Innflytjendur og flóttamenn eru sitthvað

Norðmaður eða Pólverji sem kemur hingað til lands að vinna fyrir sér er innflytjandi en ekki flóttamaður. Albani eða Indverji sem biður um hæli á Íslandi er flóttamaður - en verður innflytjandi ef umsókn hans er samþykkt.

Margvíslegur kostnaður hlýst af hælisleitendum. Oft koma þeir frá ríkjum þar sem ekki er um að ræða stríðsátök eða ofsóknir gegn minnihlutahópum. Stundum koma þeir án nokkurra skilríkja, beinlínis til að villa um fyrir íslenskum yfirvöldum. Fölsuð skilríki koma einnig við sögu.

Það er ódýrt áróðursbragð hjá félagsmálaráherra að steypa alla útlendinga í sama mót sem koma til landsins að bæta kjör sín og kalla þá innflytjendur.


mbl.is Án innflytjenda væri velmegun minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagkerfið í leiðréttingu

Óeðlilegur vöxtur ferðamannastraums til landsins, sem m.a. stafaði af óeðlilega lágu gegni krónunnar, hleypti af stað ósjálfbærum vexti í ferðaþjónustu. Sem í ofanálag var niðurgreidd með því að greiða ekki sömu skattprósentu og annar atvinnurekstur.

Gengi krónunnar styrktist og það sló á vöxtinn í ferðþjónustunni. Fyrirsjáanleg aðlögun greinarinnar að skattaprósentunni, sem aðrar atvinnugreinar búa við, mun hækka verðið á Íslandi sem ferðamannalandi.

Ofvöxtur ferðaþjónustunnar síðustu ár mun leiða, við breyttar aðstæður, til minni umsvifa.

Hagkerfið er í leiðréttingu og veitti ekki af.


mbl.is Kynnisferðir segja upp starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristni, trúarseigla og veraldarhyggja

500 ár eru síðan Marteinn Lúter mótmælti sölu kalþólsku kirkjunnar á syndaaflausn. Hreyfingin sem munkurinn Lúter hratt úr vör klauf kaþólsku kirkjuna og Evrópu. Í norðri urðu til þjóðkirkjur mótmælenda en páfinn hélt velli í Suður-Evrópu.

Uppgjörið var blóðugt. Jafnvel á litla fjarlæga Íslandi. Síðasti kaþólski biskupinn, Jón Arason, var ásamt tveim sonum sínum tekinn af lífi án dóms og laga 1550. Íslendingar, einkum Norðlendingar, hefndu með því að útrýma dönsku yfirvald í hjálendunni. Í Evrópu geisaði trúarstríð á 16. öld. Ágsborgarfriðurinn um miðja öldina, um að fursti réði trú þegna sinna, var aðeins tímabundinn. Í þrjátíu ára stíðinu 1618-1648 stríddu kaþólikkar og mótmælendur og lögðu heimaland Lúters, Þýskaland, í rúst.

Vesturlönd tileinkuðu sér síðar, eftir frönsku byltinguna, veraldarhyggju sem gerði trúmál að einkamáli einstaklingsins. Trúarseiglan lét þó ekki að sér hæða. Lengi vildu hvorki kaþólikkar né mótmælendur giftast innbyrðis.

En nú er svo komið að fæstir kaþólikkar og mótmælendur í Evrópu hvorki biðja daglega né fara reglulega til guðsþjónustu. Og kaþólikkum og mótmælendum er orðið slétt sama um trúmál þegar giftingar komast á dagskrá. Í rannsókn, sem Guardian segir frá, er stór meirihluti í Evrópu hlutlaus þegar kaþólikkar og mótmælendur mægjast.

Ólík afstaða til náðar guðs aðgreindi kaþólikka og mótmælendur. Þeir fyrrnefndu töldu góðverk og trú lykilinn að guðsnáð á meðan fylgismenn Lúters töldu trúna eina nægja.

Samkvæmt könnuninn, sem áður er vísað til, er meirihluti kristinna, þ.e. kaþólikka og mótmælenda, sannfærður um að trú og góðverk þurfi til frelsunar. Frændur okkar Norðmenn eru þeir einu sem halda í lútersku kennisetninguna um að trúin ein leiði til frelsunar.

Í sögulegu samhengi eru Norðmenn íhaldssamari en Íslendingar í trúmálum. Við tókum kristni með friði og spekt á einum fundi á alþingi árið þúsund. Norðmenn drápu sinn konung, Ólaf helga Haraldsson, á Stikastöðum 30 árum seinna. Hann þótti ganga full rösklega fram í að kristna heiðna Norðmenn.


Bloggfærslur 3. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband