Bjarni Ben, RÚV og hjónaband í helvíti

RÚV sýndi í gærkvöldi áróðursþátt gegn krónunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti af því tilefni inn færslu á fésbók sem fylgir hér að neðan.

Áróðurinn gegn krónunni byggir á þeirri forsendu að Íslendingar væru betur settir með evru í stað krónu. Í Bretlandi er umræða um hvort landið skuli halda áfram aðild að Evrópusambandinu. Einn þeirra sem tekur þátt í umræðunni, og vill að Bretar hafni ESB-aðild, er Roger Bootle. Hann vekur athygli á þeirri staðreynd að jafnvel þeir sem vilja Bretland áfram í ESB vilja alls ekki taka upp evruna.

Ástæðan er sú, segir Bootle, er að evran er hjónaband búið til í helvíti. Ábyrgaðlausir embættismenn í Brussel bjuggu til evruna í því skyni að þvinga fram pólitískan samruna Evrópuþjóða. Evran verður aldrei starfhæfur gjaldmiðill nema innan vébanda Stór-Evrópu, þar sem saman fer miðstýring ríkisfjármála og einn gjaldmiðill. Evran mun einfaldlega ekki standast sem gjaldmiðill án Stór-Evrópuríkis. Spurningin er aðeins hvenær og hvernig evran splundrast.

Ísland með sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna, stendur öllum evru-ríkjum framar í ríkisfjármálum af þeirri ástæðu að krónan endurspeglar íslenska hagkerfið; hún hækkar og lækkar í takt við íslenskt atvinnulíf. Krónan er ómissandi til að bregðast við aðstæðum hér á landi. Evran getur aldrei orðið slíkur gjaldmiðill.

Fésbókar færsla Bjarna Ben í tilefni af áróðursþætti RÚV um krónuna:

,,Það er sérstök upplifun að sitja hér á Alþingi í kvöld á sunnudagskvöldi þar sem við tökum stórt skref í átt til losunar hafta. Í matsalnum er hægt að horfa á þátt Ríkisútvarpsins um íslensku krónuna. Svo virðist sem mörg viðtöl í þættinum séu tekin fyrir einhverjum misserum, jafnvel árum, en að uppistöðu til voru viðmælendur með þann boðskap að krónan væri okkar bölvun.

Með öllu skorti á að sýna þann ávinning sem sjálfstæði í gjaldmiðilsmálum hefur fært okkur:

1. Samkeppnisstaða Íslands varð betri eftir hrun með veikari gjaldmiðli. Hinn valkosturinn hefði verið stórkostlegt atvinnuleysi.
2. Neyðarlögin hefðu verið óhugsandi án sjálfstæðis í gjaldmiðilsmálum og afar mikilvægt var að standa utan ESB og evru. Þetta var grundvöllur þess hvernig við tókum á föllnum fjármálafyrirtækjum.
3. Hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í áratugi.
4. Hér er atvinnuleysi um 3%, hvergi lægra í Evrópu.
5. Við upplifum nú lengsta samfellda hagvaxtarskeið seinni tíma.
6. Skuldir ríkisins fara ört lækkandi.
7. Skuldir heimilanna hafa ekki verið lægri síðan fyrir aldamót.
8. Verðbólga er 1,6%.
9. Hér er umtalsverður viðskiptajöfnuður og gjaldeyrisforði mikill að byggjast upp.
10. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 11% síðasta árið.

Ég spyr mig að því hvort hér hafi önnur hlið málsins verið dregin upp á Ríkisútvarpinu og næst komi þátturinn Hin hliðin."


mbl.is Hvað felst í aflandskrónulögunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl: helmingur Austurríkismanna er öfgamenn

Blaðamaður mbl.is segir að helmingur austurrísku þjóðarinnar aðhyllist öfgahægristefnu og hafi andúð á innflytjendum.

Öfgahópar eru samkvæmt skilgreiningu litlir minnihlutahópar á jaðrinum. Þegar frambjóðandi fær 50 prósent atkvæða í forsetakosningum, líkt og Norbert Hofer í Austurríki, ekki hægt að kalla frambjóðandann og kjósendur hans öfgamenn með rökum sem halda vatni.

Blaðamaðurinn, sem skrifaði fréttina, ætti að koma hreint fram við lesendur og segja: ,,ég er þeirrar skoðunar að sá sem hefur aðra pólitíska skoðun en ég sé öfgamaður." Fréttir sem þessi blaðamaður skrifar ættu að vera sérmerktar: Fréttir fyrir góða fólkið.


mbl.is Öfgahægrimaður með forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breskar sjávarbyggðir tapa á ESB-aðild

Um aldamótin síðustu voru um 80 til 100 togarar gerðir út frá Appledore og héraðinu þar í kring á suðvesturhluta Englands. Nýverið var síðasti togarinn seldur þaðan. Togarar frá meginlandi Evrópu sópa upp afla í breskri landhelgi.

Evrópusambandið stjórnar fiskimiðum aðildarríkja sinna. Fiskveiðistefna ESB hefur leitt til þess að breskir bátar misstu aðgang að fiskimiðum sínum og útgerðirnar lögðu upp laupana, segja viðmælendur blaðamanns Guardian, sem heimsótti Appledore nýverið.

Bretar greiða í næsta mánuði atkvæði um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Íbúar sjávarbyggða eru líklegri en aðrir til að hafna aðild að sambandinu.


Bloggfærslur 23. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband