Fjölmiðlavaldið og Guðni Th.

Vald er í ýmsum útgáfum. Pólitískt vald birtist einkum í stjórnmálum en hagsmunavald er oftar á bakvið tjöldin. Fréttir af þessum valdaútgáfum eru daglegt brauð. Önnur útgáfa valds er lítið í umræðunni, en það er fjölmiðlavaldið.

Fjölmiðlavaldið getur búið til forsetaefni eins og Guðna Th. Jóhannesson, skrifar Hildur Þórðardóttir sem finnur það á eigin skinni hvernig fjölmiðlavaldið hampar einum á kostnað annarra í forsetakosningunum.

En hvers vegna eru fáar fréttir af fjölmiðlavaldi og misnotkun þess? Jú, fjölmiðlar stunda samtryggingu. Blaðamenn eru lítill hópur og oft fyrrverandi, núverandi eða verðandi starfsfélagar.


Hitler sem stjórnmálamaður - og skrímslið Hitler

Adolf Hitler komst til valda í lýðræðislegum kosningum. Eftir niðurlægingu Versalasamningana vildi Hitler valdefla Þýskaland og það yrði ekki gert nema á kostnað annarra ríkja.

Arfleifðin sem Hitler og nasisminn skilja eftir sig, kynþáttahatur og skipulögð fjöldamorð, gerir Hitler að skrímsli. En áður en skrímslið varð til var stjórnmálamaðurinn Hitler sem fékk lýðræðislegt umboð til að endurreisa Þýskaland.

Sagnfræðingurinn AJP Taylor reyndi árið 1961 með bókinni Origins of the Second World War að útskýra stjórnmálamanninn Hitler og upphaf seinna stríðs. Taylor var fordæmdur af starfsfélögum sínum. Rúmum 50 árum síðar er enn bannað að ræða stjórnmálamanninn Hitler af ótta við að skrímslið Hitler fái uppreisn æru.  


mbl.is Út fyrir mörk ásættanlegrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkar án leiðtoga tapa

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir eru leiðtogar flokka sinna. Samfylkingin er án formanns, formaður Framsóknarflokksins er í pólitísku fríi og sálfræðingur er í vinnu vegna foringjavanda Pírata.

Bjarni og Katrín leiða Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna til aukins fylgis. Óskoraður foringi er ávísun á pólitískan stöðugleika sem aftur er forsenda trausts. Þegar Sigmundur Davíð kemur á ný til starfa fyrir Framsóknarflokkinn verður viðsnúningur í fylgismælingu flokksins.

Flokkar með engin málefni og marga foringja, Píratar, ná ekki árangri. Flokkar með röng málefni og enga foringja, Samfylking, verða pólitískar hornkerlingar.

 


mbl.is Taflið er að snúast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband