Ađ drepa og deyja fyrir málstađ

Hermennska, bćđi í reglulegum herjum, međal skćruliđa og uppreisnarmanna, felur í sér ađ vera tilbúinn ađ deyja fyrir málstađinn. Í sumum tilfellum setja hermenn í skćruliđaherjum og uppreisnarliđi jafnframt fjölskyldu sína í hćttu.

Rannsókn sem gerđ var á hermönnum í Írak sýndi ađ málstađurinn skipti mestu máli í hvatalífi ţeirra báru vopn og voru tilbúnir ađ fórna lífinu. Málstađurinn er helgur og óumsemjanlegur.

Fyrr á tíđ var ţađ kallađ ađ berjast fyrir kóng og föđurland, sem hvorttveggja var sveipađ helgiljóma. Nafniđ á málstađnum kann ađ breytast en hvatir, sem virkjađur eru til ađ fá mann til ađ drepa annan, eru í raun sambćrilegar.

Tilgangurinn helgar međaliđ. Í nafni hugmynda, trúarlegra eđa pólitískra, ganga menn til verka ađ drepa og deyja. Hvorttveggja í senn er ţađ ósköp aumkunarvert en um leiđ fjarska mannlegt.


Mótmćli í hruni og góđćri

Ef Flokkur fólksins fćri fylgi út á mótmćli er ţađ andóf af öđru tagi en ţađ sem skilađi Pírötum og Vinstri grćnum stuđningi á síđasta kjörtímabili.

Á síđasta kjörtímabili voru eftirmál hrunsins í forgrunni umrćđunnar. Dómsmál yfir banka- og fjársýslufólki, skuldaleiđrétting heimilanna, gjaldeyrishöftin og loks alrćmdur fréttaflutningur af Panamaskjölum, sem felldi ríkisstjórnina.

Umrćđan á yfirstandandi kjörtímabili, sem raunar er nýhafiđ, er af öđrum toga. Á síđasta kjörtímabili voru enn sterkar efasemdir um ađ Ísland myndi klára sig úr hruninu. Tortryggni gagnvart stjórnvöldum stóđ djúpt. Í dag er engum blöđum um ţađ ađ fletta ađ bullandi góđćri er í landinu og okkur tókst bćđi efnahagslega, félagslega og pólitískt ađ komast úr hrunmenningunni. Svona nokkurn veginn sem heildstćtt samfélag.

Meginstraumar umrćđunnar núna eru tvíţćttir. Í fyrsta hvernig viđ skiptum góđćrinu á milli okkar og í öđru lagi hvernig viđ komumst hjá ţví ađ góđćriđ snúist upp í kreppu ţegar innstreymi gjaldeyris minnkar.

Ţađ er ekki líklegt ađ almenn óánćgja skili Flokki mannsins tveggja stafa tölu í fylgiskönnun. Sértćkari mál búa ađ baki en uppgjöfin sem einkenndi óánćgjustuđninginn sem vinstriflokkarnir mćldust međ síđasta kjörtímabil.


mbl.is Flokkur fólksins höfđi til óánćgđra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Árás sem forvörn: Kim spilar upp í hendurnar á Trump

Yfirvofandi stríđ viđ Norđur-Kóreu ţjónar hagsmunum Trump Bandaríkjaforseta ágćtlega. Forsetinn fćr á sig kastljós sem leiđtogi lýđrćđisríkja gegn hráu valdaskaki kommúnista.

Haldi Kim Jong-un leiđtogi Norđur-Kóreu áfram ađ hrella nágranna sína međ eldflaugaskotum og tilraunum međ kjarnorkusprengjur kemur ađ ţví ađ árás á Norđur-Kóreu verđi nauđsynleg forvörn.

Norđur-Kórea getur ekki hótađ slíkri árás enda vitađ fyrirfram ađ landiđ tapar stríđinu, hefjist ţađ á annađ borđ.

Bandaríkin og nágrannar Norđur-Kóreu hafa lengi búiđ viđ Kim Jong-un og félaga og geta eflaust lengi enn ţreytt ţorra og góu. Óvíst er međ úthald Norđur-Kóreu ţegar harkalegri viđskiptaţvinganir taka ađ bíta.

Komi til stríđs á Kóreuskaga ţurfa Bandaríkin ekki ađ hafa áhyggjur af langvinnum átökum í eftirleiknum. Auk Bandaríkjanna og Norđur-Kóreu eru ţrír ađilar sem eiga beinan hlut ađ átökunum, allt nágrannar: Rússland, Kína og Suđur-Kórea.

Ef og ţegar ţolinmćđina ţrýtur verđa nánast tilbúnir samningar um hvađ eigi ađ gera viđ hrćiđ af kommúnistaríkinu.

En, vel ađ merkja, stríđ á Kóreuskaga myndi kosta ógrynni mannslífa. Vonandi vinnur ţolinmćđin ţrautir allar, Kim haldi aftur af sér og ađ gikkfingur Trump sé ekki snöggur.


mbl.is Fáir góđir möguleikar í stöđunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 4. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband