Vinstrieinkavæðing Jóhönnu og Steingríms J.

Eftir hrun varð ríkið stærsti fyrirtækjaeigandi landsins ásamt því að eiga bankana sem endurreistir voru á grunni þeirra föllnu.

Vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna einkavæddu þessar ríkiseigur í stórum stíl árin 2009 til 2013. Ógegnsæið var algert. Til dæmis var lengi ekki vitað hverjir áttu Arion og Íslandsbanka og enn síður á hvaða kjörum bankarnir fengust.

Engar opinberara reglur voru til um hvernig ætti að ráðstafa ríkiseigum og ekki hefur verið upplýst hvaða sjónarmið lágu til grundvallar. Þar voru sumir jafnari en aðrir. Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug var í náð vinstristjórnarinnar og fékk að halda 365 miðlum.

Saga stóru vinstrieinkavæðingarinnar á bakvið tjöldin er að mestu ósögð.


mbl.is Birtir gögn um seinni einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enn fremur, var aldrei upplýst á hvaða verði umræddir bankar fengu skuldir heimilanna. Síðar hefur svo komið fram að þær fengu þeir á meðaltali á hálfvirði. Á sama tíma hafa innheimtudeildir sömu banka staðið blóðugar upp að öxlum í því að innheimta þær skuldir hjá heimilunum, ekki á fullu verði heldur margföldu. Í samanburði við þá gjöf sem fólst í að leyfa þeim slíkt framferði, er eignarhald á hlutabréfum þeirra aðeins smámunir. Þeir sem þannig leyfðu glæpastofnunum með óljóst eignarhald að gera tugþúsundir Íslendinga heimilislausar, eiga enn eftir að svara til ábyrgðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2016 kl. 15:19

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og eigum við að trúa því að menn hafi bara fyrst nú eftir 7 ár fattað þetta. Minni líka á að bankarnir voru eign okkar þar til fyrir hvað 26 árum þegar Framsókn og Sjálfstæðismenn gáfu þá einkavinum. Held að menn vildu nú heldur að Bjarni Ben aflétti þessari leynd áður en Vigdís fer að fabulera um þetta eða Viglundur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.5.2016 kl. 20:08

3 Smámynd: Elle_

Það ætti að skýra af hverju þessi peningastrompur Jón fékk að halda fyrirtækinu.  Við hin endalausu gjaldþrot hans og ógreiddar kröfur yfir hundrað þúsund milljónir, bætist að fyrirtækið hefur verið sektað stjórnvaldssektum Neytendastofu fyrir brot gegn neytendum.

Elle_, 21.5.2016 kl. 20:49

4 Smámynd: Elle_

Prófaðu að tala um einkavæðingu ykkar SAMfó-manna og Steingríms á bönkunum einu sinni, Magnús.  Þú hljómar eins og biluð plata og lætur sífellt eins og ykkar einkavæðing hafi bara ekki verið þarna en hin fyrri glæpsamleg.  Vigdís og Víglundur eru ekki að skálda neitt en þið viljið fela óverk ykkar.

Elle_, 21.5.2016 kl. 20:58

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Embættisafglöp Þistilfjarðarkúvendingsins og Jóku gráu munu dúkka upp, einn góðan veðurdag. Þau hafa þó sennilega komið því svo fyrir, að bæði verði löngu dauð, þegar upp kemst um landráð þeirra. Snautlegra sorp hefur að öllum líkindum ekki komið að landsstjórn áður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.5.2016 kl. 22:14

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

MHB

Þú ert enn við sama heygarðshornið í ósannindum og rökleysum.

Bankarnir voru ekki gefnir. Erlend matsfyrirtæki voru fengin til að verðmeta þa áður en kjölfestuhlutarnir voru seldir. Það verð var hærra á hverju bréfi en þú gast keypt bréfið á í frjálsum viðskiptum daginn áður MHB. 

Þeir fengust greiddir eins og sjá má í ríkisbóllkhaldinu svart á hvfítu. Það er enn ein lygamantran sem þú og landssöluvinir þínir hafið mantrað.


Þá var Íslandsbanki/Glitnir aldrei einkavæddur, því hann var einkabanki allar götur freá 1953 ef talið er frá Iðnaðarbankanum en 1875 ef rakið er aftur til sparisjóðs.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.5.2016 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband