Alþingi er án umboðs, þingmenn fari heim

Þingrof þýðir að alþingi er án umboðs, út á það gengur þingrofið. Alþingi getur ekki sinnt brýnasta og mikilvægasta hlutverki sínu, að skipa meirihlutastjórn og skal víkja af vettvangi þegar eftir að þingrof er tilkynnt.

Óásættanlegt er að umboðslausir þingmenn reki kosningabaráttu úr sölum alþingis. Það veit á upplausn og ringulreið að þingmenn án umboðs véli um lagasetningu.

Þótt formlegt þingrof verði ekki fyrr en daginn fyrir kosningar er hvorki pólitískt né siðferðilega verjandi að þingheimur taki smæstu ákvarðanir eftir að þingrof er lagt fram.

Allt annað er upp á teningunum ef alþingi situr út kjörtímabilið. Þá hefur alþingi uppfyllt skyldu sína og staðið fyrir meirihlutastjórn. En þegar alþingi bregst hlutverki sínu er ótækt að láta eins og ekkert hafi í skorist.

Kosningabaráttan á ekki að vera á kostnað þjóðarinnar. Nóg er samt hvað fráfarandi þingheimur er þjóðinni dýrkeyptur.


mbl.is Bjarni tilkynnir þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáflokkarnir lama stjórnkerfið

Smáflokkar á alþingi ætla sér enn og aftur að taka þjóðarsamkomuna í gíslingu með málþófi ef ekki verður við kröfum þeirra um að sérmál örhópa í samfélaginu fái framgang.

Eftir síðustu kosningar tók við lengsta stjórnarkreppa lýðveldissögunnar. Enda eru fleiri stjórnmálaflokkar á alþingi en nokkru sinni.

Tólf stjórnmálasamtök buðu fram lista við síðustu þingkosningar. Sjö náðu inn þingmönnum. Þjóðin þarf ekki á tólf framboðum að halda, þótt það sé réttur sérhvers að stofna stjórnmálaflokk og berjast fyrir áhugamálum sínum.

Fjórir til fimm flokkar eru kappnóg fyrir litróf stjórnmálanna. Verkefnið fyrir kosningarnar 28. október er að fækka flokkum á alþingi - til að gera starfhæfa ríkisstjórn mögulega.

 


mbl.is Formenn flokkanna funda á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta: ný stjórnarskrá til að útiloka Sjálfstæðisflokkinn

Píratar vilja ekki nýja stjórnarskrá til að bæta grunnlög lýðveldisins heldur til að knésetja Sjálfstæðisflokkinn. Birgitta þingflokksformaður Pírata tekur af allan vafa:

Birgitta bend­ir jafn­framt á að „þeir sem halda að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn veikist mikið til lang­tíma verði fyr­ir all­mikl­um von­brigðum. Mér finnst það reynd­ar absúrd hve stjórn­mál hér­lend­is snú­ast mikið um að koma Sjálf­stæðis­flokkn­um frá völd­um með sömu aðferðinni ára­tug­um sam­an“. Eina leiðin til að koma þeim flokki frá sé að breyta stjórn­skip­an og reglu­verki. 

Sjálfstæðisflokkurinn situr við sama borð og allir aðrir stjórnmálaflokkar landsins. En nær betri árangri. Almenningur kýs Sjálfstæðisflokkinn umfram aðra flokka af frjálsum vilja í almennum kosningum.

En Píratar vilja sem sagt breyta stjórnarskránni til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið Sjálfstæðisflokkinn. Og það kalla Píratar lýðræði.


mbl.is Birgitta vill ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturfærsla Egils, Flokkur fólksins tekur sviðið

Í nótt setti umræðustjóri RÚV, Egill Helgason, færslu á netið til að auglýsa endursýningu þáttar sem var orðinn úreltur þegar hann fór í loftið fyrr um daginn. Fyrirsögnin, Fjörugt Silfur, reyndi að fela slappa endurvinnslu umræðu síðustu daga annars vegar og hins vegar tilraun að gefa Helga Hrafni Pírata nýtt pólitískt líf.

Á meðan endurvinnsla Silfursins tóku sjónvarpsstöðvar viðtal við leiðtoga Flokks fólksins sem er breytingaaflið í íslenskri pólitík þess dagana. Og það eru sex vikur til kosninga. Endurvinnslan entist ekki fram að kvöldfréttum, ekki hálft orð um spekina þar, en Inga Sæland átti sviðið.

Ef ekki væri fyrir Ingu og Flokk fólksins er fyrirsjáanlegt að kosningabaráttan sem nú fer í hönd verði sú leiðinlegasta um árabil. Flokkarnir umpakka stefnuskránni frá októberkosningum og falbjóð sem nýja vöru. En ekkert hylur þá staðreynd að þessar kosningar eru fullkomlega tilgangslausar. Nema fyrir Flokk fólksins.

 


Bloggfærslur 18. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband