Logi: slæmt að vinstrikona verði forsætisráðherra

Formaður Samfylkingar telur vont að vinstrikonan Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra í stöðugleikastjórn sem brúar bilið frá vinstri til hægri.

Logi Már kýs fremur veika margflokkastjórn, annað hvort með slagsíðu til hægri eða vinstri.

Logi Már og Samfylkingin eru öfgaöflin í pólitíkinni.


mbl.is Þeirra hugmyndir greinilega nær mínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunsæi í stað hávaða

Ef tekst að mynda stöðuga ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er von til þess að hávaðapólitík síðustu ára með tilheyrandi sporðaköstum verði liðin tíð.

Stjórnmálaflokkarnir sem ganga til verka eru sjóaðir og vita hvað þarf til að skapa vinnufrið um góð málefni.

Þótt ekki sé sopið kálið má ætla að samtöl formannanna þriggja undanfarna daga hafi lagt drög að stjórnarsáttmála. 


mbl.is Ekki gott veganesti inn í viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsstjórn er verkefni, ekki hugsjón

Pólitíkin rann sitt skeið í bili að morgni kosningadags í lok október. Í nokkrar vikur sannfærðu tíu stjórnmálaflokkar kjósendur um ágæti sitt og hlutu dóm aðfararnótt 29. október.

Eftir kosningar er verkefni stjórnmálaflokka, þeirra sem fengu þingsæti, að setja saman ríkisstjórn sem endurspeglar best dóm kjósenda. Það er kallað lýðræði.

Sumir vilja halda pólitíkinni áfram og keppast við að halda á lofti einhverju öðru en niðurstöðum kosninganna.

Hugsjónir, hvort heldur til hægri eða vinstri, glepja sumum sýn á frumskyldu þingmanna, sem er að mynda trúverðuga ríkisstjórn í samræmi við dóm kjósenda. Hugsjónir standa ekki ofar lýðræðinu.


mbl.is Lá fyrir að staðan yrði snúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking fjarstýrir ekki Vinstri grænum

Þingflokkur Vinstri grænna stendur frammi fyrir sögulegri ákvörðun, um það hvort hefja skuli stjórnarviðræður við Sjálfstæðisflokk, og vill vanda sig. Þingflokkinn skipa að stórum hluta sögulega meðvitað fólk sem áttar sig á að valið stendur á milli kaflaskila í íslenskum stjórnmálum annars vegar og hins vegar afturhvarf til tilgangslauss skotgrafarhernaðar.

Við þessar aðstæður er betra að halda frekar fleiri fundi en færri. Björt framtíð, ekki sé blessuð minning hennar, væri lifandi í dag ef næturfundinum fræga hefði verið frestað fram að dagsbirtu.

Í grófum dráttum standa Vinstri grænir frammi fyrir tveim valkostum. Í fyrsta lagi að ganga til samninga við Sjálfstæðisflokk og Framsókn um myndun lífvænlegrar ríkisstjórnar, sem tekur við þjóðarbúinu í góðu standi. Slík stjórn er í færum að efna til sáttar um stórmál samtímans, bæði efnahagsleg og félagsleg en ekki síst menningarleg þar sem sjálfsvitund þjóðarinnar er undir.

Í öðru lagi að segja sig frá þriggja flokka stjórn og horfa upp á myndun 4-6 flokka meirihluta, með eða án Vinstri grænna, sem veit á óeiningu og sundurlyndi í þjóðfélaginu.

Samfylkingin er höfuðból sundrungaraflanna. Sá flokkur er höfundur mesta vandræðamáls seinni tíma stjórnmálasögu þjóðarinnar, umsóknarinnar um ESB-aðild Íslands. Eiginlega er óhugsandi að Vinstri grænir taki þann kost að verða leiguliðar Samfylkingar og framlengja ófriðinn í samfélaginu.

Friður og farsæld er í boði. En skotgrafir eftirhrunsins standa einnig opnar. Valið er Vinstri grænna.

 


mbl.is Óvissa um viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband