Fíflin, sagan og kletturinn í hafinu

Ábyggilega taka margir undir međ ţeim ţýska Ali Aslan ađ Merkel kanslari sé traustur ráđsmađur á vitleysingjahćli alţjóđastjórnmála.

En hugsunin ađ baki, ađ viđrini á ćđstu stöđum geri heiminn nćr óbyggilegan, er kolröng. Salman Rushdie rithöfundur og menningarrýnir segir ađ kjör Trump í forsetaembćtti sé ekki dćmi um ađ einstaklingur villi og trylli heila ţjóđ. Trump er afleiđing en ekki orsök.

Trump bjó ekki til ađstćđurnar sem gerđu hann ađ forseta. Ekki frekar en samlandi Merkel á síđustu öld, dátinn međ frímerkjaskeggiđ, skóp kjörlendi fyrir nasisma. Hitler svarađi eftirspurn.

Einstaklingar breyta ekki gangi sögunnar. Í mesta lagi geta ţeir hnikađ rás atburđa, ekki samiđ nýjan söguţráđ. Stalín hefđi ekki endilega orđiđ hćstráđandi í Sovétríkjunum, ef Lenín hefđi tórt ögn lengur. En kommúnisminn myndi hafa ţróast á líka vegu og raun varđ á međ eđa án Stalín.

Ađ ţví sögđu er ósköp huggulegt ađ trúa á getu stórmenna ađ beygja sögulega ţróun undir sinn vilja. Einkum rétt fyrir kosningar. Ţađ eykur ţátttöku, líkt og jólasveinninn í ađventubođin.


mbl.is Merkel klettur í hafsjó vitleysinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kjarabćtur á Íslandi hf.

Vinnumarkađurinn á Íslandi er margbrotinn viđ fyrstu sýn. Ótal ađilar semja um kaup og kjör, einstaklingar beint viđ eigendur lítilla fyrirtćkja; lítil verkalýđsfélög á sérhćfđum vinnustöđum, t.d. í fluginu; stór bandalög, ASÍ á almenna markađnum og BHM hjá hinu opinbera, gera rammasamninga sem útfćrđir eru á vinnustöđum eđa starfsgreinum.

Sumt er ólíkt á milli almenna markađarins og hins opinbera. ASÍ-félög gera samninga um lágmarkslaun en BHM-samningar eru í reynd um hámarkslaun. Ţar á milli er grátt svćđi. Sumir hópar í ASÍ eru tíđum á lágmarkslaunum á međan einhverjir BHM-hópar semja t.d. um óunna yfirvinnu - en eru samt formlega séđ ađ vinna skv. kauptaxta.

Frá öđru sjónarhorni er íslenskur vinnumarkađur ein heild. Verkalýđsfélög bera sig saman innbyrđis, ef eitt félag gerir góđa samninga vilja önnur á annađ eins og helst ađeins meira. Ţetta er kallađ höfrungahlaup.

Í vetur eru margir kjarasamningar lausir. Ef höfrungahlaupiđ verđur villt og galiđ er hćtt viđ ađ kjarasamningar sprengi launagetu Íslands hf. Áratugareynsla er af slíkum vinnubrögđum. Gengiđ fellur, verđbólga étur upp krónuhćkkun launa og efnahagskerfiđ kemst á stig villta vestursins: skjóttu fyrst og spurđu svo. Og allir tapa.

Ţađ er í höndum verkalýđsfélaganna og viđsemjenda, ríkis og einkareksturs, ađ sjá til ţess ađ lífskjörin versni ekki međ innistćđulausum kauphćkkunum. Ţá er betra ađ taka strax út sársaukann og standa í verkföllum í nokkrar vikur eđa mánuđi fremur en ađ skrifa gúmmítékka upp á verđbólgu og villta vestriđ.

 


mbl.is Í orđunum felist fyr­ir­heit um kjara­bćt­ur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Borgaraleg viđhorf á Íslandi

Vinstripólitík í öllum regnboganslitum á greiđa leiđ ađ íslenskum fjölmiđlum. Borgaraleg sjónarmiđ eiga ţađ ekki.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráđherra og blađamađur til áratuga, skrifar um vinstrislagsíđu dagblađs sem einu sinni túlkađi borgaraleg sjónarmiđ.

vekur undrun hve margir segjast hafa fengiđ nóg af vinstri slagsíđu á blađinu og sagt upp áskriftinni [...}JP er ekki lengur borgaralegt blađ, ţađ er skođanalaus prentgripur sem feykist međ vindinum. Fyrir 20 árum barđist JP fyrir borgaralegum sjónarmiđum en undan ţeirri afstöđu fjarađi. Borgaralegt blađ krefst borgaralegra blađamanna sem skrifa í borgaralegu samhengi. Ţetta gerđi JP fyrir 20 árum en ekki lengur.

Ţađ var og.


Bloggfćrslur 6. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband