Fordómar í Samfylkingunni

Flokksfélagar Helga Hjörvar í Samfylkingunni vilja sumir hverjir hann ekki sem formann vegna fötlunar. Helgi sér illa og mun það notað gegn honum í kosningabaráttu um formennsku í örflokknum.

Samfylkingin gefur sig út fyrir að vera frjálslynt afl. Fordómar, af því tagi sem Helgi segir í flokknum, vekja ekki samúð - miklu frekar andstyggð.

En það er einmitt tilfinningin sem margir höfðu fyrir Samfylkingunni, áður þessar fréttir bárust.

 


mbl.is Helgi Hjörvar finnur fyrir fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir peningar Dorritar eru aflandsfé

Dorrit Mousaieff forsetafrú þénaði enga peninga á Íslandi. Allt hennar fé er aflandsfé auðugrar fjölskyldu sem geymir peningana sína út um hvippinn og hvappinn.

Það er langsótt, svo ekki sé meira sagt, að gagnrýna Ólaf Ragnar Grímsson forseta fyrir að vita ekki um alla bankareikninga Mousaieff-fjölskyldunnar.

Andstæðingar Ólafs Ragnars reyna lúalegt bragð þegar þeir höggva í forsetafrú okkar. 


mbl.is Þekkir ekki til fjárhagstengsla Dorritar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð Samfylkingar rætist

Vinstri grænir áttu að vera litli flokkurinn en Samfylkingin turninn sem keppti við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta var planið um aldamótin þegar Samfylkingin var stofnuð. Í dag mælast Vinstri grænir með 18 prósent fylgi en Samfylkingin átta prósent.

Formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins stunda pólitískt daður á alþingi sem gæti vitað á tilhugalíf þegar nær dregur kosningum. Vinstri grænir gætu orðið þriðja hjólið undir vagni ríkisstjórnarinnar eða myndað tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ef kjósendum sýnist svo.

Í öllu falli er Samfylkingin úti í kuldanum með ekkert fylgi og álíka óstjórntækir og Píratar. Illugi Jökulsson leggur til Samfylkingin verði lögð niður. Skiljanlega, turninn er orðinn að njóla.


mbl.is Fylgi Pírata dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband