Blaðamaður vegur úr launsátri, fær dóm

Ónafngreindir heimildamenn eru ígildi skáldskapar blaðamanna í dómi héraðsdóms, samkvæmt frásögn á visir.is

Blaðamaður Stundarinnar var dæmdur fyrir meiðyrði og sektargreiðslu.

Íslenskir blaðamenn nota gjarnan orðalagið ,,samkvæmt heimildum" án nafngreiningar. Nú er kominn dómur um að nafnlausir heimildamenn teljast skáldskapur sem blaðamaður ber ábyrgð á. Sem líklega er hárrétt í mörgum tilfellum.


Mæður feðraveldisins

Enginn karlmaður verður hluti af feðraveldinu án þess að hafa fyrst átt móður. Ríkjandi viðhorf í samskiptum fólks, innan kynja og á milli þeirra, verða ekki til upp úr þurru. 

Við vitum að ríkjandi viðhorf taka breytingum. Fyrir áttunda áratug síðustu aldar var t.a.m. ráðandi það sjónarmið að konur færu ekki í háskólanám. Núna, hálfri öld síðar, er hlutfall kynjanna í háskólanámi 60/40 konum í vil.

Í umræðunni um bætt samskipti fólks í félagsstörfum, eins og á vettvangi stjórnmálanna, næst meiri árangur ef öðru kyninu er ekki stillt upp sem fórnarlömbum en hinu sem yfirgangsseggjum.


Ósiðir, ofbeldi og flokkspólitík

Í umræðunni um kynferðismál í stjórnmálum er undir sama dagskrárliðnum rætt um ósiðlega og óviðurkvæmilega háttsemi annars vegar og hins vegar ofbeldi. Mannasiði þarf að bæta en ofbeldið verður að uppræta.

Mannasiðir eru bættir með umræðu um hvað er við hæfi og hvað ekki; ofbeldið kallar á lögreglurannsókn og eftir atvikum saksókn.

Af umræðunni að dæma er þorri atvika sprottinn upp innanflokks. Það eru pólitískir samherjar sem eiga í hlut. Það kallar á að stjórnmálaflokkarnir taki málið upp á sínum vettvangi og freisti þess að greina umfang vandans og í framhaldi bregðist við.


mbl.is „Verra en við héldum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband