Að drepa og deyja fyrir málstað

Hermennska, bæði í reglulegum herjum, meðal skæruliða og uppreisnarmanna, felur í sér að vera tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn. Í sumum tilfellum setja hermenn í skæruliðaherjum og uppreisnarliði jafnframt fjölskyldu sína í hættu.

Rannsókn sem gerð var á hermönnum í Írak sýndi að málstaðurinn skipti mestu máli í hvatalífi þeirra báru vopn og voru tilbúnir að fórna lífinu. Málstaðurinn er helgur og óumsemjanlegur.

Fyrr á tíð var það kallað að berjast fyrir kóng og föðurland, sem hvorttveggja var sveipað helgiljóma. Nafnið á málstaðnum kann að breytast en hvatir, sem virkjaður eru til að fá mann til að drepa annan, eru í raun sambærilegar.

Tilgangurinn helgar meðalið. Í nafni hugmynda, trúarlegra eða pólitískra, ganga menn til verka að drepa og deyja. Hvorttveggja í senn er það ósköp aumkunarvert en um leið fjarska mannlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ertu að gera því skóna að hermenn í ÍOrak hafi verið að berjast fyrir málstað? Eru þetta ekki atvinnuhermenn sem berjast fyrir Bandaríkin fyrir kaup? Bandaríkin eru þeirra málstaður, ekki pólitíkin í Írak.

Skyldi vera til Íslendingur sem er reiðubúinn að berjast fyrir Ísland ef það er kynnt í umboði Alþingis sem væri undir stjórn vinstri manna gegn harðri stjórnarandstöðu hægri manna? Eða öfugt? Þekkja Íslendingar eitthvað hugtak sem er föðurland? Líta Íslendingar á sig sem þjóð með fána svipað og Bandaríkjamenn líta á sítt land?  

Halldór Jónsson, 4.9.2017 kl. 19:04

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Eins og ég las fréttina af rannsókninni, Halldór, þá skildi ég það svo að hermennirnir sem voru viðfangsefni rannsóknarinnar voru í þeim herjum/uppreisnarhópum sem ættaðir eru frá miðausturlöndum. 

Páll Vilhjálmsson, 4.9.2017 kl. 19:30

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fá dæmi eru um meiri eldmóð ungra manna við að láta draga sig til slátrunar á vígstöðvum en í upphafi Fyrri heimsstyrjaldarinnar. Og þegar fullar lestarnar óku af stað með þá kastaði mannfjöldinn blómum til þeirra og fagnaði því sem væri í vændum. 

Allir stríðsaðilarnir á vesturvígstöðvunum meginherirnir á austurvígstöðvunum rammkristið fólk. 

Ómar Ragnarsson, 4.9.2017 kl. 22:29

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Menschliches, Allzumenschliches," sagði Nietzsche. 

Wilhelm Emilsson, 5.9.2017 kl. 03:30

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já örugglega mannlegt því þeir éta ekki bráðina.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2017 kl. 04:15

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er ekki hægt að hafa her góðan nema hann hafi málstað. Stjórnarherir hafa sjaldan menn með eldmóð og vinna eftir skipunum. Musteris riddararnir höfðu eldmóð í nafni Krist en ekki kirkjunnar.

Múslímarnir munu alltaf hafa eldmóð og þeim er það skylt að drepa Kristna samkvæmt ritningu þeirra.

Í hvað fóru þessir trilljarðar dollara sem Obama sendi Írönum. Það er engin spurning en svartur peningur fer í fjármögnun á stríðsrekstri annars hefði það verið í formi hjálpargagna.   

Valdimar Samúelsson, 5.9.2017 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband