Pírati: áhyggjur af siðferði Kötustjórnar

Pírataþingmaður hefur siðferðislegar áhyggjur af ómyndaðri ríkisstjórn vinstriflokka auk Framsóknar. Áhyggjurnar stafa af því að flokkarnir, sem mynda meirihluta stjórnarinnar, njóta ekki stuðnings meirihluta kjósenda.

Verði af stjórnarmyndun yrði það með minnsta mögulega meirihluta - einn þingmann.

Einhverjir kynnu að hafa siðferðislegar áhyggjur af því.


mbl.is Styddi ekki öll mál skilyrðislaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Bismarck

Stjórnmál eru list hins mögulega, er haft eftir járnkanslaranum Bismarck. 4 flokka ríkisstjórn vinstriflokka plús Framsóknar er á landamærum ómöguleika og fáránleika.

Ef verkefnið á að lukkast verða vinstriflokkarnir að éta heyfeng Framsóknar. Rökrétt er að stjórnarmyndun fari fram á sveitaheimili Sigurðar Inga þar sem gefið verður á garðann. Löggæsla er fyrsta máltíðin.

Í vinstriflokkunum eru öfl sem telja lögregluna fasisma holdi klæddan. Ef vinstrakokið er nógu vítt til að gleypa sterkari lögreglu, eftir að hafa gleypt nei við ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu, er aldrei að vita nema ríkisstjórnarbarn komi í brók.

Katrín Jakobsdóttir verður kannski forsætisráðherra. En barnsfaðirinn er sveitarhöfðinginn. 


mbl.is Funda heima hjá Sigurði Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlaus minnihlutastjórn

Einn þingmaður Pírata ætlar ekki að styðja mögulega ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur þar sem stjórn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar er ekki með meirihluta kjósenda á bakvið sig.

Eins og aðrir Píratar er Björn Leví prinsippmaður. Hann segir siðleysi að meirihluti á alþingi komi í stað meirihluta kjósenda. Flokkarnir 4 eru með 32 þingmenn að baki sér. En mínus Björn Leví er stjórnin þegar komin í minnihluta - áður en hún er mynduð.

Þar með yrði vinstristjórnin i tvöföldum minnihluta, bæði á alþingi og meðal þjóðarinnar. Tvöfeldni vinstrimanna verður ekki skýrari.


mbl.is Verður þetta minnihlutastjórn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband