Píratar hjóla í Guðna Th.

Guðni Th. forseti þurfti ekki frekar en hann vildi skrifa undir, og löggilda þar með, uppreisn æru kynferðisbrotamanns. Á þessa leið er greining Svans Kristjánssonar fyrrv. prófessors í Háskóla Íslands í Fréttablaðinu.

Svanur var kosningastjóri Pírata og er faðir borgarfulltrúa Pírata.

Píratar telja sig eiga hlut í forsetaembætti Guðna Th. Hann fékk kosningu á meðan Píratar voru með 30 til 40 prósent fylgi í skoðanakönnunum og nýbúnir að fella sitjandi ríkisstjórn, í góðu samtarfi við RÚV.

Píratar vildu innleysa stöðutöku með Guðna Th. þegar kom að útdeilingu dómaraembætta í landsrétt. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata vildi að forsetinn hlutaðist til um að skipun dómsmálaráðherra næði ekki fram að ganga.

Guðni Th. hóf sérstaka rannsókn á embættisfærslu dómsmálaráðherra, og reyndi þannig að koma til móts við Pírata, og skaut sjálfan sig í fótinn í leiðinni. En hann gerði ekkert meira og það fannst Pírötum ekki nóg.

Píratar freista þess að gera reglur um uppreisn æru að stórmáli og boða þingmál í því skyni. Í leiðinni þykir þeim ekki verra að gjalda Guðna Th. rauðan belg fyrir gráan.


Sársaukinn í tilverunni

Við þolum verr sársauka en áður, líklega vegna þess að minna er af honum. Í grimmu samfélagi fyrri alda var talað um að menn væru ,,barnsárir" ef þeir leyfðu sér að syrgja látin börn um of.

Erfitt er að ímynda sér meiri sársauka foreldris en að missa barnið sitt. Það snýr tilverunni á hvolf. Okkur finnst að börn eigi að lifa foreldrana. Það er rétt skipan mála.

Aukin næmni á sársauka er önnur afleiðing af litlu framboði. Unglingar í sárum eftir misheppnaða hvolpaást þurfa núna aðstoð sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki framför.


mbl.is Sársauki og þjáningar í víðu samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halldór, Sjálfstæðisflokkurinn og góða fólkið

Góða fólkið keppist við að gera Halldór Jónsson bloggara að áhrifamanni í Sjálfstæðisflokknum. Tilgangurinn er að búa til úr Sjálfstæðisflokknum sérstakan verndara barnaníðinga.

Tilefnið er umræðan um uppreisn æru. Halldór tók þátt í umræðunni og fannst hefnigirni og dómharka keyra úr hófi. Halldór bar blak af lögmanninum sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot, tók út sína refsingu en sótti um uppreisn æru á grunni 80 ára gamalla laga og fékk frá forseta Íslands.

Úr málsvörn Halldórs smíðar góða fólkið kenningu um að bloggarinn sé áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum og að flokkurinn haldi verndarhendi yfir barnaníðingum. Góða fólkið seilist nokkuð langt þegar hlaða skal í galdrabrennu.

Halldór Jónsson plokkar í sundur málatilbúnað góða fólksins.


Bloggfærslur 1. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband