Frá fullveldi í fangelsi

Katalónska tilraunin til fullveldis virðist ætla að enda með fangelsun þeirra sem helsta ábyrgð báru. Spænska ríkisstjórnin lítur svo á að fullveldi Katalóníu sé tilræði við konungsríkið.

Ekki er spurt um lýðræðislegan vilja Katalóna og nýtur stjórnin í Madríd stuðnings Evrópusambandsins að kæfa fullveldið í fæðingu.

Síðasta orðið í þessum átökum verður þó hvorki sagt í Brussel né Madríd heldur í Barcelona.


mbl.is Puigdemont gaf sig fram við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleikastjórnmál

Hannaðir þættir úr hversdagslífinu eru kallaðir raunveruleikasjónvarp. Raunveruleikastjórnmál eru hönnuð pólitísk atburðarás.

Meirihlutaviðræður 3ja vinstriflokka og Framsóknar fylla upp í tómarúmið á milli niðurstöðu kosninganna og valdalöngunar vinstrimanna.

Raunveruleikaríkisstjórnin, sem gæti komið úr viðræðunum, er eins og fyrirmyndin. Án jarðtengingar.


mbl.is Fundur hafinn á skrifstofu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband