Sigmundur Davíð og Samvinnuflokkurinn

Bingi færi ekki að stofna flokk nema áhöfnin sé þegar munstruð til að fleyið komist á flot. Og án foringja er til lítils að stofna flokk.

Sigmundur Davíð hlýtur að vera á næsta leiti.


mbl.is Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsanir í Framsókn

Flokkseigendafélag Framsóknarflokksins vill pólitísk höfuð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs - helst á silfurfati fyrir kosningar. Viðskiptamódel flokkseigenda er að Framsókn verði tíu prósent flokkur sem geti ýmist orðið hækja Sjálfstæðisflokks eða Vinstri grænna.

Sigmundur Davíð gerði Framsóknarflokkin stærsta flokk landsins 2013 en hann skaffaði flokkseigendum ekki nógu greiðan aðgang að opinberum gæðum. Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi störfuðu í þágu almannahagsmuna en ekki flokkseigenda.

Bakland Framsóknarflokksins mun splundrast við fyrirsjáanlegar hreinsanir. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir fá til sín fylgi.

Svo er auðvitað opin spurning hvort Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi afþakki samfylgd flokkseigenda og stofni Nýframsókn.


mbl.is Undiralda í Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stjórn: Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í kortunum samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Allar aðrar ríkisstjórnir eru veikar þriggja eða fjögurra flokka.

Verði niðurstöður kosninganna eftir rúman mánuðu í takt við þessa könnun stendur val þingheims milli óreiðu og stjórnleysis annars vegar og hins vegar styrkrar landsstjórnar.

Þetta yrði ríkisstjórn Jóns og Gunnu; konur bera uppi fylgi Vinstri grænna en karlar Sjálfstæðisflokksins.

 


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband