Stúlkur þrælar, drengir fíklar

Fjórða iðnbyltingin ætlar að skila okkur stúlkum sem eru þrælar samskiptamiðla og drengjum háðum tölvuleikjum eins og fíklar.

Kynslóð þrældóms og fíknar er ekki öfundsverð.

Fullorðna fólkið verður að grípa í taumana.


mbl.is Geta orðið öryrkjar af netnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær öfgar íslenskra stjórnmála - báðar frjálslyndar

Öfgar íslenskra stjórnmála eru ekki vinstri og hægri, heldur öfgafrjálslyndið sem er andstæða meðalhófsins og gengur ýmist til hægri eða vinstri. Fyrir hrun var öfgafrjálslyndi til hægri ráðandi en eftir hrun vinstra öfgafrjálslyndi.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007-2009, hrunstjórnin, markaði ris öfgafrjálslyndis til hægri. Hrunstjórnin var öfgafrjálslynd í efnahagsmálum og í menningunni. Samfélagið skyldi markaðsvætt frá a til ö. Sjálfstæðisflokkurinn var orðinn hikandi í útrásarstefnunni en Samfylking vildi gefa í. Frá varaformanni Samfylkingar kom tillaga um að gera Ísland tvítyngt til að íhaldsfyrirbæri eins og tungumálið truflaði ekki frjálslynda framrás undir merkjum útrásar.

Eftir hrun tók við vinstra öfgafrjálslyndi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir, Vinstri grænir og Samfylkin, sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu. ESB er háborg frjálslyndra stjórnmála í Evrópu. Óopinbert slagorð Jóhönnustjórnarinnar, Ísland er ónýtt, sýndi hve langt var seilst til að réttlæta öfgarnar.

Bankahrunið 2008 markaði endalok hægri öfgafrjálslyndis. Stórfelldur ósigur Vinstri grænna og Samfylkingar í kosningunum 2013 kippti fótunum undan vinstri öfgafrjálslyndi.

Sjálfstæðisflokkurinn er að upplagi borgaralegur íhaldsflokkur fremur en öfgafrjálslyndur. Það sá varla högg á vatni þótt fáeinir frjálslyndir sjálfstæðismenn stofnuðu Viðreisn. Samfylkingin, sem átti að verða hinn turninn í íslenskum stjórnmálum, er á hinn bóginn öfgafrjálslynt rekald, smáflokkur með ónýta aðalstefnu, að Ísland verði ESB-ríki.

Vinstri grænir standa á grunni þjóðlegrar íhaldsstefnu, ættaðri úr Alþýðubandalaginu. Þess vegna eru Vinstri grænir í færum að verða forystuafl ríkisstjórnar meðalhófsins sem miðlar málum milli öfga íslenskra stjórnmála síðustu ára er báðar má kenna við frjálslyndi, ýmist til hægri eða vinstri.

 


Bloggfærslur 26. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband