Sigmundur Davíð á fullt erindi í íslensk stjórnmál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var að ósekju hrakinn úr embætti forsætisráðherra. Þar fór saman skipulögð aðför RÚV, með tilheyrandi lygum og siðlausri blaðamennsku, almennt vantraust til stjórnmála og fremur sérkennileg embættisfærsla forseta Íslands.

Sigmundur Davíð gerði ítarlega grein fyrir fjármálum eiginkonu sinnar, sem var tilefni aðfarar RÚV, og hefur greinargerðin ekki verið vefengd.

Sigmundur Davíð reyndist þjóð sinni vel í andófinu gegn Icesave og enn betur þegar erlendum kröfuhöfum var settur stóllinn fyrir dyrnar vegna uppgjörs þrotabúa bankanna. Hann á fullt erindi í íslensk stjórnmál.


mbl.is Sigmundur ætlar að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th. í gær og Guðni Th. í dag

Guðni Th. í gær talaði niður fullveldið til að mýkja andstöðuna við ESB-aðild. Hann sagði til dæmis:

Enginn dregur þó í efa að aðild að sambandinu fylgir framsal á fullveldi. Formlegt sjálfstæði minnkar. Er það þess virði? Eykst velmegun í staðinn? Eykst kannski raunverulegt sjálfstæði? Um þetta og margt annað er auðvitað deilt en sjálfstæði er teygjanlegt hugtak og háð aðstæðum á hverjum tíma, hvað sem hver segir.

Í dag sækist Guðni Th. eftir forsetaembætti fullvalda Íslands og talar ekkert um að sjálfstæðið sé ,,teygjanlegt".

Guðni Th. í gær gerði lítið úr baráttu Íslendinga í landhelgisstríði við Bretland og bar út íslenska sjómenn sem fórnuðu lífinu í seinni heimsstyrjöld. Þetta gerði Guðni Th. til að þóknast málflutningi vinstristjórnar Jóhönnu Sig. sem reyndi að gera landið að ESB-ríki undir slagorðinu ,,Ísland er ónýtt".

Í dag sækist Guðni Th. eftir umboði að tala máli þjóðarinnar á erlendum vettvangi og þarf að þykjast stoltur af sögu lands og þjóðar.

Guðni Th. í gær studdi versta alþjóðasamning lýðveldissögunnar, Svavars-samninginn í Icesave-deilunni. Í stað heiðarlegs uppgjörs við dómgreindarleysið býr Guðni Th. til blekkingarvef um að skoðun sín á Svavars-samningnum hafi ekki skipt máli.

Í dag vill Guðni Th. meina að hann sé maður orða sinna og hafi skoðanir sem skipti máli.

Við vitum hvernig Guðni Th. var í gær og hvernig hann er í dag. Byggt á þeirri vitneskju er ekki heppilegt Guðni Th. fái í bráð lyklavöld á Bessastöðum.

 

 

 


mbl.is „Skemmtilegasti þáttur kosningabaráttunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband