Logi, hatrið og leyndarhyggjan

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingar gat sér orð í bæjarmálum á Akureyri áður en hann tók við Samfylkingunni. Logi beitti sér fyrir mannréttindabrotum á grunnskólakennara þar í bæ.

Samkvæmt fundargerð skólanefndar Akureyrarbæjar var Logi málshefjandi undir liðnum ,,hatursáróður." Svo vitnað sé í fundargerðina frá 6. febrúar 2012:

2.Hatursáróður

2012020038

Að ósk Loga Más Einarssonar S-lista voru tekin til umræðu ummæli á opinberum vettvangi um samkynhneigð og viðbrögð við þeim ummælum.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögmaður Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.

Logi Már Einarsson lagði fram bókun sem var færð í trúnaðarbók.

Nú er Logi sérstakur talsmaður þess að ,,leyndarhyggju" verði aflétt í íslenskum stjórnmálum. Er þá ekki rétt að hann aflétti leyndinni yfir ,,trúnaðarbókinni" sem hann lagði bókun sína inn í á fundinum? Í leiðinni gæti Logi upplýst alþjóð hvað hann á við með ,,hatursáróðri". Það liggur fyrir að hvorki innanríkisráðuneytið, héraðsdómur né hæstiréttur er sammála Loga um aðför hans að tjáningarfrelsinu undir merkjum ,,hatursáróðurs".

Eða er það þannig að leyndarhyggjan sé hið besta mál þegar maður þarf að fela eftir sig slóðina í atlögu að mannréttindum og er formaður Samfylkingar?

 

Katrín greinir hlutverk stjórnmálaflokka rétt

Stjórnmálaflokkar eru ekki til fyrir sjálfa sig heldur almannahag. Það er réttlætingin fyrir því að stjórnmálaflokkar eru að stærstum hluta fjármagnaðir úr ríkissjóði.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir um yfirstandandi viðræður um myndun meirihlutastjórnar:

„Ég veit að þetta er áhætta og heil­mik­il áhætta fyr­ir VG, en ég held það sé líka áhætta fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag ef maður tek­ur ekki áhættu.“

Þetta eru orð ábyrgs stjórnmálamanns. Vinstri grænir eru næst stærsti flokkurinn á alþingi. Framan af ferli sínum var flokkurinn sá þriðji eða fjórði stærsti. Næst stærsti flokkur landsins getur ekki leyft sér að segja pass, við tökum ekki þátt í málamiðlunum.


mbl.is „Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símtalið, ekki-fréttin um leyndarhyggju

Vinstrimenn bjuggu til ótal samsæriskenningar um símtal Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde forsætisráðherra kortéri fyrir gjaldþrot íslensku bankanna. Samtalið reyndist stærsta ekki-frétt eftirhrunsins.

Davíð og Geir ræddu um það sem þeim bar að ræða, hvort hægt væri að bjarga stærsta bankanum, Kaupþingi. Í samtalinu er hvorugur bjartsýnn á að það tækist.

Íslensku bankarnir voru rændir að innan, eins og rannsóknaskýrsla alþingis leiddi síðar í ljós. Það hefði ekki þjónað langtímahagsmunum þjóðarinnar að Kaupþing héldi velli. En þegar menn stóðu á bjargbrúninni rétt fyrir fallið er skiljanlegt að allt hafi verið reynt til að forðast hámarkstjón og bjarga Kaupþingi.

Fjármálakerfið hrundi haustið 2008 vegna þess að fjárglæframenn stjórnuðu bönkunum. Það er mergurinn málsins.


mbl.is Ræddu örlög bankakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband