Vinstrieinkavæðing Jóhönnu og Steingríms J.

Eftir hrun varð ríkið stærsti fyrirtækjaeigandi landsins ásamt því að eiga bankana sem endurreistir voru á grunni þeirra föllnu.

Vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna einkavæddu þessar ríkiseigur í stórum stíl árin 2009 til 2013. Ógegnsæið var algert. Til dæmis var lengi ekki vitað hverjir áttu Arion og Íslandsbanka og enn síður á hvaða kjörum bankarnir fengust.

Engar opinberara reglur voru til um hvernig ætti að ráðstafa ríkiseigum og ekki hefur verið upplýst hvaða sjónarmið lágu til grundvallar. Þar voru sumir jafnari en aðrir. Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug var í náð vinstristjórnarinnar og fékk að halda 365 miðlum.

Saga stóru vinstrieinkavæðingarinnar á bakvið tjöldin er að mestu ósögð.


mbl.is Birtir gögn um seinni einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristnitakan var pólitísk aðlögun gamla Íslands

Íslendingar skáru sig úr nágrannaþjóðum sínum, og raunar flestum öðrum, með því að kristni var lögtekin hér án teljandi ófriðar. Norðmenn deildu í áratugi um kristni með tilheyrandi stríðsástandi og manndrápum á báða bóga.

Kristni á miðlöldum á það sameiginlegt með múslímum í nútíma að trú og lífshættir haldast í hendur. Miðaldakristni gaf fyrirmæli um hvað mátti og hvað ekki í daglegu lífi, rétt eins og sharía-lög múslíma mæla fyrir um daglega hegðun. Trúarskipi á miðöldum fólu í sér lífshættu. Fólk var drepið vegna trúar sinnar.

Helsta heimildin um kristnitökuna er Íslendingabók. Leiðtogi heiðinna Íslendinga, Þorgeir Þorkelsson goði á Ljósavatni, ber fram rökin fyrir kristin. Í frásögninni bregður fyrir dulúð með Þorgeir undir feldi; pólitískri greiningu að trú, lög og friður haldist í hendur, og pólitískri kænsku sem fólst í að Þorgeir lét þingheim lofa tryggð við niðurstöðuna áður en hann kvað upp úr um hvort Íslendingar skyldu heiðnir eða kristnir.

Meginniðurstaða Þorgeirs var málamiðlun. Íslendingabók fær orðið:

Þá var þat mælt í lögum, at allir menn skyldi kristnir vera ok skírn taka, þeir er áðr váru óskírðir á landi hér. En of barnaútburð skyldu standa in fornu lög ok of hrossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun, ef vildu en varða fjörbaugsgarðr, er váttum of kæmi við.

Allir skyldu að nafninu verða kristnir en heiðna lífshætti mátti stunda, svo sem að snæða þann mat er menn lysti til og stunda fóstureyðingar að gömlum sið. Jafnvel var leyft að ástunda heiðna trú, svo lítið bæri á.

Aðlögun gamla Íslands á elleftu öld að nýjum sið var staðfest með því að Þorgeir og goðarnir félagar hans byggðu upp séríslenskt einkakirkjukerfi sem kennt er við þá - goðakirkja.

Kristnitakan sló pólitískan tón sem enn lifir með þjóðinni. Seinni tíma dæmi eru t.d. að Sjálfstæðisflokkurinn, stofnaður á millistríðsárunum af borgaralegum einkaframtaksmönnum, varð sósíaldemókratískur flokkur velferðarþjóðfélagsins eftir stríð.

Sú tilgáta er ekki ósennileg að íslenskar valdastofnanir eigi auðveldara með aðlögun að breyttum aðstæðum, en erlendar hliðstæður þeirra, af þeirri ástæðu að eyðþjóðin fóstrar með sér næman skilning á forsendum samfélagsins. Annað tveggja búum við saman í þessu landi eða alls ekki.

 

 


mbl.is Grafir frá frumkristni á Munkaþverá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni hallmælir Höllu

Í viðtali við RÚV sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi að ein ástæða þess að hann gæfi kost á sér væri að engin sterk kona sé í framboði til forseta.

Halla Tómasdóttir er í framboði til forseta Íslands. Henni finnst leitt að Guðni skuli tala af lítisvirðing um sig.

Það er ekki forsetalegt að tala niður til kvenna.

 


Brexit gott fyrir ESB og evruna

Ef Bretar segja sig úr Evrópusambandinu myndi það leiða til uppstokkunar sem kannski gæti bjargað því sem bjargað verður. Á þessa leið er fremur hófsöm gagnrýni á ESB, sem breska blaðið Guardian birtir.

Guardian er hlynnt ESB og vill að Bretland haldi áfram aðild. En þar sem ESB er ekki lífvænlegur félagsskapur er æ erfiðara að finna rök fyrir áframhaldandi aðild.

Bretland tók ekki þátt í evru-tilrauninni sem nær öllum ber saman um að er misheppnuð. Ágreiningurinn er aðeins um hvernig eigi að bregðast við ónýtum gjaldmiðli. Ýmsar útfærslur eru þar ræddar, s.s. að Þjóðverjar ásamt Hollandi, Austurríki og e.t.v. Finnlandi kljúfi sig út og stofni til nýs gjaldmiðils. Evran fengi þá að lækka um 30 til 50 prósent og gagnast Suður-Evrópu líkt og líran Ítölum á sínum tíma.

Með Brexit yrði gripið til gagngerra ráðstafana til að stokka upp ESB og evru-samstarfið, ekki aðeins lengt í hengingarólinni - segir hófsöm gagnrýni í Guardian.

 


mbl.is Liðhlaupar ekki velkomnir aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliði og öfgar góða fólksins

Elliði Vignisson kom hugtakinu ,,góða fólkið" í umferð. Hugtakið vísar til fólks sem telur sig handhafa sannleika og mannúðar og líður ekki aðrar skoðanir en þær sem góða fólkið sammælist um.

Þótt Eyjamenn vilji sjálfsagt ekki gefa Elliða eftir er nauðsynlegt að fá hann á alþingi.

Til að hafa auga með öfgum góða fólksins.


mbl.is „Verð ekki bæjarstjóri að eilífu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni tekur stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi vill eyðileggja stjórnarskrá lýðveldisins og taka upp fyrirkomulag sem Píratar berjast fyrir, að hér verði reglulega þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri og smærri mál.

Guðni Th. staðfesti þetta viðhorf sitt í viðtali við RÚV þar sem hann á vinum að fagna.

Fréttamaður RÚV þýfgaði forsetaframbjóðandann ekki um stjórnleysið sem kæmi í kjölfar þess að tíu til 20 prósent þjóðarinnar gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um þingmál.


Leiðtoga góða fólksins laus höndin

Justin Trudeau er alþjóðlega viðurkenndur leiðtogi góða fólksins. Forsætisráðherra Kanada er góðmennskan uppmáluð, vill helst faðma allt og alla. Nema, vel að merkja, þegar illa liggur á honum.

Hann náðist á myndbandi gefa kvenþingmanni olnbogaskot svo að viðkomandi hrökk við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leiðtogi góða fólksins missir sig. Fyrir fimm árum kallaði hann ráðherra ,,skítahrúgu."

Laus hönd og gífuryrði Trudeau eru áminning um tvíeðli góða fólksins. Það þolir ekki aðrar skoðanir en sínar eigin.

 


mbl.is Olnbogaði stjórnarandstöðuþingmann í bringuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV við Guðna 6. apríl: við treystum þér

Guðni Th. Jóhannesson sat daglangt í sjónvarpsmyndveri RÚV þann 6. apríl til að gefa atlögu RÚV að forsætisráðherra trúverðugleika. RÚV bæði laug og braut eigin siðareglur til að koma höggi á forsætisráðherra.

Í tíufréttum RÚV þennan dag, 6. apríl, hafði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV, Guðna Th. sér við hlið að ræða atburði dagsins. Í lok fréttatímans (38:29) sagði Rakel við Guðna Th. í beinni útsendingu: ,,við treystum þér." Hún þakkaði jafnframt Guðna Th. fyrir að styðja RÚV í aðförinni að forsætisráðherra.

Með stuðningi RÚV ákvað Guðni Th. að bjóða sig fram til forseta. Stuðningur RÚV felst ekki síst í því að segja ekki fréttir sem eru óþægilegar Guðna, til dæmis af frammistöðu hans í Icesave.

Önnur aðferð RÚV að veita Guðna Th. aðstoð er að nefna nafn hans í jákvæðu ljósi. Í gærkvöldi birtist langsótt frétt á RÚV um áhugamál Össurar Skarphéðinssonar á njósnamálum kalda stríðsins. Í lok fréttarinnar er vísað í bók Guðna Th. ,,Óvinir ríkisins."

Guðni Th. á vinum að fagna á RÚV. Þjóðarfjölmiðillinn er kerfisbundið misnotaður í þágu forsetaframboðs Guðna Th. Jóhannessonar. 

 


Brotin samstaða um eftirstríðslýðræði

Fyrrum Bandaríkjaforseti, Bill Clinton, móðgar leiðtoga Póllands og Ungverjalands með því að líkja þeim við Donald Trump, sem keppir við eiginkonu Bill um að verða næsti forseti Bandaríkjanna.

Móðgun Clinton vekur athygli á að samstaðan um vestrænt eftirstríðslýðræði er að hverfa. Eftirstríðslýðræði fól í sér evrópsk-bandaríska fyrirmynd um að þjóðir heims kysu sér frjálslynda stjórnmálamenn sem um það bil væru sömu skoðunar um þróun mála, hvort heldur innanlands eða á alþjóðavísu. Seinni heimsstyrjöld lagði forsendurnar fyrir þessa tegund lýðræðis.

Kommúnistaríkin í Austur-Evrópu, með Sovétríkin sem æðsta yfirvald, voru ógnin sem hélt saman eftirstríðslýðræðinu.

Fyrst eftir hrun Sovétríkjanna virtist sem vestræna útgáfan af lýðræði myndi sigra í Austur-Evrópu. Fjölflokkakerfi og frjálslyndir stjórnmálamenn réðu dagskrá stjórnmálanna.

Brestir í vestrænni lýðræðishugsjón komu fyrst fram á vesturlöndum sjálfum. Sameiginlegt verkefni Vestur-Evrópuríkja, Evrópusambandið, sýndi æ sterkari tilhneigingu að sniðganga lýðræðið, t.d. með því að taka í gildi stjórnarskrá sem kjósendur í Frakklandi og Hollandi höfnuðu. Írar voru látnir kjósa tvisvar um embættismannastjórnarskrá Brussel, þegar þeir kusu ,,rangt" í fyrra skiptið - samkvæmt skilgreiningu embættismanna í Brussel.

Eitt meginstef vestræns eftirstríðslýðræðis var samstaða vestrænna þjóða í alþjóðamálum. Eftir árás múslímskra hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september 2011 var búin til afsökun að herja á miðausturlönd. Írakstríðið 2003, sem Bandaríkin bera höfuðábyrgð á, hleypti öllu í bál og brand í heimshlutanum.

Milljónir múslíma sem flýja miðausturlönd knýja dyra í Vestur-Evrópu, sem reynir að beina hluta flóttamannastraumsins til Austur-Evrópu. Þar á bæ velja kjósendur sér stjórnlynda leiðtoga sem neita múslímum viðtöku með þeim rökum að þeir aðlagist ekki.

Donald Trump, Frauke Petry í Þýskalandi og Marine Le Pen í Frakklandi tóna sjónarmið í andstöðu viðtekinna hugmynda um umburðarlynt lýðræði. Þessi tegund stjórnmálamanna er þegar komin til valda í Ungverjalandi og Póllandi.

Umburðarlynt vestrænt eftirstríðslýðræði tapaði áttum í Brussel og Washington. Stjórnlynt lýðræði tekur sviðið. Alþjóðleg einkenni þess má merkja af því að Bill Clinton gat notað samlanda sinn, Donald Trump, til að móðga Jaroslaw Kaczynski í Póllandi og Viktor Orban í Ungverjalandi.

Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński

 


mbl.is Bill Clinton leiti sér hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill óttast stöðu framboðs Guðna Th.

Spjótin standa á Guðna Th. forsetaframbjóðanda síðustu daga. Undirferli vegna stuðnings við Svavars-samninginn mælist ekki vel fyrir, upprifjun á stuðningi Guðna Th. við vinstristjórnina er óþægileg og misnotkun á RÚV dregur úr trúverðugleika framboðsins.

Egill Helgason er mælikvarði á hvernig vindar blása í vinstriumræðunni. Samkvæmt Agli eru vandræðin nokkur hjá Guðna Th. Egill klæðir áhyggjur sínar í hexameter til að örvænting verði ekki jafn augljós.

Egill nefnir vitanlega ekki sjálfa höfuðsyndina, ESB-umsóknina, þegar hann telur upp það sem mætti þýfga Guðna Th. um. Maður nefnir ekki snöru í hengds manns húsi. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband