Flokkur ESB-sinna, Viðreisn, hættir kröfu um ESB-aðild

Viðreisn var hópur ESB-sinna sem klufu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Þegar þeir loksins stofna flokkinn, sem hefur verið í burðarliðnum í tvö ár, er ekki orð um að flokkurinn ætli að berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Spor Samfylkingar hræða.


mbl.is Benedikt formaður Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmáttur eykst með krónu

Krónan og fullveldið gerðu Íslendingum mögulegt að spyra fótum við botni strax eftir kreppu. Krónan lagaði sig að efnahagslegum aðstæðu okkar, ólíkt það sem evran gerir fyrir smærri þjóðirnar í myntbandalaginu.

Fullveldið nýttum við til að gera samninga við erlenda kröfuhafa í þrotabú bankanna án handleiðslu frá ESB-ríkjum - eftir að hafa hafnað forsjá þeirra í Icesave-málinu.

Krónan spilar saman með fullveldinu og eykur kaupmátt launafólks.


mbl.is Kaupmáttur aukist um 11,6% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn endurvekja slagorðið ónýta Ísland

,,Ónýta Ísland," var óopinbert slagorð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Slagorðið skilaði Samfylkingu og Vinstri grænum eftirminnilegum ósigri í síðustu þingkosningum.

Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna tekur að sér að endurvekja slagorðið um ónýta Ísland undir eilítið öðrum formerkjum. Nú heitir það að Ísland sé aðhlátursefni um víða veröld.

Meginheimild Björns Vals er Hjörtur Smárason sem titlar sig ,,sérfræðing í ímyndarmálum landa og borga" í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Þessi sami Hjörtur fékk uppslátt í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum sem sérfræðingur í gömlum hamborgurum. Hann býr í Danmörku og nýjasta verkefni hans er bjarga Afríku. Í því verkefni segist hann mannfræðingur.

Á fésbókarsíðu sinni skrifar Hjörtur 6. maí: ,,Það er svo súrrealískt að fylgjast með Íslandi. Versti brandari ársins. Ég myndi flytja úr landi ef ég væri ekki þegar búinn að því."

Björn Valur hlýtur að elta Hjört til útlanda og gera hróp að Íslandi úr fjarlægð. Eftir næstu þingkosningar.


Bloggfærslur 24. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband