Logi skiptir út konum eins og sokkum

Samfylkingar-Logi bauð Þorgerði Katrínu Viðreisnarformanni í vinstrabandalag, sem sú hafnfirska þáði. Þrem dögum síðar er ástarbrandurinn kominn með Ingu Sæland upp á arminn til að búa til vinstristjórn án Tobbu Kötu.

Drottning vinstrimanna, Katrín Jakobsdóttir, hlýtur að fylgjast með tilburðum Ástar-Loga með nokkurri furðu.

Framkoma Loga gagnvart konum er sú sama og hann sýndi barnaskólakennara á Akureyri fyrir nokkrum misserum. Logi lítur á fólk sem verkfæri til að þjóna lunderni sínu.


mbl.is Flokkur fólksins til í vinstristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV sniðgengur Svavar, Hjörleif en hampar Össuri

Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson starfa innan Vinstri grænna og ættu að vera heimildarmenn um pólitískt landslag þar á bæ. Össur Skarphéðinsson fyrrum formaður Samfylkingar nýtur einskins trúnaðar innan Vinstri grænna.

Auðvitað segir RÚV ekkert frá sjónarmiðum Svavars og Hjörleifs. En RÚV gerir Össur Skarphéðinsson að helsta stjórnmálaskýrenda um Vinstri græna.

RÚV er einfaldlega ekki viðbjargandi.


mbl.is Svavar hvetur Katrínu til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paradísarmissir, vinstrimenn og alheimsríkið

Leyniskjöl kennd við Paradís um aflandsreikninga alþjóðlegra auðmanna vöktu ekki viðlíka viðbrögð og Panama-skjölin fyrir hálfu öðru ári. Í Guardian harmar Micah White þverrandi byltingarmóð gegn auðmönnum.

White er einn af stofnendum aðgerðahreyfingarinnar Occupy Wall Street. Hann segir fyrri stóru byltingar sögunnar, franska byltingin 1789 og sú rússneska fyrir 100 árum, ekki geta verið fyrirmynd róttæklinga samtímans.

Við þurfum að stofna alheimsríki og saksækja auðmenn sem skjóta undan skatti fyrir glæpi gegn mannkyninu, segir White. ,,... founding a planetary legal regime, an international criminal court that ruthlessly prosecutes tax evasion as a crime against humanity."

Sumir telja að Evrópusambandið gæti orðið fyrirmynd að alheimsríkinu. ESB stefnir að miðstýrðu skattakerfi, með ríkisstjórn og hervaldi. Þetta er vitanlega uppskrift að alræðisríki.

Vinstrimenn eru hallir undir alheimsríkið. Allt frá dögum Karls Marx (öreigar allra landa sameinist) klappa vinstrimenn þann stein að yfirþjóðlegt vald sé allra meina bót. Þrátt fyrir fullkomlega misheppnaðar tilraunir, t.d. kommúnisminn í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, hneigjast vinstrimenn enn til alræðishyggju.

Alheimsríkið þarf alþjóðlega hugmyndafræði. Eina alþjóðlega hugmyndafræðin sem er í boði nú til dags er kennd við manngerða loftslagsvá. Vinstrimenn eru sérlega ginnkeyptir fyrir hugmyndinni að athafnir mannsins valdi breytingum á loftslagi enda meintur vandi ekki leystur nema með yfirþjóðlegu valdi. Þeir líta framhjá þekktum staðreyndum, s.s. að litla ísöld frá um 1300 til 1900, var ekki manngerð heldur stafaði af náttúrulegum loftslagsbreytingum.

Löngun vinstrimanna til að smíða fullkominn heim er iðulega klædd fögrum hugsjónum en endar alltaf með manngerðum hörmungum.


Bloggfærslur 12. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband