RÚV-framboð no. 2 tilkynnt

Forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar er aukaafurð aðfarar RÚV að forsætisráðherra síðustu páska. Guðni Th. var fenginn í sjónvarpssal að vera makker Boga og félaga sem auglýstu beina útsendingu af mótmælum gegn forsætisráðherra.

Guðni þótti standa sig nóg vel í sjónvarpssal til að úr yrði forsetaframbjóðandi.

Eflaust er Guðni vænn drengur. Síðustu forsetakosningar sýndu að meira þarf til en vænleika og sjónvarpsframkomu til að verða forseti Íslands.


mbl.is Ólafur með 45% en Guðni 38%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í stríði við Rússland - fáránlegt

Nató byggir upp hernaðarmátt við landamæri Rússlands ásamt því að innlima fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna í hernaðarbandalagið. Ísland er aðili að Nató og er þar með komið í kalt stríð við Rússland.

Við eigum ekkert sökótt við Rússland og aldrei átt neitt nema vinsemd að mæta þaðan. Til dæmis þegar Nató-ríkið Bretland setti á okkur innflutningsbann og sendi herskip inn í landhelgina þá opnuðu Rússar markað fyrir íslenskan fisk.

Ísland á ekki að láta teyma sig út í ófrið við Rússa.


mbl.is Vígbúast frekar gegn NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband