Brexit breytir Evrópu, drepur EES-samninginn

Útganga Breta út Evrópusambandinu, Brexit, gerir það sem eftir er af sambandinu að félagsskap meginlandsríkja. ESB er þegar komið í uppstokkunarferli, þarf að treysta stoðir evrunnar og gera upp hvort ESB-ríkin utan gjaldmiðlasamstarfsins verði aukaaðilar af kjarnasamstarfinu.

EES-samningur Íslands og Noregs við ESB er dauður með útgöngu Bretlands. Hvorki verður samningurinn til grundvallar okkar samskiptum við Bretland né til frambúðar við ESB-ríkin.

Fyrirkomulag samskipta Breta við ESB verður líkleg fyrirmynd okkar Norðmanna. En það tekur einhver ár að það fyrirkomulag mótist. Á meðan eflum við tengslin við Bretland með tvíhliðasamningum.


mbl.is Náin tengsl við Breta í forgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð verður hán

Sænska kirkjan vill ekki lengur tilbiðja guð í karlkyni og nota fornafnið ,,hen" um himnaföðurinn eða ,,hán" á íslensku. Norræn kristileg umræða um þetta framtak Svía er ekki jákvæð.

Svíar niðurlægja sjálfa sig, segir í Documenta, með ótta um að þríeinn guð - faðir, sonur og heilagur andi - sé liðin tíð. Tillagan er tengd við biskupinn í Lundi Antje Jackelén en hún vill höfða til múslíma með slagorðinu ,,Guð er stærri" sem er útfærsla á ,,Allahu akbar." Trúarblöndun af þessu tagi, synkretismi, er öll á forsendum múslíma, segir Documenta.

Þjóðverjar eiga ekki orð eins og ,,hán" (hen á sænsku) og telja Svía vilja breyta guði í ,,það". Þýskir taka fram að þeir sænsku ætla ekki að breyta faðirvorinu og þykir það huggun harmi gegn.

Guðsmynd endurspeglar sjálfsvitund samfélaga. Guð sem ,,hán" er annað tveggja; leiðin til endurreisnar trúarinnar eða áfangi til ,,Allahu akbar" - upp á arabísku.


Bloggfærslur 25. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband