Fréttastofa RÚV brýtur siðareglur

Í aðförinni að forsætisráðherra braut fréttastofa RÚV reglulega gegn siðareglum stofnunarinnar.

Í siðareglunum segir: ,,Starfsfólk sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni eða dagskrárgerð sannreynir að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum."

Í hádegisfrétt föstudaginn 25. mars er haft eftir Brynjari Níelssyni að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verði að funda um málefni forsætisráðherrahjónanna. Brynjar sagði ekkert slíkt og varð að leiðrétta ,,fréttina" með bloggfærslu. Hér var engri sanngirni til að dreifa í framsetningu og efnistökum. Fréttastofan afflutti orð Brynjars.

Í siðareglum RÚV segir: ,,Starfsfólk kappkostar að vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð, gegnir störfum sínum af metnaði, heiðarleika og virðingu og hefur í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi."

Fréttastofa RÚV beinlínis laug upp á skrifstofu alþingis að hafa staðfest túlkun RÚV á reglum alþingis um hagsmunaskráningu þingmanna.

Dæmin eru fleiri um óvönduð vinnubrögð RÚV í aðförinni að forsætisráðherra. Talsmaður RÚV, Bogi Ágústsson, kom fram í þætti Gísla Marteins til að réttlæti fréttaflutning stofnunarinnar og sagði fréttastofnuna flytja fréttir um slúður á kaffistofum og mannamótum. Hvar segir það í siðareglum RÚV að ,,umræða" út í bæ séu fréttir?

Þegar forsætisráðherra útskýrði mál sitt í skrifuðum texta gerði fréttastofa sér að leik að tortryggja þann texta með því að gera fréttapunkt úr því að textinn væri langur. Er sanngjarnt að rengja frumheimild og gera lítið úr henni?

RÚV borgaði verktaka út í bæ til að gera forsætisráðherra fyrirsát í ráðherrabústaðnum og notaði til þess sænska tálbeitu. RÚV sendi út ritskoðaða útgáfu af fyrirsátinni þar sem klippt var út bein lygi sem sænska tábeitan notaði til að fá viðtal við forsætisráðherra. Er það heiðarlegt og sanngjarnt?

Í aðförinni að forsætisráðherra skeytti RÚV hvorki um heiður né skömm. RÚV er uppvíst að lygum og blekkingum sem þverbrjóta siðareglur stofnunarinnar.

 

 


mbl.is Leggjast gegn siðareglum RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er þó aðeins brot af syndaregisteriu.

Ragnhildur Kolka, 12.4.2016 kl. 21:16

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Meira að segja Sigmundur Davíð er búinn að viðurkenna að hann stóð sig "ömurlega" í þessu viðtali. Þetta er úr Pressunni: 

„Það er alveg ljóst að ég stóð mig ömurlega í sjónvarpsviðtali sem ég var í, í þessum þætti. Þetta kom flatt upp á mig hvert þeir væru að fara og það var spurt um annað en það sem var boðað,“ sagði Sigmundur Davíð. „Ég biðst afsökunar á frammistöðu minni.“

Forsætisráðherra sagði að efni viðtalsins hafi komið flatt upp á hann þegar þeir spurðu um aðra hluti en boðað hafði verið. Aðspurður hvort hann sem forsætisráðherra hafi ekki átt að vera búinn undir slíkar spurningar sagði Sigmundur Davíð að vissulega hafi svo átt að vera. Hann hafi upplifað sig blekktan og svekktan.

Takið eftir að hann sagði að hann "upplifði sig sem blekktan og svekktan" ekki að hann hafi verið blekktur. Svo bætir hann við:

„Ég hef hvorki íhugað að hætta út af þessu máli né ætla ég að hætta út af þessu máli,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við að ríkisstjórnin hafi unnið að stórum málum og að stór mál séu framundan. Þess vegna sé mikilvægt að hann sitji til loka kjörtímabilsins.

En hann hætti við að hætta ekki, eins og við vitum. 

Heimild: http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/04/04/sigmundur-david-aetlar-ekki-ad-segja-af-ser-bidst-afsokunar-a-omurlegri-frammistodu-i-vidtali/

Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 21:23

3 Smámynd: Elle_

Skiptir það máli að maður sem vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið hafi svarað aulalega eða ömurlega eða hvað sem fólk vill nú kalla það?

Elle_, 12.4.2016 kl. 22:19

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kastljósið, sem ég hygg tengt Fréttastofu Rúv, bauð Jóhannesi Kr. mikið og vel auglýst rými og borgaði allt fyrir hann og var þannig samábyrgt um innihaldið. Hefði Sigmundur verið í beinni útsendingu, hefði lítið verið hægt að gera til að stöðva þá framvindu (nema hann sjálfur hefði skörulega sagt, að hann hafi ekki mætt til að ræða við Jóhannes og að þessu viðtali væri því lokið). En hafandi séð ósæmilegar aðferðir Jóhannesar, þar sem þeirrar sanngirni var ekki gætt að láta Sigmund vita af því, hvað til stæði, og vitandi að þessar starfsaðferðir voru í trássi við reglur um hlutlausa og sanngjarna fréttamennsku, þá er augljóst, að viðkomandi yfirmenn Rúv voru þarna að brjóta siðareglur stofnunarinnar. Þeir ættu því að sæta þeirri ábyrgð, sem slíkt framferði felur í sér.

Jón Valur Jensson, 12.4.2016 kl. 23:00

5 Smámynd: Jón Bjarni

Hvað er eiginlega að ykkur Páll og Jón Valur... það að fela eignir í skattaskjólum er ekki bara stærsta, heldur langstærsta vandamál allra ríkja veraldar þegar kemur að því glæpsamlega athæfi auðmanna að slíta tengsl milli sín og eigna sinna í þeim EINA tilgangi að komast hjá skattheimtu.. Það eru örfá ríki sem gera þessum glæpamönnum þetta kleyft - Tortóla er eitt þeirra.. Það er fullkomlega fáránlegt að þið skulið reyna réttlæta það að forsætisráðherra lýðræðisríkis velji að nýta sér þær leiðir.. Sigmundur og Frú geta haldið því fram eins og þau vilja að þau hafi greitt sína skatta... STAÐREYNDIN er hinsvdegar sú að hvorki við eða skattayfirvöld hafa nokkurn möguleika á að sannreyna það.. Afhverju?? Vegna þess að af einhverjum ástæðum ákváðu hjónin að stofna fyrirtæki á stað hvers eina aðdráttarafl er að fólk sem á eignir getur stofnað þar fyrirtæki til að fela tengsl sinna og eigna viðkomandi.. Á hvaða lyfjum eruð þið eiginlega?

Jón Bjarni, 13.4.2016 kl. 04:06

6 Smámynd: Jón Bjarni

Ég hef eytt síðustu árum í að skoða skattsvik og hvernig hægt er að berjast gegn þeim, menn hafa rifist um það hvað teljast skattsvik og hvað ekki - stundum er talað um grátt svæði og stundum eru hlutirnir löglegir.. Það eru þó allir sammála um að það er ekki í lagi að fela peningana sína á aflandseyjum sem hafa sagt sig úr sáttmála siðmenntaðra ríkja þegar kemur að skattamálum... Þ.e.a.s allir nema nokkrir íslendingar sem finnst það bara allt í þessu fína.. Hvað er eiginlega að ykkur?

Jón Bjarni, 13.4.2016 kl. 04:12

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það skiptir Pál og JVJ öllu máli hvaðn ósóminn kemur. Komi hann frá réttum aðilum, þá er ósóminn í lagi. Skattaskjól/krónuskjól/leyndarskjól. 

Jónas Ómar Snorrason, 13.4.2016 kl. 07:12

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég tók saman fjólublálitaða vísan á umæli/fréttir RÚV.úr pistli Páls.

Í hád.frétt 25. mars,Fréttastofa afflutti orð Brynjars,sem varð að leiðrétta hana: Með bloggærslu


Um hagsmunaskráningu þingmanna;Laug upp á skrifstofu alþingis.


Talsmaður RÚV.segir fréttastofuna 
 flytja fréttir um slúður--

Fréttastofa tortryggir texta forsætisráðherra með því að gera
 fréttapunkt úr því að textinn væri langur.

Í aðförinni að forsætisráðherra,sendi RÚV.út ritskoðaða útgáfu af fyrisátinni,þar sem klippt var út; 
bein lygi sem sænska tálbeitan notaði til að fá viðtal við forsætisráðherra.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2016 kl. 12:08

9 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ertu enn að skjóta sendiboðann? 

Jón Ragnarsson, 13.4.2016 kl. 12:35

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Helga er það svo, að þú vildir helst ekkert fá að vita um SDG, BB og ÓN ofl.? Hvað ef þetta hefði nú verið ÁPÁ, KJ og BJ, ég skal hengja mig upp á það, þá væri tónninn frá þér þver öfugur. Það nefnilega virðist skipta þig máli hver á í hlut. Hvernig fólk er afhjúpað er algert aukaatriði, sama hver á í hlut.

Jónas Ómar Snorrason, 13.4.2016 kl. 13:59

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, þetta er víst bara orðið "langstærsta vandamál allra ríkja veraldar", ef trúa má ESB-málpípunni Jóni Bjarna Steinssyni !

Þetta minnir á orð Guðmundar Steingrímssonar um forsætisráðherrann Sigmund!

En ... Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur sagði frá CNN-viðtali við Gerald Ryle um Panama-skjölin.

"Menn ættu að hafa í huga, að aflandsreikningar eru ekki ólöglegir og Evrópusambandið er beinlínis stofnað til að gera notkun þeirra auðvelda. Frjálst fjármagnsflæði er einn af fjórum megin-þáttum ESB.

 

Umræðan hér á landi, sem stjórnað er af RUV-Samfylkingu, snýst um að fella núverandi ríkisstjórn með gagnrýni á aflands-reikninga, sem eru órjúfanlegur hluti ESB. Það er kaldhæðni að RUV-Samfylking hefur bara eitt stefnumál, sem er að innlima Ísland í Evrópusambandið og þar með að auðvelda flutning fjármags frá landinu.

 

Viðurkennt er að innan ESB eru sérstaklega góð skattaskjól og má nefna Bretland og Lúxemborg. Skattaskjól og aflandsreikningar er ekki nýtt fyrirbæri, sem ESB segist stundum ætla að útrýma. Ekkert er þó gert og það er enn ein lygin [...] að ESB ætli að gera eitthvað."

 

Jón Valur Jensson, 13.4.2016 kl. 14:14

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ofurmælabullarinn Guðmundur Steingrímsson kallaði Sigmund Davíð

"FRÆGASTA FJÁRGLÆFRAMANN HEIMSBYGGÐARINNAR"!!!

Og svona pjakkur, GStgr., situr á Alþingi og sagði þessi orð í þingræðu þar! -- auk annarra alræmdra hugaræsingsorða: „Helvítis fokking fokk“!!

Sjá Sýnishorn af Guðmundi Steingrímssyni.

Jón Valur Jensson, 13.4.2016 kl. 14:28

13 Smámynd: Jón Bjarni

Það sem Loftur Altice sagði er bull.. frjáls flæði fjármagns INNAN ESB og EES svæðisins kemur því nákvæmlega ekkert við að menn kjósi að fela eignarhald sitt yfir eigum sínum í gegnum félög á eyjum þar sem engin skráning er á fyrirtækjum til að gera það enn auðveldara.. 

"Jæja, þetta er víst bara orðið "langstærsta vandamál allra ríkja veraldar", ef trúa má ESB-málpípunni Jóni Bjarna Steinssyni !"

Já Jón Valur, þetta er stærsta vandamál veraldar þegar kemur að skattsvikum .. með þessum hætti er triljörðum komið undan skattheimtu

Jón Bjarni, 13.4.2016 kl. 15:19

14 Smámynd: Jón Bjarni

Fyrir utan það að Loftur talar um reikninga á Aflandseyjum...sem sýnir hversu mikið vit hann hefur á málinu.. Það eru engir peningar geymdir á þessum eyjum - eini tilgangur þessara félaga er að fela tengsl auðmanna og eigna þeirra.. aurinn er öruggur í geymslum banka hingað og þangað um heiminn - í nafni félaga sem enginn veit hver á.

Jón Bjarni, 13.4.2016 kl. 15:22

15 Smámynd: Jón Bjarni

Afþví að þú minnist á Bretland og Lúxemborg þá er stór munur þar á.. Félög staðsett þar skila ársreikningum og þar er hægt að komast að því hver á félög sem eru skráð þar.. Það er ekkert ólöglegt við það að stofna félög og færa peninga í skjóli fjórfrelisins og það er ekkert ólöglegt við það að stofna félag í skattalega hagkvæmu umhverfi.. Það er EKKI í lagi að fela það að þú eigir eitthvað með því að nota umhverfi eyja eins og Tortóla til þess.. 

loftur talar um að það eigi ekki að útrýma þessu vandamáli, það er önnur lygi af hans hálfu, það eða vanþekking - Það er mikil vinna í gangi bæði innan ESB og OECD til að tækla þetta vandamál. Öll ríki ESB taka þátt í upplýsingaskiptum og nánast er búið að útrýma þeim möguleika að fela eignir sínar þar.. Sem er einmitt ástæða þess að fólk leitar í auknum mæli á sömu staði og SDG og BB gerðu - tilviljun?

Jón Bjarni, 13.4.2016 kl. 15:28

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú er Jón Bjarni farinn að endurskoða orð sín, og þá er spurning hvort og hvernig hann endurskoðar þessi ummæli sín um Pál og mig: "Á hvaða lyfjum eruð þið eiginlega?"

Jón Valur Jensson, 13.4.2016 kl. 17:34

17 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jón/Páll(kannski ósómi af mér að tengja þetta við öðling), lemjið hausnum eins lengi við steininn og þið viljið, ósóminn stendur óhaggaður, og þið syðjið ósómann, sé hann framkvæmdur af rétta fólkinu að ykkar mati. Ef einhverjir eru á lyfjum þá eru það þið

Jónas Ómar Snorrason, 13.4.2016 kl. 18:20

18 Smámynd: Jón Bjarni

Hvað var ég að endurskoða Jón Valur?

Og nei, eina lógíska ástæðan sem ég get ímyndað mér fyrir því að menn verji það að fólk ákveði að geyma eignir sínar í skattaskjólum sé einhver óeðlileg lyfjanotkun, eða hugsanlega skortur á réttri lyfjagjöf

Jón Bjarni, 13.4.2016 kl. 18:24

19 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Valur vitnar í þessi orð: "umræðan hér á landi, sem stjórnað er af RUV-Samfylkingu, snýst um að fella núverandi ríkisstjórn . . ." Ertu að segja, Jón Valur, að þér, Páli, Helgu, og fleirum sé stjórnað af RUV-Samfylkingunni? 

Wilhelm Emilsson, 13.4.2016 kl. 18:27

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

@Jón Bjarni, ég vil nú meina að þó það sé löglegt að stofna félag í öðru landi, þá er það á gráu svæði. Almenna reglan er að félag skuli borga skatt í því landi sem teknanna er aflað og þar sem starfsemin fer fram. Í alþjóðlegum rekstri getur það að vísu verið erfitt að negla það niður og í einhverjum svoleiðis tilvikum getur flöggun erlendis átt rétt á sér.

Ef hinsvegar rekstur sem er klárlega á Íslandi, er að stofna félag, þó það sé ekki nema í Írlandi og spara sér 5% skatt, þá er verið að skekkja samkeppnisumhverfið.

Vil síðan lýsa vanþóknun á skrifum Páls og Jóns Vals, sem hjóla í fréttamenn sem eru að fletta ofan af ljótustu spillingu eftirhrunsáranna og reyndar að hluta til fyrirhrunsáranna. Þeir eru að reyna að kasta skítnum þaðan sem hann sannarlega er, þangað sem hann er ekki, eða a.m.k. miklu minna af honum.

Theódór Norðkvist, 13.4.2016 kl. 19:09

21 Smámynd: Jón Bjarni

Alveg laukrétt Theódór... Vandamál sem að mínu mati er hægt að leysa með afnámi tekjuskatts á fyrirtæki og nota aðra skatta og gjöld til að ná inn tekjum.. En svo er það sú hlið að reglur sem skerða möguleika fyrirtækja til að flytja hagnað geta komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu.. Erfitt mál

Jón Bjarni, 13.4.2016 kl. 19:27

22 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nei Jónas ekki segja þetta ég fékk eins og aðrir að sjá og heyra Þetta "shjó"sem  var sett á svið til dæma saklausan mann,sem hafði ekkert sér til vanhelgi unnið. Ég er upptekin og það á eftir að tala og skrifa um þetta lengi.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2016 kl. 21:38

23 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Helga, þetta var ekkert show, bara kaldar staðreyndir. Þar sem SDG var uppvís að lýgi. Allra síst átt þú að samþykkja það, kona sem hefur staðið með honum gegn um súrt og sætt. Hann sveik, blekkti og hélt leyndu ekkert síður fyrir þér en öðrum landsmönnum, og hefur viðurkennt það. Bara einungis beðist afsökunar, hve illa hann stóð sig  í viðtalinu. Hafðu góðar stundir.

Jónas Ómar Snorrason, 13.4.2016 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband