Vinstrieinkavæðing Jóhönnu og Steingríms J.

Eftir hrun varð ríkið stærsti fyrirtækjaeigandi landsins ásamt því að eiga bankana sem endurreistir voru á grunni þeirra föllnu.

Vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna einkavæddu þessar ríkiseigur í stórum stíl árin 2009 til 2013. Ógegnsæið var algert. Til dæmis var lengi ekki vitað hverjir áttu Arion og Íslandsbanka og enn síður á hvaða kjörum bankarnir fengust.

Engar opinberara reglur voru til um hvernig ætti að ráðstafa ríkiseigum og ekki hefur verið upplýst hvaða sjónarmið lágu til grundvallar. Þar voru sumir jafnari en aðrir. Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug var í náð vinstristjórnarinnar og fékk að halda 365 miðlum.

Saga stóru vinstrieinkavæðingarinnar á bakvið tjöldin er að mestu ósögð.


mbl.is Birtir gögn um seinni einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristnitakan var pólitísk aðlögun gamla Íslands

Íslendingar skáru sig úr nágrannaþjóðum sínum, og raunar flestum öðrum, með því að kristni var lögtekin hér án teljandi ófriðar. Norðmenn deildu í áratugi um kristni með tilheyrandi stríðsástandi og manndrápum á báða bóga.

Kristni á miðlöldum á það sameiginlegt með múslímum í nútíma að trú og lífshættir haldast í hendur. Miðaldakristni gaf fyrirmæli um hvað mátti og hvað ekki í daglegu lífi, rétt eins og sharía-lög múslíma mæla fyrir um daglega hegðun. Trúarskipi á miðöldum fólu í sér lífshættu. Fólk var drepið vegna trúar sinnar.

Helsta heimildin um kristnitökuna er Íslendingabók. Leiðtogi heiðinna Íslendinga, Þorgeir Þorkelsson goði á Ljósavatni, ber fram rökin fyrir kristin. Í frásögninni bregður fyrir dulúð með Þorgeir undir feldi; pólitískri greiningu að trú, lög og friður haldist í hendur, og pólitískri kænsku sem fólst í að Þorgeir lét þingheim lofa tryggð við niðurstöðuna áður en hann kvað upp úr um hvort Íslendingar skyldu heiðnir eða kristnir.

Meginniðurstaða Þorgeirs var málamiðlun. Íslendingabók fær orðið:

Þá var þat mælt í lögum, at allir menn skyldi kristnir vera ok skírn taka, þeir er áðr váru óskírðir á landi hér. En of barnaútburð skyldu standa in fornu lög ok of hrossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun, ef vildu en varða fjörbaugsgarðr, er váttum of kæmi við.

Allir skyldu að nafninu verða kristnir en heiðna lífshætti mátti stunda, svo sem að snæða þann mat er menn lysti til og stunda fóstureyðingar að gömlum sið. Jafnvel var leyft að ástunda heiðna trú, svo lítið bæri á.

Aðlögun gamla Íslands á elleftu öld að nýjum sið var staðfest með því að Þorgeir og goðarnir félagar hans byggðu upp séríslenskt einkakirkjukerfi sem kennt er við þá - goðakirkja.

Kristnitakan sló pólitískan tón sem enn lifir með þjóðinni. Seinni tíma dæmi eru t.d. að Sjálfstæðisflokkurinn, stofnaður á millistríðsárunum af borgaralegum einkaframtaksmönnum, varð sósíaldemókratískur flokkur velferðarþjóðfélagsins eftir stríð.

Sú tilgáta er ekki ósennileg að íslenskar valdastofnanir eigi auðveldara með aðlögun að breyttum aðstæðum, en erlendar hliðstæður þeirra, af þeirri ástæðu að eyðþjóðin fóstrar með sér næman skilning á forsendum samfélagsins. Annað tveggja búum við saman í þessu landi eða alls ekki.

 

 


mbl.is Grafir frá frumkristni á Munkaþverá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband