ESB-ofstækið felldi Árna Pál

Árni Páll Árnason las ekki skriftina á veggnum eftir kosningarnar 2013. Þar stóð skýrum stöfum hverjum sem vildi lesa að ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 var myllusteinn um háls flokksins.

Í stað þess að gera upp við mistökin frá 2009 hélt Árni Páll dauðahaldi í myllusteininn og sökk með flokknum niður í eins stafs fylgi.

Samfylkingin varð að sértrúarsöfnuði vegna þess að forysta flokksins hélt hún vissi betur en allir aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Noregi - sem telja hagsmunum strandríkja betur borgið utan ESB en innan sambandsins.


mbl.is Árni Páll hættur við framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungir kratar lýsa vantrausti á þingmenn Samfylkingar

Krafa ungra jafnaðarmanna að sitjandi þingmenn Samfylkingar láti vera að sækjast eftir oddvitasæti á framboðslistum er vantraust á þingflokkinn í heild.

Oddvitasæti eru í senn virðingar- og valdastaða. Þingmenn í fyrsta sæti eru að jafnaði ráðherraefni, þeir eru líka fyrstu talsmenn flokksins í viðkomandi kjördæmi.

Það kemur þingflokki Samfylkingar í koll að engin endurnýjun var í þingliðinu við síðustu kosningar.

Þingflokkur Samfylkingar er í sömu stöðu og flokkurinn: rúinn trausti og fylgi enda málefnalega gjaldþrota.


mbl.is Þingmennirnir haldi sig til hlés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöföld neitun Guðna Th. er píratapólitík

Þýðing orðanna ,,forsetinn á ekki að vera ópólitískur" er að hann eigi að vera pólitískur. Tvöföld neitun í tilvitnaðri setningu gefur til kynna loðnar hugmyndir um meginatriði baráttunnar um Bessastaði: hvernig á að fara með forsetavaldið.

Í öðru viðtali sama dag segir Guðni Th. að ,,forsetinn eigi að standa utan pólitískra fylkinga." Til að forseti geti í senn verið pólitískur en jafnframt staðið utan pólitískra fylkinga þarf forsetinn sjálfur að vera pólitískt afl.

Enginn verður pólitískt afl nema stunda pólitík og læra stjórnmálaiðju með þeim eina hætti sem hún lærist: með iðkun. Guðni Th. hefur aldrei stundað pólitík. Þess vegna hljómar hann eins og Pírati, slær úr og í um forsetavaldið, og er álíka trúverðugur og Birgitta og félagar.

Ólafur Ragnar er pólitískt afl. Davíð Oddsson raunar líka.


mbl.is Forsetinn á ekki að vera ópólitískur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband