Mótmæli í hruni og góðæri

Ef Flokkur fólksins færi fylgi út á mótmæli er það andóf af öðru tagi en það sem skilaði Pírötum og Vinstri grænum stuðningi á síðasta kjörtímabili.

Á síðasta kjörtímabili voru eftirmál hrunsins í forgrunni umræðunnar. Dómsmál yfir banka- og fjársýslufólki, skuldaleiðrétting heimilanna, gjaldeyrishöftin og loks alræmdur fréttaflutningur af Panamaskjölum, sem felldi ríkisstjórnina.

Umræðan á yfirstandandi kjörtímabili, sem raunar er nýhafið, er af öðrum toga. Á síðasta kjörtímabili voru enn sterkar efasemdir um að Ísland myndi klára sig úr hruninu. Tortryggni gagnvart stjórnvöldum stóð djúpt. Í dag er engum blöðum um það að fletta að bullandi góðæri er í landinu og okkur tókst bæði efnahagslega, félagslega og pólitískt að komast úr hrunmenningunni. Svona nokkurn veginn sem heildstætt samfélag.

Meginstraumar umræðunnar núna eru tvíþættir. Í fyrsta hvernig við skiptum góðærinu á milli okkar og í öðru lagi hvernig við komumst hjá því að góðærið snúist upp í kreppu þegar innstreymi gjaldeyris minnkar.

Það er ekki líklegt að almenn óánægja skili Flokki mannsins tveggja stafa tölu í fylgiskönnun. Sértækari mál búa að baki en uppgjöfin sem einkenndi óánægjustuðninginn sem vinstriflokkarnir mældust með síðasta kjörtímabil.


mbl.is Flokkur fólksins höfði til óánægðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef við miðum augljósu breytinguna á þjóðarsálinni frá hruni þar til nú,er ég sannfærð um að hún er full af lofti meir að segja þingeysku.- Hvað stoðar að gráta glatað gull? Nú skal safna liði.

Greinilegt er að landsmenn kæra sig ekki um að stjórnvöld pukrist með yfirmáta óþarfar og rándýrar aðgerðir og leggi álögur úr hófi á þá.- - Enn er drjúgur tími til Alþingiskosninga verði ekki þingrof.Af biturri reynslu mun loforðalisti flokka ekki marktækur nema að forystan rétti tíu fingur upp til guðs um leið og þeir sverja að halda hann.    

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2017 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband