Juncker vill Stór-Evrópu; martröð segja Þjóðverjar

Evran á að verða gjaldmiðill allra ESB-ríkja til að dýpka samstarfið og auka samruna aðildarríkja, sagði Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í klukkutímaræðu um framtíð sambandsins.

Er maðurinn brjálaður? spyr Spiegel og svarar upp á þýsku: das ist absurd. Evran hefur einmitt sýnt að þegar efnahagslegur dvergur eins og Grikkland notar sama gjaldmiðil og stórveldi á borð við Þýskaland eru dvergríkinu allar bjargir bannaðar. Grikkland er margfalt gjaldþrota en Þýskaland vex.

Hættu áður en martröðin byrjar fyrir alvöru, segir Die Welt. Ef Búlgaría og Rúmenía tækju upp evru væru öll sund lokuð til að bjarga það sem eftir er af Evrópusambandinu eftir Brexit. Evran eykur misvægið á milli efnahagskerfa ESB-ríkja, en brúar það ekki. Reynslan af Grikklandi og Ítalíu sannar það.

Juncker var einu sinni fjármálaráðherra í litlu Evrópuríki. Það er eins og slíkum mönnum sé fyrirmunað að skilja eðli gjaldmiðlasamstarfs.


mbl.is Bretar munu iðrast Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvaldið, einstaklingurinn og refsingar

Ríkisvaldið sér um að útdeila refsingum hér á landi, ekki einstaklingar. Í umræðunni um uppreisn æru vill þetta atriði gleymast. Ríkisvaldið rannsakar lögbrot og eftir atvikum ákærir og dæmir. Það hlýtur að vera í höndum sama valds að milda dóma, með náðun eða uppreisn æru.

Opin spurning er hvort og í hve miklum mæli einstaklingar sem eru brotaþolar eigi að skipta sér af því þegar ríkisvaldið náðar dæmda menn. Brotaþolar eiga persónulega hagsmuni af því hvort dæmdur maður fái náðun eða uppreisn æru. Ríkisvaldið á ekki slíka hagsmuni, þar á málefnalegt og hlutlægt mat að ráða.

Réttarríkið getur ekki framselt vald sitt til einstaklinga sem eiga um sárt að binda vegna dæmdra manna. Á hinn bóginn hefur umræðan um uppreisn æru leitt í ljós að réttlætiskennd margra er misboðið vegna gildandi reglna.

Æra er, þrátt fyrir allt, hvorki gefin né tekin af ríkisvaldinu. Æran liggur í orðspori manns. Nokkur réttarbót væri í að afnema hugtakið ,,uppreist æru" úr lögum um mildun dóma dæmdra manna. 


mbl.is „Skil ekki þessa leyndarhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjan í herferð gegn Sigríði

Vinstriútgáfan Eyjan-Pressan er í herferð gegn Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Eyjan endurbirti á mánudag pistil Illuga Jökulssonar í Stundinni, annari vinstriútgáfu, um að reka ætti Sigríði úr landi.

Í gær endurvann Eyjan fésabókarfærslu Smára Pírataþingmanns um að Sigríður ætti að segja af sér ráðherradómi. Til að fylgja skilaboðunum eftir keypti Eyjan-Pressan auglýsingu á Facebook með þessum skilaboðum: ,,Ert þú sammála Smára? Á dómsmálaráðherra að segja af sér?"

Herferðin gegn Sigríði Andersen staðfestir að hún er orðin öflugur stjórnmálamaður sem vinstrimenn óttast.


Bloggfærslur 13. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband