Þriðjudagur, 5. september 2017
Múslími neitar að heilsa norskum ráðherra
Talsmaður múslíma í Noregi neitaði að taka í hönd ráðherra innflytjendamála, Sylvi Listhaug, þegar þau mættu í umræðu í sjónvarpsveri VG.
Talsmaðurinn, Fahad Qureshi, rétti Listhaug blóm í stað þess að heilsa henni með handabandi. Hann sagði fyrst að af trúarástæðum gæti hann ekki heilsað konu með því að taka í hönd hennar. Örstuttu síðar sagði Fahad ástæðuna vera að hann væri kúgaður af eiginkonu sinni, mætti hennar vegna ekki snerta aðra konu.
Fahad veit sem er að í nafni fjölmenningar er hægt að telja fólki trú um hvað sem er, jafnvel að í múslímskri trúarmenningu kúgi konur karla.
Í umræðunni gat Fahad ekki fengið sig til að fordæma þann boðskap múslíma að homma eigi að taka af lífi með grjótkasti.
Frjálslyndir menn, norskir múslímar.
![]() |
Fyrir hvað standa norsku flokkarnir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. september 2017
Að drepa og deyja fyrir málstað
Hermennska, bæði í reglulegum herjum, meðal skæruliða og uppreisnarmanna, felur í sér að vera tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn. Í sumum tilfellum setja hermenn í skæruliðaherjum og uppreisnarliði jafnframt fjölskyldu sína í hættu.
Rannsókn sem gerð var á hermönnum í Írak sýndi að málstaðurinn skipti mestu máli í hvatalífi þeirra báru vopn og voru tilbúnir að fórna lífinu. Málstaðurinn er helgur og óumsemjanlegur.
Fyrr á tíð var það kallað að berjast fyrir kóng og föðurland, sem hvorttveggja var sveipað helgiljóma. Nafnið á málstaðnum kann að breytast en hvatir, sem virkjaður eru til að fá mann til að drepa annan, eru í raun sambærilegar.
Tilgangurinn helgar meðalið. Í nafni hugmynda, trúarlegra eða pólitískra, ganga menn til verka að drepa og deyja. Hvorttveggja í senn er það ósköp aumkunarvert en um leið fjarska mannlegt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 4. september 2017
Mótmæli í hruni og góðæri
Ef Flokkur fólksins færi fylgi út á mótmæli er það andóf af öðru tagi en það sem skilaði Pírötum og Vinstri grænum stuðningi á síðasta kjörtímabili.
Á síðasta kjörtímabili voru eftirmál hrunsins í forgrunni umræðunnar. Dómsmál yfir banka- og fjársýslufólki, skuldaleiðrétting heimilanna, gjaldeyrishöftin og loks alræmdur fréttaflutningur af Panamaskjölum, sem felldi ríkisstjórnina.
Umræðan á yfirstandandi kjörtímabili, sem raunar er nýhafið, er af öðrum toga. Á síðasta kjörtímabili voru enn sterkar efasemdir um að Ísland myndi klára sig úr hruninu. Tortryggni gagnvart stjórnvöldum stóð djúpt. Í dag er engum blöðum um það að fletta að bullandi góðæri er í landinu og okkur tókst bæði efnahagslega, félagslega og pólitískt að komast úr hrunmenningunni. Svona nokkurn veginn sem heildstætt samfélag.
Meginstraumar umræðunnar núna eru tvíþættir. Í fyrsta hvernig við skiptum góðærinu á milli okkar og í öðru lagi hvernig við komumst hjá því að góðærið snúist upp í kreppu þegar innstreymi gjaldeyris minnkar.
Það er ekki líklegt að almenn óánægja skili Flokki mannsins tveggja stafa tölu í fylgiskönnun. Sértækari mál búa að baki en uppgjöfin sem einkenndi óánægjustuðninginn sem vinstriflokkarnir mældust með síðasta kjörtímabil.
![]() |
Flokkur fólksins höfði til óánægðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. september 2017
Árás sem forvörn: Kim spilar upp í hendurnar á Trump
Yfirvofandi stríð við Norður-Kóreu þjónar hagsmunum Trump Bandaríkjaforseta ágætlega. Forsetinn fær á sig kastljós sem leiðtogi lýðræðisríkja gegn hráu valdaskaki kommúnista.
Haldi Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu áfram að hrella nágranna sína með eldflaugaskotum og tilraunum með kjarnorkusprengjur kemur að því að árás á Norður-Kóreu verði nauðsynleg forvörn.
Norður-Kórea getur ekki hótað slíkri árás enda vitað fyrirfram að landið tapar stríðinu, hefjist það á annað borð.
Bandaríkin og nágrannar Norður-Kóreu hafa lengi búið við Kim Jong-un og félaga og geta eflaust lengi enn þreytt þorra og góu. Óvíst er með úthald Norður-Kóreu þegar harkalegri viðskiptaþvinganir taka að bíta.
Komi til stríðs á Kóreuskaga þurfa Bandaríkin ekki að hafa áhyggjur af langvinnum átökum í eftirleiknum. Auk Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru þrír aðilar sem eiga beinan hlut að átökunum, allt nágrannar: Rússland, Kína og Suður-Kórea.
Ef og þegar þolinmæðina þrýtur verða nánast tilbúnir samningar um hvað eigi að gera við hræið af kommúnistaríkinu.
En, vel að merkja, stríð á Kóreuskaga myndi kosta ógrynni mannslífa. Vonandi vinnur þolinmæðin þrautir allar, Kim haldi aftur af sér og að gikkfingur Trump sé ekki snöggur.
![]() |
Fáir góðir möguleikar í stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 3. september 2017
Innflytjendur og flóttamenn eru sitthvað
Norðmaður eða Pólverji sem kemur hingað til lands að vinna fyrir sér er innflytjandi en ekki flóttamaður. Albani eða Indverji sem biður um hæli á Íslandi er flóttamaður - en verður innflytjandi ef umsókn hans er samþykkt.
Margvíslegur kostnaður hlýst af hælisleitendum. Oft koma þeir frá ríkjum þar sem ekki er um að ræða stríðsátök eða ofsóknir gegn minnihlutahópum. Stundum koma þeir án nokkurra skilríkja, beinlínis til að villa um fyrir íslenskum yfirvöldum. Fölsuð skilríki koma einnig við sögu.
Það er ódýrt áróðursbragð hjá félagsmálaráherra að steypa alla útlendinga í sama mót sem koma til landsins að bæta kjör sín og kalla þá innflytjendur.
![]() |
Án innflytjenda væri velmegun minni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. september 2017
Hagkerfið í leiðréttingu
Óeðlilegur vöxtur ferðamannastraums til landsins, sem m.a. stafaði af óeðlilega lágu gegni krónunnar, hleypti af stað ósjálfbærum vexti í ferðaþjónustu. Sem í ofanálag var niðurgreidd með því að greiða ekki sömu skattprósentu og annar atvinnurekstur.
Gengi krónunnar styrktist og það sló á vöxtinn í ferðþjónustunni. Fyrirsjáanleg aðlögun greinarinnar að skattaprósentunni, sem aðrar atvinnugreinar búa við, mun hækka verðið á Íslandi sem ferðamannalandi.
Ofvöxtur ferðaþjónustunnar síðustu ár mun leiða, við breyttar aðstæður, til minni umsvifa.
Hagkerfið er í leiðréttingu og veitti ekki af.
![]() |
Kynnisferðir segja upp starfsmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. september 2017
Kristni, trúarseigla og veraldarhyggja
500 ár eru síðan Marteinn Lúter mótmælti sölu kalþólsku kirkjunnar á syndaaflausn. Hreyfingin sem munkurinn Lúter hratt úr vör klauf kaþólsku kirkjuna og Evrópu. Í norðri urðu til þjóðkirkjur mótmælenda en páfinn hélt velli í Suður-Evrópu.
Uppgjörið var blóðugt. Jafnvel á litla fjarlæga Íslandi. Síðasti kaþólski biskupinn, Jón Arason, var ásamt tveim sonum sínum tekinn af lífi án dóms og laga 1550. Íslendingar, einkum Norðlendingar, hefndu með því að útrýma dönsku yfirvald í hjálendunni. Í Evrópu geisaði trúarstríð á 16. öld. Ágsborgarfriðurinn um miðja öldina, um að fursti réði trú þegna sinna, var aðeins tímabundinn. Í þrjátíu ára stíðinu 1618-1648 stríddu kaþólikkar og mótmælendur og lögðu heimaland Lúters, Þýskaland, í rúst.
Vesturlönd tileinkuðu sér síðar, eftir frönsku byltinguna, veraldarhyggju sem gerði trúmál að einkamáli einstaklingsins. Trúarseiglan lét þó ekki að sér hæða. Lengi vildu hvorki kaþólikkar né mótmælendur giftast innbyrðis.
En nú er svo komið að fæstir kaþólikkar og mótmælendur í Evrópu hvorki biðja daglega né fara reglulega til guðsþjónustu. Og kaþólikkum og mótmælendum er orðið slétt sama um trúmál þegar giftingar komast á dagskrá. Í rannsókn, sem Guardian segir frá, er stór meirihluti í Evrópu hlutlaus þegar kaþólikkar og mótmælendur mægjast.
Ólík afstaða til náðar guðs aðgreindi kaþólikka og mótmælendur. Þeir fyrrnefndu töldu góðverk og trú lykilinn að guðsnáð á meðan fylgismenn Lúters töldu trúna eina nægja.
Samkvæmt könnuninn, sem áður er vísað til, er meirihluti kristinna, þ.e. kaþólikka og mótmælenda, sannfærður um að trú og góðverk þurfi til frelsunar. Frændur okkar Norðmenn eru þeir einu sem halda í lútersku kennisetninguna um að trúin ein leiði til frelsunar.
Í sögulegu samhengi eru Norðmenn íhaldssamari en Íslendingar í trúmálum. Við tókum kristni með friði og spekt á einum fundi á alþingi árið þúsund. Norðmenn drápu sinn konung, Ólaf helga Haraldsson, á Stikastöðum 30 árum seinna. Hann þótti ganga full rösklega fram í að kristna heiðna Norðmenn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. september 2017
Flokkur fólksins sækir fylgi vinstri hægri
Flokkur fólksins er í þeirri öfundsverðu stöðu að sækja fylgi bæði frá hægri og vinstri. Það þýðir að erfiðara er fyrir pólitíska andstæðinga að festa flokkinn á bás og gera hríð að honum tjóðruðum til hægri eða vinstri.
Flokkur fólksins talar fyrir þá sem telja sig afskipta í góðærinu og krefst þess að forgangsraðað verði upp á nýtt. Á meðan milljörðum er mokað í málaflokka sem varða íslenskan almenning litlu sofa fátækir landsmenn okkar í tjaldi í Laugardal.
Ruðningsáhrif Flokks fólksins á stjórnmálaumræðuna eru rétt að hefjast.
![]() |
Flokkur fólksins með 11% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 2. september 2017
Mannúðlegt vopn Íslands gegn heimsveldinu
Togvíraklippur eru framlag Íslands til vopnakerfa heimsins. Þeim var fyrst beitt 1972 í landhelgisdeilu við breska heimsveldið sem viðurkenndi ekki fullveldi okkar.
Ef klippt er á togvíra við yfirborð sjávar er hætt við að strekktir vírarnir slengist af afli á togarann sjálfan með tilheyrandi slysahættu. Landhelgisgæslan þróaði klippurnar þannig að þær skáru togvírana djúpt undir yfirborðinu og þar með var lítil hætta á manntjóni.
Togvíraklippurnar eru bæði til marks um hugvit og mannúð.
![]() |
Afhentu Bretum leynivopnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 2. september 2017
Krónan setur Ísland í 1. sæti á heimslista
Engin þjóð stendur sig betur en Íslendingar í efnahagsmálum og almennri velferð, samkvæmt Positive Economy Index 2017. Án sjálfstæðs gjaldmiðils, krónunnar, væri þessi árangur ekki mögulegur.
Með krónuna sem verkfæri tókst að taka skellinn, sem hlaust af hruninu, án fjöldaatvinnuleysis og stórfelldrar skerðingar á opinberri þjónustu. Krónan jafnaði byrðinni. Þegar hagvöxtur jókst styrktist kaupmáttur allra landsmanna - krónan sá til þess með hækkandi gengi.
Krónan tekur mið af íslensku hagsveiflunni. Enginn annar gjaldmiðill gerir það. Þrátt fyrir það eru þeir til sem vilja farga krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Slík ráðstöfun myndi auka ójöfnuð og leiða til harkalegri aðlögunar þegar hagkerfið tekur breytingum. Og hagkerfi eru eins og veðrið, síkvikt og ófyrirsjáanlegt.
![]() |
Efst á lista yfir efnahagslegan árangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)