Juncker vill Stór-Evrópu; martröđ segja Ţjóđverjar

Evran á ađ verđa gjaldmiđill allra ESB-ríkja til ađ dýpka samstarfiđ og auka samruna ađildarríkja, sagđi Jean-Claude Juncker forseti framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins í klukkutímarćđu um framtíđ sambandsins.

Er mađurinn brjálađur? spyr Spiegel og svarar upp á ţýsku: das ist absurd. Evran hefur einmitt sýnt ađ ţegar efnahagslegur dvergur eins og Grikkland notar sama gjaldmiđil og stórveldi á borđ viđ Ţýskaland eru dvergríkinu allar bjargir bannađar. Grikkland er margfalt gjaldţrota en Ţýskaland vex.

Hćttu áđur en martröđin byrjar fyrir alvöru, segir Die Welt. Ef Búlgaría og Rúmenía tćkju upp evru vćru öll sund lokuđ til ađ bjarga ţađ sem eftir er af Evrópusambandinu eftir Brexit. Evran eykur misvćgiđ á milli efnahagskerfa ESB-ríkja, en brúar ţađ ekki. Reynslan af Grikklandi og Ítalíu sannar ţađ.

Juncker var einu sinni fjármálaráđherra í litlu Evrópuríki. Ţađ er eins og slíkum mönnum sé fyrirmunađ ađ skilja eđli gjaldmiđlasamstarfs.


mbl.is Bretar munu iđrast Brexit
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisvaldiđ, einstaklingurinn og refsingar

Ríkisvaldiđ sér um ađ útdeila refsingum hér á landi, ekki einstaklingar. Í umrćđunni um uppreisn ćru vill ţetta atriđi gleymast. Ríkisvaldiđ rannsakar lögbrot og eftir atvikum ákćrir og dćmir. Ţađ hlýtur ađ vera í höndum sama valds ađ milda dóma, međ náđun eđa uppreisn ćru.

Opin spurning er hvort og í hve miklum mćli einstaklingar sem eru brotaţolar eigi ađ skipta sér af ţví ţegar ríkisvaldiđ náđar dćmda menn. Brotaţolar eiga persónulega hagsmuni af ţví hvort dćmdur mađur fái náđun eđa uppreisn ćru. Ríkisvaldiđ á ekki slíka hagsmuni, ţar á málefnalegt og hlutlćgt mat ađ ráđa.

Réttarríkiđ getur ekki framselt vald sitt til einstaklinga sem eiga um sárt ađ binda vegna dćmdra manna. Á hinn bóginn hefur umrćđan um uppreisn ćru leitt í ljós ađ réttlćtiskennd margra er misbođiđ vegna gildandi reglna.

Ćra er, ţrátt fyrir allt, hvorki gefin né tekin af ríkisvaldinu. Ćran liggur í orđspori manns. Nokkur réttarbót vćri í ađ afnema hugtakiđ ,,uppreist ćru" úr lögum um mildun dóma dćmdra manna. 


mbl.is „Skil ekki ţessa leyndarhyggju“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eyjan í herferđ gegn Sigríđi

Vinstriútgáfan Eyjan-Pressan er í herferđ gegn Sigríđi Andersen dómsmálaráđherra. Eyjan endurbirti á mánudag pistil Illuga Jökulssonar í Stundinni, annari vinstriútgáfu, um ađ reka ćtti Sigríđi úr landi.

Í gćr endurvann Eyjan fésabókarfćrslu Smára Pírataţingmanns um ađ Sigríđur ćtti ađ segja af sér ráđherradómi. Til ađ fylgja skilabođunum eftir keypti Eyjan-Pressan auglýsingu á Facebook međ ţessum skilabođum: ,,Ert ţú sammála Smára? Á dómsmálaráđherra ađ segja af sér?"

Herferđin gegn Sigríđi Andersen stađfestir ađ hún er orđin öflugur stjórnmálamađur sem vinstrimenn óttast.


Bloggfćrslur 13. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband