Facebook og óþarfir blaðamenn

Facebook er ríkasti og öflugasti útgefandi í sögunni og skiptir út ritstjórum fyrir algóritma. Almannarýminu er skipt upp í milljónir klæðskerasniðna fréttastrauma er útiloka frjálsa og opna umræðu samtímis sem útgefandinn græðir milljarða.

Á þessa leið talar Katharine Viner, aðalritstjóri Guardian, um kreppu blaðamennskunnar. Og heldur áfram: blaðamenn eru í kapphlaupi niður á botninn, birta æsifréttir án þess að kanna sannleiksgildið til að fá athygli í samkeppni við félagsmiðla.

Facebook gerir ekki alla blaðamenn óþarfa. Enn er eftirspurn eftir vandaðri blaðamennsku. Þeir eru bara svo fáir sem hana stunda.


Beittasta stjórnarandstaðan, SDG

Sigmundur Davíð verður beittasta stjórnarandstaðan í tíð væntanlegrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar.

Miðflokkur Sigmundar Davíðs mun bjóða upp á miðhægri valkost og verða skeinuhættur Sjálfstæðisflokki og Framsókn en síður Vinstri grænum.

Í vinstriandstöðunni verða Viðreisn, Píratar og Samfylking en þríeykið er veikt, málefnasnautt og sjálfu sér sundurþykkt.

Sigmundur Davíð veitir Sjálfstæðisflokki og Framsókn slíkt aðhald að flokkarnir geta ekki leyft sér að gefa Vinstri grænum of lausan tauminn í landsstjórninni.


mbl.is VG veiti Sjálfstæðisflokki uppreist æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ríkisstjórn, engir kjarasamningar

Stjórnarkreppan á Íslandi var búin til með falsfréttum þar sem dregin var upp sú mynd að máttarstólpar þjóðfélagsins væru á kafi í spillingu. Í samspili fjöl- og félagsmiðla var efnt til pólitískra uppþota sem lömuðu landsstjórnina.

Tvennar ónauðsynlegar kosningar á einu ári skiluðu sér í lengstu stjórnarkreppu lýðveldissögunnar. Á meðan stjórnmálakerfinu er haldið í varanlegri kosningabaráttu er ekki hægt að ganga til kjarasamninga.

Það rennur upp fyrir fólki að samsæriskenningar um spillingu á æðstu stöðum er aðeins rafræn útgáfa af ævintýrinu um fjöðrina sem varð að fimm hænum. Falsfréttir verða að skemmtiefni sem enginn leggur trúnað á. Og við getum lagt niður RÚV. 


mbl.is Viðræðurnar að mjakast af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband