Smáflokkar efna til ófriðar á alþingi

Pólitískt og siðferðilegt umboð alþingismanna er ekki fyrir hendi eftir þingrof. Ekki síst í því ljósi að þingheimi brast þrek að standa að meirihlutastjórn, líkt og þingræðisreglan krefst.

Það er eftir öðru að bandalag smáflokka, þeirra sem mesta ábyrgð bera á ónýtu þingi, er stofnað um leið og þing er rofið og boðað er til kosninga. Bandalagið snýst um að stunda skæruhernað á þjóðarsamkomunni, fella valinkunnan þingmann úr formennsku í nefnd.

Ef alþingi væri málfundafélag í menntaskóla þættu svona aðfarir sniðugar í gelgjuhópum. En þetta er nú einu sinni þjóðþingið okkar.

Ófriðarbandalag smáflokka á alþingi er vísir að því sem koma skal. Nema kjósendur grípi til sinna ráða og komi skikk á málin. Það verður hægt 28. október. 


mbl.is Brynjar: „Ég var drekinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi brást, þingmenn sitja áfram

Þingheimur brást þjóðinni með því að setja ekki saman starfhæfa ríkisstjórn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem stóðu sig í stykkinu, lögðu sig fram um að setja saman ríkisstjórn. 

Kostulegt er að heyra að nærfellt allir þingmenn smáflokkanna leyfa sér kinnroðalaust að sækjast eftir endurkjöri. Þar örlar ekki á sjálfsgagnrýni, hvað þá að þeir axli ábyrgð.

Þingmenn smáflokkanna eru eins og litlir Neróar, kveikja bál og brenna lýðveldið, en þiggja á meðan opinber laun fyrir þægilega innivinnu.

 


mbl.is Tvær gefa ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningarnar: veik ríkisstjórn eða sterk

Kosningabaráttan snýst um að sannfæra kjósendur að veik 3-4 flokka ríkisstjórn er ávísun á óreiðu í pólitík og efnahagslegan óstöðugleika.

Einn flokkur getur umfram aðra skapað stöðugleika, Sjálfstæðisflokkurinn. Ef fólk, einhverra hluta vegna, vill ekki þann flokk til valda og áhrifa eru Vinstri grænir nærtækur kostur.

Markmiðið er að fækka flokkum á alþingi til að skapa skilyrði fyrir sterka tveggja flokka stjórn.


mbl.is Með jafnt fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskir jafnaðarmenn, Samfylkingin og hælisleitendur

Hælisleitendur mega ekki verða til þess að við gleymum landsmönnum okkar. Stjórnvöld verða að sýna að þau gleyma ekki heimafólki, sem finnst eins og það sé sniðgengið.

Á þessa lund mælir einn af leiðtogum þýskra jafnaðarmanna, Sigmar Gabriel, um skort á samhygð með þeim er standa höllum fæti þar í landi - og eru ekki hælisleitendur.

Hér heima telur Samfylkingin brýnasta málið að bæta stöðu hælisleitenda, sem þegar taka til sín sex milljarða króna á ári. Síðustu dagana fyrir kosningar vill Samfylkingin nota til að auka útgjöld í málaflokkinn.

Samfylkingin mælist með 5 prósent fylgi, samkvæmt könnun.


Bloggfærslur 19. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband