Alţingi niđurlćgt 1942 og 2017

Áriđ 1942 var alţingi niđurlćgt međ utanţingsstjórn, eins og Stefán Pálsson segir. Niđurlćging ţingsins 2017 felst í metfjölda flokka á ţingi. 

Í báđum tilvikum getur ţingheimur sjálfum sér um kennt. Ósćtti lamađi alţingi í ađdraganda utanţingsstjórnarinnar. Kosningarnar í ár stöfuđu af vangetu sjö flokka ţingheims ađ mynda meirihlutastjórn. Ţjóđin galt stjórnmálakerfinu rauđan belg fyrir gráan og bćtti áttunda stjórnmálaflokknum viđ óreiđuna á Austurvelli.

Lćrdómurinn er sá sami 1942 og 2017; fyrrum ađalandstćđingar taka höndum saman um ríkisstjórn.

Sumt breytist ađeins á yfirborđinu.


mbl.is Hlakkar til ađ skođa sáttmálann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

100 ára stéttastjórnmálum lýkur - sögulegar sćttir

Í sögubókum er kennt ađ stéttastjórnmál taki viđ pólitískri fullveldisbaráttu 1. desember 1918. Ţótt söguleg ţróun breytist ekki á einum degi markar fullveldiđ ţau skil í sögunni ađ 70 ára baráttu fyrir íslensku ţjóđríki lauk fyrir öld.

Tímabiliđ sem tók viđ má kenna viđ stéttastjórnmál ađ ţví leyti ađ meginátökin stóđum um skiptingu efnahagslegra verđmćta.

Eftir seinna stríđ slíđruđu sverđin Sjálfstćđisflokkur og forverar Vinstri grćnna, Sósíalistaflokkurinn, en ţessir flokkar voru öndverđir í stefnu um hvernig helstu ţjóđfélagsmálum skyldi skipađ. 

Nýsköpunarstjórnin 1944 - 1947 var stofnuđ á lýđveldisárinu en lauk ótímabćrt störfum ţegar kalda stríđiđ hélt innreiđ í íslensk stjórnmál. Á tćpu kjörtímabili tókst engu ađ síđur ađ mynda sátt sem haldiđ hefur ć síđan, ađ hér skuli rekiđ blandađ hagkerfi.

Eftir ađ nýsköpunarstjórnin sprakk hafa Sjálfstćđisflokkur og sósíalistar ekki starfađ saman í ríkisstjórn. En núna fćr afkomandi Skúla Thoroddsens, sem ritstýrđi Ţjóđviljanum á tímum fullveldisstjórnmála, umbođ til ađ mynda samstjórn höfuđandstćđinga stéttastjórnmálanna.

Eins og ţađ sé ekki nóg ađ borgaraöflin og róttćklingarnir taka höndum saman um landsstjórnina eftir 100 ára andstöđu flýtur bćndaflokkur Jónasar frá Hriflu međ inn í Arnarhvol. Togstreita ţéttbýlis og sveitasamfélagsins var annar helsti vettvangur átaka síđustu öld, nćst á eftir verkalýđsbaráttunni.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er stjórn sögulegra sátta. 


mbl.is Katrín fćr stjórnarmyndunarumbođiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sćlan í fátćktinni

Framan af síđustu öld biđu róttćkir vinstrimenn eftir byltingunni, sćlir í valdafátćkt en ríkir í hugsjón. Byltingin kom aldrei, neysluhyggjan gerđi öreigana ađ millistétt sem varđ fráhverf róttćkni.

Vinstrimenn skiptu út hugsjónum enda háđir sćlunni sem fylgir valdafátćktinni. Í stađ baráttu fyrir bćttum lífskjörum var leitađ á miđ sjálfsvitundarinnar. Sjálfmiđuđ stjórnmál gera pólitík úr hvađa vansćlu sem vera skal og einu gildir hvort hún sé ímynduđ eđa raunveruleg.

Vinstri grćnir standa frammi fyrir ákvörđun um ađ viđhalda fátćktarsćlunni eđa taka ţátt í málamiđlunum sem óhjákvćmilega setja bletti á skínandi hugsjónir. Ţađ tekur á ađ gera upp hug sinn, sem vonlegt er.


mbl.is Ekki enn búin ađ ákveđa sig
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 28. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband