluta, og mynduðu vísi að Frakklandi og Þýskalandi. Íslendingar á hinn bóginn stofnuðu alþingi án konungsvalds.

Við lok annars ríkisins 1918 tóku Íslendingar sér fullveldi. Rétt fyrir ragnarök þriðja ríkisins efndum við lýðveldis á Þingvöllum.

Hvað gera Íslendingar þegar drög að fjórða ríkinu liggja fyrir í Evrópu? Jú, við ættum ekki að bíða fyrirsjáanlegra hörmunga heldur segja upp samningnum sem bindur okkur við ólánsálfuna og heitir EES.


mbl.is Tryggja samstarf sitt innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband