Fullveldisstjórnin; Þjóðviljinn og Heimssýn

Ný ríkisstjórn tekur við völdum á morgun, fullveldisdaginn 1. desember. Afkomandi ritstjóra Þjóðviljans er forsætisráðherra og fyrrum formaður Heimssýnar situr ríkisstjórnina.

99 ára afmælisgjöfin til fullveldisins verður varla betri.

Til hamingju, Ísland.


mbl.is Ráðherrakapallinn opinberaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær stjórnmálastefnur í landinu; hamingja og óhamingja

Þrátt fyrir eina tíu starfandi stjórnmálaflokka eru aðeins tvær stjórnmálastefnur í landinu. Önnur tekur mið af raunástandi, leitar lausna á skilgreindum vanda og er meðvituð um að hlutverk stjórnmála er ekki að gera fólk hamingjusamt heldur að forða almenningi frá óhamingjunni sem fylgir pólitískri óreiðu.

Hin stjórnmálastefnan leitar að óskilgreindum vandamálum, gerir úlfalda úr mýflugu og ímyndar sér að forgangsmál stjórnmála sé að gera alla hamingjusama.

Raunsæisfólkið sem fylgir fyrstu stjórnmálastefnunni situr undir óbótaskömmum þeirra sem fylgja seinni stjórnmálastefnunni. Kolbeinn Óttarsson Proppé aðhyllist fyrstu stjórnmálastefnuna. Hann skrifar:

Miðað við umræðu síðustu daga mun hér allt fyll­ast af „komm­ent­um“ um hví­lík­ur svik­ari ég sé, hvernig ég hafi selt hug­sjón­ir mín­ar ódýrt og hvað ég sé al­mennt lé­leg­ur papp­ír,“ skrif­ar hann og seg­ir að það verði þá að hafa það.

Erfiðleikar þeirra sem fylgja seinni stjórnmálastefnunni stafa einkum af einu almennu atriði mannlífsins er þeir neita að skilja. Ekki sökum greindarskorts heldur skekkju í lífsafstöðu. Atriðið er þetta: í heiminum verður alltaf til meira af hugsjónum en hamingju. Af þessu atriði leiðir einföld speki. Sá sem leitar hamingjunnar með hugsjón er dæmdur til eilífrar óhamingju.

 


mbl.is „Miklar tilfinningar í spilinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband