Tveir Vg-þingmenn mála sig út í horn

Flokkurinn er tekin alvarlega hjá Vinstri grænum. Það er hluti sósíalískrar arfleifðar. Þegar flokkurinn tekur mikilvæga ákvörðun er ætlast til að þingmenn fylgi flokkssamþykkt.

Þegar tveir þingmenn lýsa sig í andstöðu við skýra flokkssamþykkt eru þeir komnir hálfa leið úr flokknum.

Rósa Björk og Andrés Ingi hljóta að hugsa sinn gang.


mbl.is Vinstri græn samþykktu sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland virkar, bylting er óþörf

Þeir kveinka sér sem vilja bylta samfélaginu, stokka upp stjórnskipunina, umbreyta atvinnulífinu og efna til ófriðar milli þjóðfélagshópa.

Sumir eru enn fastir í byltingarmóð eftirhrunsins, sjá ónýta Ísland í hverju horni og mála skrattann á vegginn.

Vonandi endurspeglar sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar þessa einföldu staðreynd: Í meginatriðum virkar Ísland. Við þurfum ekki byltingu, kannski einhverjar breytingar á afmörkuðum sviðum.

Ríkisstjórnin á hverjum tíma á að mynda almennan ramma um samfélagið og sjá til þess að gangverkið tifi - grípa inn í aðstæður ef nauðsyn krefur en annars leyfa fólki að lifa sínu lífi. (Gildir líka um kvartsáru byltingarmennina, sem eru best geymdir utan stjórnarráðsins).


mbl.is „Ég get unnið með þennan sáttmála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland heimsmeistari - við bara vitum það ekki

Ísland er sem sagt heimsmeistari í jafnrétti kynjanna. Umræðan er nú engu að síður iðulega að hér sé voðalegt ástand í jafnréttismálum.

Kannski er það leiðin, að vita ekki um heimsmeistaratignina, til að ná enn betri árangri.

Óneitanlega væri nú samt huggulegra að umræðan væri í ögn meira samræmi við veruleikann.


mbl.is „Ísland er heimsmeistari í jafnrétti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónustan áfram niðurgreidd

Ferðaþjónustan er niðurgreidd, borga ekki sama virðisaukaskatt og aðrar atvinnugreinar. Nýja ríkisstjórnin ætlar að halda því fyrirkomulagi, samkvæmt fyrstu fréttum.

Nú liggur í augum uppi að ferðaþjónustan selur Ísland. Enginn ferðamaður kemur hingað í þeim tilgangi að sækja heim ferðaþjónustufyrirtæki. Útlendingar koma til Íslands vegna lands og þjóðar. Og ferðaþjónustan gerði nákvæmlega ekkert til að skapa verðmætin sem seld eru útlendingum.

Það þarf sterk rök til að viðhalda niðurgreiðslu heillar atvinnugreinar. Þau rök hafa ekki komið fram.


mbl.is Hyggjast dreifa orkunni betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband