Davíð vinnur á með aukinni umræðu

Eftir því sem umræðan eykst um forsetaembættið og það skýrist hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að sinna embættisverkum þá bætir Davíð Oddsson við sig fylgi.

Davíð vill opna Bessastaði fyrir þjóðinni og gera embættið að aflvaka umræðu um hvað það er að vera Íslendingur. 

Þegar nær dregur kjördegi munu kjósendur máta frambjóðendur af meiri alvöru við forsetaembættið. Þeim mun fjölga sem vilja mann með reynslu og dug Davíðs.


mbl.is Guðni með 57% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einræði, fjölræði og stöðugleiki

Einræðisherrar eins og Assad í Sýrlandi, Gadaffi í Líbýu og Hussein í Írak héldu uppi stöðugu stjórnarfari með valdi án lýðræðislegs umboðs. Fyrir frönsku byltinguna réð sambærilegt vald ferðinni í Evrópu.

Fjölræði Evrópu og Ameríku varð til við sérstakar sögulegar kringumstæður. Jafnhliða vexti lýðræðis í Evrópu náðu alræðishugmyndir víða ítökum og héldu lengi, samanber fasisma og kommúnisma.

Mistök vesturlanda í miðausturlöndum eru að trúa því að erlend íhlutun leiði fram stöðugt stjórnarfar sem kenna má við lýðræði. Á vesturlöndum fæddist lýðræði í blóði og þroskaðist með rykkjum og skrykkjum. Nægir þar að nefna tvær heimsstyrjaldir á síðustu öld.


mbl.is „Ég vanmat óstöðugleikaöflin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al Thani-málið fyrra

Hauck & Auf­häuser Pri­vat­bankiers keyptu aldrei hlut í Búnaðarbankanum, líkt og Ólafur Ólafsson og félagar hans vildu vera láta. Aðild Hauck & Auf­häuser var sett á svið til að gera Ólaf og félaga trúverðugri kaupendur árið 2003.

Líkt og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilmerkilega rakið er margt líkt með þykjustukaupum Hauck & Auf­häuser árið 2003 og kaup hins arabíska Al Thani í Kaupþingi rétt fyrir hrun. Ólafur Ólafsson og æðstu stjórnendur Kaupþings fengu fangelsisdóma vegna þess máls.

Leikritið í kringum kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003 sýnir ósvífni kaupsýslumanna. Engar líkur eru að dregið hafi úr þeirri óskammfeilni.


mbl.is Fjalla áfram um þýska bankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband