Aðeins 4-6% vilja vinstristjórn - VG úti í horni

Sáralítil eftirspurn er eftir vinstristjórn. Á RÚV segir:

6% vildu ríkisstjórn Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna, 5% vildu tveggja flokka stjórn Samfylkingar og VG og 4% vildu tveggja flokka stjórn VG og Bjartrar framtíðar.

Vinstri grænir máluðu sig út í horn eftir síðustu kosningar, vildu ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru enn sama sinnis og vilja hreina vinstristjórn. En aðeins 4-6 prósent kjósenda óska sér vinstristjórnar.


mbl.is Flestir vilja VG í næstu stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2: Án Sjálfstæðisflokksins er Ísland í vondum málum

Stöð 2 og Fréttblaðið telja Ísland illa statt ef ekki nyti Sjálfstæðisflokksins. Sú sannfæring er að baki sérstakrar könnunar um stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins.

Könnunin leiddi í ljós að upphlaup vinstrimanna, Bjartrar framtíðar og stjórnarandstöðu, hefði skaðað formann móðurflokks íslenskra stjórnmála og þar með Ísland.

Engum fjölmiðli dytti í hug að efna til könnunar um stöðu Sigurðar Inga í klofnum Framsóknarflokki; um Loga í fylgislausri Samfylkingu; Katrínu sem stjórnar ekki Vinstri grænum eða hvort brotthvarf Birgittu skaði Pírata.

Smáflokkarnir og formenn þeirra eru pólitísk afgangsstærð. Í könnunum er spurt um aðalatriðin, þar liggja fréttirnar. Könnun Stöðar 2 og Fréttablaðsins staðfestir ósögðustu frétt lýðveldissögunnar: þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel er það Íslandi til framdráttar.


Flokkur fólksins í Þýskalandi

Ísland líkt og Þýskaland opnaði landamæri sín fyrir hælisleitendum sem hvorugt landið ræður við. Innviðir ráða ekki við aðstreymið, heimamenn óttast um hag sinn enda skerðist grunnþjónusta þegar hælisleitendur taka til sín aukið fé og opinbera þjónustu.

Flokkur fólksins í Þýskalandi, AfD, stefnir í stórsigur á sunnudag. Spár gera ráð fyrir að flokkurinn verði sá þriðji stærsti á þýska þjóðþinginu.

Hér heima festir Flokkur fólksins sig í sessi, mælist með yfir tíu prósent fylgi í könnun eftir könnun.

Aðstreymi hælisleitenda er orðið stórpólitískt mál sem þarf að bregðast við.


mbl.is Tvöfalt fleiri sækja um hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband