Vinstri grænir breyta valdahlutföllum stjórnmálanna

Í áratugi voru valdahlutföll íslenskra stjórnmála þannig að Sjálfstæðisflokkurinn vann ýmist með Samfylkingunni, sem lengi hét Alþýðufokkur, eða Framsóknarflokknum. Vinstri grænir, áður Alþýðubandalag, voru mótmælaflokkur sem ekki fékk aðild að ríkisstjórn nema í undatekningatilfellum.

Vinstri grænir eru að festa sig í sessi sem 20 prósent flokkur og gætu farið hærra í kosningum. Sjálfstæðisflokkur er um og yfir 30 prósentum. Samfylkingin er að hverfa og Björt framtíð er dauðvona. 

Framsóknarflokkurinn er í sárum en gæti náð sér á strik þegar foringinn mætir aftur til leiks.

Píratar halda ekki nema hluta fylgisins sem þeir mælast með. Nýliðar á framboðslista og vandræði við að setja saman stefnuskrá mun tálga af þeim fylgið. Með Birgittu sem andlit flokksins er engin leið að heyja trúverðuga kosningabaráttu.

Að upplagi eru Vinstri grænir jafnréttissinnar með umhverfis- og landsbyggðasjónarmið. Gamla fylgið úr Alþýðubandalaginu er þjóðlegt íhaldsfólk. Með Katrínu Jakobsdóttur sem hófsaman leiðtoga eru Vinstri grænir stofuhæfir í stjórnarráðinu.

Uppgangur Vinstri grænna mun breyta áherslum Sjálfstæðisflokksins. Kratasjónarmiðin í flokknum eru komin yfir í Viðreisn. Sá flokkur er andvana fæddur vegna Evrópumála og báginda Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn mun teygja til yfir á málefnasvæði Vinstri grænna eins og þegar sjást merki, til dæmis í umhverfismálum.

Þjóðlegir íhaldsmenn mega vel við una.


mbl.is Samfylkingin nálgast botninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th. og Viðreisn er sama pólitíkin

Viðreisn er hópur ESB-sinna sem stofnaði stjórnmálaflokk i vikunni en þorir ekki að gangast við stefnumáli sínu, sem er aðild Íslands að Evrópusambandinu. Guðni Th. Jóhanneson forsetaframbjóðandi er ESB-sinni sem leggur sig fram um að fela sannfæringu sína.

Ástæðan fyrir feluleik Viðreisnar og Guðna Th. er vitanlega sú að Evrópusambandið er í hnignunarferli sem leiðir hægt en örugglega til endaloka þess.

Hvorki Viðreisn né Guðni Th. horfast í augu við þann veruleika að ESB-aðild Íslands myndi soga okkur í efnahagslega eymd og pólitískt öngþveiti.


Bloggfærslur 27. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband