Við kjósum forseta, ekki frelsara

,,Þjóðin er búin að finna sinn forsta," skrifaði einn áltisgjafinn og klappaði þann stein að næsti forseti lýðveldisins verði frelsari sem þjóðin ,,finni" til að leiða sig með guðlegri forsjá.

Þegar málefni yfirtaka kosningabaráttuna til forseta Íslands, og koma í stað andaktar og kannana, mun baráttan verða jafnari.

Almenningur verður fljótur að venjast þeirri tilhugsun að umræðan um hver situr Bessastaði næstu fjögur árin þarf að byggja á málefnum en ekki frelsunarguðfræði.

Athugasemd Höllu Tómasdóttur er fyllilega réttmæt: þegar liggur fyrir hverjir keppa um embættið er allt til reiðu fyrir umræðuna, sem verður ekki á forsendum pólitískrar guðfræði.

Spyrjum að leikslokum.


mbl.is Kosningabaráttan rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópumenning; rómversk, frönsk, þýsk og esbísk

Rómarveldi bjó til eina menningu með einu tungumál í Suður- og Vestur-Evrópu fyrstu 500 ár tímatals okkar. Leifar þessarar menningar lifðu fram á nýöld, með kaþólsku kirkjunni, lénsveldi og latínu sem tungumáli yfirstéttarinnar.

Franska byltingin var uppgjör við rómverska menningu, kaþólsku kirkjuna og lénsveldi. Tilraun raun Napóleons að leggja undir sig Evrópu í nafni frelsis, bræðralags og jafnréttis beið ósigur á sléttum Úkraínu og Rússlands þótt lokaorustan væri við Waterloo sumardag 1815.

Hundrað árum seinna reyndu Þjóðverjar að þýskvæða Evrópu í krafti iðnaðarmáttar. Tilraun Þjóðverja stóð yfir með hléum frá 1914 til 1945. Slagorð Þjóðverja um Lebensraum átti ekki upp á pallborðið hjá öðrum þjóðum álfunnar. Þýsk iðnvæðing fann sínar siðferðislegu takmarkanir í Auschwitz.

Lokaorustan um þýska Evrópu var háð í Berlín vorið 1945. Sókn Þjóðverja var aftur brotin á bak aftur í Rússlandi og Úkraínu, rétt eins og franski leiðangurinn.

Í dag reynir Evrópumenningin aftur fyrir sér í Úkraínu og Rússlandi undir formerkjum ESB sem lýtur sameiginlegu þýsk-frönsku forræði. Engar líkur eru á árangri, jafnvel þótt Bandaríkin og Nató styðji viðleitnina. 

ESB-útgáfa Evrópumenningarinnar skortir lífskraft Rómverja, hugmyndafræði Frakka og skipulagsgáfu Þjóðverja. ESB ræður ekki við gjaldmiðil álfunnar og veit ekki hvernig á að bregðast við múslímavandanum frá miðausturlöndum. Það verður engin lokaorusta um ESB-útgáfu Evrópumenningarinnar. Hún mun líkt og rómverska útgáfan fyrir hálfu öðru árþúsundi renna ofan í suðupott sem enginn veit hvað úr verður. 


mbl.is Líkir ESB við vegferð Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband