Ferðaþjónustan áfram niðurgreidd

Ferðaþjónustan er niðurgreidd, borga ekki sama virðisaukaskatt og aðrar atvinnugreinar. Nýja ríkisstjórnin ætlar að halda því fyrirkomulagi, samkvæmt fyrstu fréttum.

Nú liggur í augum uppi að ferðaþjónustan selur Ísland. Enginn ferðamaður kemur hingað í þeim tilgangi að sækja heim ferðaþjónustufyrirtæki. Útlendingar koma til Íslands vegna lands og þjóðar. Og ferðaþjónustan gerði nákvæmlega ekkert til að skapa verðmætin sem seld eru útlendingum.

Það þarf sterk rök til að viðhalda niðurgreiðslu heillar atvinnugreinar. Þau rök hafa ekki komið fram.


mbl.is Hyggjast dreifa orkunni betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Allur útflutningur er án virðisaukaskatts (eðlilega). Ferðaþjónusta er að langstærstum hluta útflutningur þ.e. það er verið að selja útlendingum þjónustu. Sú leið sem virðist vera á prjónunum er miklu heppilegri heldur en að demba á ferðaþjónustuna risavöxnum vsk. sem myndi klárlega draga verulega úr samkeppnishæfni íslenskra ferðaþjónustu. Það væri einfaldlega óskynsamleg leið.

Stefán Örn Valdimarsson, 29.11.2017 kl. 09:32

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ferðajþónustan er allt annað en útflutningur, hún notast nær eingöngu við innlendar "vörur" þó að kaupandinn eigi heima annarstaðar þá eru kaupin öll framkvæmd hér á landi og lítið er tekið út með annað en minningar.

Ættu kannski allar verslanir að fá að sleppa vsk á vörur sem eru seldar innanlands, t.d. kaffihús sem selja kaffi og barir sem selja veitingar eða hugbúnaður sem er stundum seldur erlendis líka?

Það á að setja ferðaþjónustuna í sama flokk og allar aðrar atvinnugreinar á þessu landi, það þarf ekki að halda undir afturendan á þessari grein lengur, það sem er vest fyrir samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu er hátt verð og mikil álagning hjá þeim sem hana selja ekki hvað ríkið tekur í sinn skerf.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.11.2017 kl. 11:18

3 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Allt sem er selt erlendum aðilum fyrir erlendan gjaldeyri er útflutningur (mælist þannig inn í viðskiptajöfnuðinn). Þess vegna geta útlendingar sem hafa keypt íslenskar vörur fyrir ákveðna upphæð fengið vsk. endurgreiddann og það sama gildir um okkur íslendinga þegar við kaupum vörur í útlöndum (flestum löndum.

Stefán Örn Valdimarsson, 29.11.2017 kl. 12:08

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þarna ertu að tala um sölu á haldbærum hlutum, sem ég vænti að beri fullann vsk nú þegar og einmitt viðkomandi geta fengið endurgreiddann, en þegar kemur að hótelum, ferðum og þess háttar þá er ekki hægt að kalla það útflutning þar sem ekkert fer út.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.11.2017 kl. 14:53

5 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Það sem ræður skilgreiningunni er að sala sem færir fjármuni úr öðru hagkerfi inn í okkar hagkerfi er útflutningur. Ef þú vilt breyta þessum skilningi þá verður þú að breyta skilgreiningum hagfræðinnar og jafnframt að breyta uppgjörsreglum Hagstofunar.

Stefán Örn Valdimarsson, 29.11.2017 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband