ESB stöðvar gerviflóttamenn á flugvöllum

Nær engir platflóttamenn koma til ESB-ríkja með flugvélum. Evrópusambandið er með í gildi reglur sem kveða á um að flugfélög beri ábyrgð á ferðaheimildum farþega sinna. Af því leiðir koma flóttamenn, hvort heldur þykjustuflóttamenn eða raunverulegir, ekki til Evrópu í flugvélum.

Allir flóttamenn til Íslands koma með flugvélum. Við eigum að nota sömu reglur og ESB til að koma í veg fyrir flóttamannastrauminn til Íslands.

Flóttamenn ættu að geta óskað hælis á Íslandi með umsókn til sendiráða Íslands eða beint til Útlendingastofu. Þeir sem yrðu samþykktir fengju ferðaheimildir og kæmu til landsins.

Þetta væri mannúðlegasta aðferðin í viðtöku flóttamanna og um leið skilvirk og ódýr.

En þeir sem græða á flóttamönnum, bæði beint með fjárhagslegum hagnaði, og ekki síður hinir sem nota flóttamenn í pólitískum tilgangi vilja auðvitað búa til mannlegan harmleik úr sérhverjum flóttamanni. Þannig verður til hagnaður, bæði fjárhagslegur og pólitískur.


mbl.is „Við munum ekki gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt brot RÚV

RÚV nýtti sér nafnlausar heimildir til að saka eigendur veitingahúss á Akureyri um alvarlegt mannréttindabrot. Frétt RÚV skaut fyrst en spurði svo. Afleiðingarnar fyrir fórnarlömb RÚV eru skelfilegar.

Hvað gerir RÚV í framhaldi? Verður gerð rannsókn á þessum mistökum og fréttamenn endurmenntaðir í grunnatriðum blaðamennsku?

Nei, RÚV lætur fréttina standa en birtir leiðréttingu svo lítið beri á.

RÚV hagar sér eins og ríki í ríkinu. Stofnunin er í ríkiseigu en sætir aldrei ábyrgð. Það er ekki í lagi. 


mbl.is Standast almenna kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot gert glæsilegt

Fjölmiðlar, að því marki sem þeir stunda blaðamennsku, eiga að flytja sannar og óhlutdrægar fréttir. Eða það segir kenningin.

Gjaldþrot hlutafélags, eða einstaklings ef því er að skipta, hlýtur alltaf að vera dapurleg niðurstaða fyrir alla viðkomandi. Rekstur sem einu sinni var í lagi er kominn í þrot.

Ef tekst á síðustu stundu að bjarga rekstri frá gjaldþroti, líkt og Vefpressunni, er hægt að tala um nauðvörn. En blaðamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson orðar hlutina á sinn hátt: ,,við höf­um gert það með nokkr­um glæsi­brag."

Bara ef reksturinn hefði verið jafn glæsilegur og næstum því gjaldþrotið.


mbl.is Björn Ingi: „Umtalsvert afrek“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband