Leiðtoga góða fólksins laus höndin

Justin Trudeau er alþjóðlega viðurkenndur leiðtogi góða fólksins. Forsætisráðherra Kanada er góðmennskan uppmáluð, vill helst faðma allt og alla. Nema, vel að merkja, þegar illa liggur á honum.

Hann náðist á myndbandi gefa kvenþingmanni olnbogaskot svo að viðkomandi hrökk við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leiðtogi góða fólksins missir sig. Fyrir fimm árum kallaði hann ráðherra ,,skítahrúgu."

Laus hönd og gífuryrði Trudeau eru áminning um tvíeðli góða fólksins. Það þolir ekki aðrar skoðanir en sínar eigin.

 


mbl.is Olnbogaði stjórnarandstöðuþingmann í bringuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV við Guðna 6. apríl: við treystum þér

Guðni Th. Jóhannesson sat daglangt í sjónvarpsmyndveri RÚV þann 6. apríl til að gefa atlögu RÚV að forsætisráðherra trúverðugleika. RÚV bæði laug og braut eigin siðareglur til að koma höggi á forsætisráðherra.

Í tíufréttum RÚV þennan dag, 6. apríl, hafði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV, Guðna Th. sér við hlið að ræða atburði dagsins. Í lok fréttatímans (38:29) sagði Rakel við Guðna Th. í beinni útsendingu: ,,við treystum þér." Hún þakkaði jafnframt Guðna Th. fyrir að styðja RÚV í aðförinni að forsætisráðherra.

Með stuðningi RÚV ákvað Guðni Th. að bjóða sig fram til forseta. Stuðningur RÚV felst ekki síst í því að segja ekki fréttir sem eru óþægilegar Guðna, til dæmis af frammistöðu hans í Icesave.

Önnur aðferð RÚV að veita Guðna Th. aðstoð er að nefna nafn hans í jákvæðu ljósi. Í gærkvöldi birtist langsótt frétt á RÚV um áhugamál Össurar Skarphéðinssonar á njósnamálum kalda stríðsins. Í lok fréttarinnar er vísað í bók Guðna Th. ,,Óvinir ríkisins."

Guðni Th. á vinum að fagna á RÚV. Þjóðarfjölmiðillinn er kerfisbundið misnotaður í þágu forsetaframboðs Guðna Th. Jóhannessonar. 

 


Brotin samstaða um eftirstríðslýðræði

Fyrrum Bandaríkjaforseti, Bill Clinton, móðgar leiðtoga Póllands og Ungverjalands með því að líkja þeim við Donald Trump, sem keppir við eiginkonu Bill um að verða næsti forseti Bandaríkjanna.

Móðgun Clinton vekur athygli á að samstaðan um vestrænt eftirstríðslýðræði er að hverfa. Eftirstríðslýðræði fól í sér evrópsk-bandaríska fyrirmynd um að þjóðir heims kysu sér frjálslynda stjórnmálamenn sem um það bil væru sömu skoðunar um þróun mála, hvort heldur innanlands eða á alþjóðavísu. Seinni heimsstyrjöld lagði forsendurnar fyrir þessa tegund lýðræðis.

Kommúnistaríkin í Austur-Evrópu, með Sovétríkin sem æðsta yfirvald, voru ógnin sem hélt saman eftirstríðslýðræðinu.

Fyrst eftir hrun Sovétríkjanna virtist sem vestræna útgáfan af lýðræði myndi sigra í Austur-Evrópu. Fjölflokkakerfi og frjálslyndir stjórnmálamenn réðu dagskrá stjórnmálanna.

Brestir í vestrænni lýðræðishugsjón komu fyrst fram á vesturlöndum sjálfum. Sameiginlegt verkefni Vestur-Evrópuríkja, Evrópusambandið, sýndi æ sterkari tilhneigingu að sniðganga lýðræðið, t.d. með því að taka í gildi stjórnarskrá sem kjósendur í Frakklandi og Hollandi höfnuðu. Írar voru látnir kjósa tvisvar um embættismannastjórnarskrá Brussel, þegar þeir kusu ,,rangt" í fyrra skiptið - samkvæmt skilgreiningu embættismanna í Brussel.

Eitt meginstef vestræns eftirstríðslýðræðis var samstaða vestrænna þjóða í alþjóðamálum. Eftir árás múslímskra hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september 2011 var búin til afsökun að herja á miðausturlönd. Írakstríðið 2003, sem Bandaríkin bera höfuðábyrgð á, hleypti öllu í bál og brand í heimshlutanum.

Milljónir múslíma sem flýja miðausturlönd knýja dyra í Vestur-Evrópu, sem reynir að beina hluta flóttamannastraumsins til Austur-Evrópu. Þar á bæ velja kjósendur sér stjórnlynda leiðtoga sem neita múslímum viðtöku með þeim rökum að þeir aðlagist ekki.

Donald Trump, Frauke Petry í Þýskalandi og Marine Le Pen í Frakklandi tóna sjónarmið í andstöðu viðtekinna hugmynda um umburðarlynt lýðræði. Þessi tegund stjórnmálamanna er þegar komin til valda í Ungverjalandi og Póllandi.

Umburðarlynt vestrænt eftirstríðslýðræði tapaði áttum í Brussel og Washington. Stjórnlynt lýðræði tekur sviðið. Alþjóðleg einkenni þess má merkja af því að Bill Clinton gat notað samlanda sinn, Donald Trump, til að móðga Jaroslaw Kaczynski í Póllandi og Viktor Orban í Ungverjalandi.

Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński
Jarosław Kaczyński

 


mbl.is Bill Clinton leiti sér hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband