Egill óttast stöðu framboðs Guðna Th.

Spjótin standa á Guðna Th. forsetaframbjóðanda síðustu daga. Undirferli vegna stuðnings við Svavars-samninginn mælist ekki vel fyrir, upprifjun á stuðningi Guðna Th. við vinstristjórnina er óþægileg og misnotkun á RÚV dregur úr trúverðugleika framboðsins.

Egill Helgason er mælikvarði á hvernig vindar blása í vinstriumræðunni. Samkvæmt Agli eru vandræðin nokkur hjá Guðna Th. Egill klæðir áhyggjur sínar í hexameter til að örvænting verði ekki jafn augljós.

Egill nefnir vitanlega ekki sjálfa höfuðsyndina, ESB-umsóknina, þegar hann telur upp það sem mætti þýfga Guðna Th. um. Maður nefnir ekki snöru í hengds manns húsi. 


Ísland í Evrópustríði - hlutverk Bessastaðabónda

Álitsgjafar í virtum evrópskum fjölmiðlum spá ýmist borgarastyrjöld í álfunni vegna deilna um múslímska innflytendur eða stríðs vegna Úkraínudeilunnar milli Rússa annars vegar og hins vegar Bandaríkjanna, ESB og Nató.

Líkt og í báðum heimsstyrjöldum á síðustu öld eiga Íslendingar enga aðild að næsta Evrópustríði, hvort sem það verður borgarastríð eða milli þjóðríkja. Ísland á aðild að Nató og yrði að gera upp við sig hvort það fylgdi stríðsæsingafólki í Washington og Brussel í hernaði gegn Rússum.

Ef stríðsástand skapast í Evrópu skiptir máli fyrir okkur hver situr Bessastaði. Þótt utanríkismál séu mótuð í stjórnarráðinu er þjóðhöfðinginn oddviti Íslands, bæði gagnvart almenningi hér heima og gagnvart erlendum þjóðarleiðtogum. Á Bessastöðum ætti að sitja maður með reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum.


mbl.is Spáir stríði við Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástþór tekur RÚV á kné sér

RÚV notar skoðanakannanir til að stýra umræðunni. Það kom skýrt fram þegar Ástþór Magnússon var kallaður til viðtals í Spegilinn. Í stað þess að spyrja Ástþór um málefni ruddi spyrillinn úr sér skoðanakönnunum, sumar 12 ára gamlar, til setja Ástþór í skammarkrókinn.

Ástþór notaði tækifærið og tók fréttamann í kennslustund um hvernig ríkisfjölmiðill á ekki að haga sér.

Kennslustundin er bæði fyndin og upplýsandi.

 


Guðni Th. vildi greiða Icesave til að komast í ESB

Icesave-samningarnir þrír voru allir aðgöngumiði í Evrópusambandið. Sá fyrsti og dýrasti, kenndur við Svavar Gestsson, stæði núna í 208 milljörðum króna og væri um 9 prósent af landsframleiðslu ársins 2016.

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi studdi alla þrjá Icesava-samningana, þótt hann reyni að beita blekkingum þegar Svavars-samningurinn er ræddur.

Guðni Th. tilheyrir þeim hópi sem mest myndi græða á ESB-aðild. Háskólamenn eins og Guðni Th. kæmust í styrktarsjóði ESB og þeir ættu kost á hálaunastörfum í Brussel sem sérfræðingar. Við sem þjóð myndum aftur á móti tapa. Bæði myndu Íslendingar greiða með sér til Brussel og við yrðum að láta fiskimiðin í hendur ESB.

Guðna Th. fannst gott mál að þjóðin greiddi Icesave-aðgöngumiðann í Evrópusambandið. Þjóðin var á öðru máli og hafnaði afgerandi að skuldir einkabanka skyldu lagðar á herðar almennings.


Bloggfærslur 18. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband