Hvað með Sundabraut, Viðreisn?

Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæm og ætti að skipa sérstakan sess hjá Viðreisn, sem vill auka opinberar framkvæmdir á tíma efnahagssamdráttar.

En, nei, það er engin Sundabraut á óskalista Viðreisnar.

Hvað veldur?


mbl.is Vilja snarpari viðbrögð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á dauðsföllum

Fáir deyja í seinni bylgju kórónuveirunnar, segir þýska útgáfan Die Welr. En samt er alþjóð logandi hrædd, lokar samfélögum og lamar efnahagslíf.

Þegar fyrri bylgjan reið yfir síðvetrar var ekki skortur á dauðsföllum. Til að fá almenning í lið með sér stunduðu stjórnvöld hræðsluáróður. Minna á Íslandi en víðast annars staðar. En Ísland er á vestrænu umræðusvæði og smitaðist af óttanum.

Til að byrgja brunnin áður en barnið dytti ofan í var gripið til ráðstafana hér á landi miðsumars að hemja seinni bylgjuna. Íþróttir voru stundaðar án áhorfenda, menningarlífið lokaði og skólar opnuðu aðeins í hálfa gátt. 

Mesta umræðan var um 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun þeirra er koma til landsins. Einmitt vegna þeirrar ráðstöfunar verður hægt að aflétta takmörkunum á hversdagslífi landsmanna. Líklega strax um miðjan september.

Jón Ívar læknir leggur til að heimkomusmitgát komi í stað sóttkvíar þeirra er koma til landsins og að áfram verði skimað tvöfalt. Útfærsla á þeirri leið hlýtur að koma til álita í október. Gangi það eftir erum við í góðum málum, sem fyrr.


mbl.is Vill að stjórnvöld endurskoði sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsigur ríkisstjórnarinnar

Meginþorri almennings styður sóttvarnir yfirvalda. Þær eru líka byggðar á bestu manna yfirsýn, sem er þríeykið.

Stjórnvöld víða um heim eru í stórkostlegum vandræðum með að finna meðalhófið í sóttvörnum. Ísland er í sérflokki með víðtækan almennan stuðning við stefnu stjórnvalda.

Hugsum hlýlega og með þakklæti til Katrínar, Bjarna, Sigurðar - og til Þórólfs, Ölmu og Víðis.


mbl.is Almenn ánægja með sóttvarnaaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bananar á Efstaleiti

Ef RÚV væri lýðveldi yrði það kennt við banana. RÚV býr til fréttir án heimilda, falsar gögn, skipuleggur herferðir gegn einstaklingum og fyrirtækjum og er með á sínum snærum bloggsveitir til að valda skotmörkum sem mestum miska.

Siðareglur RÚV eru nafnið tómt, áferðafallegur texti án merkingar enda engin siðanefnd til að framfylgja hátíðarloforðum um óhlutdrægni, vönduð vinnubrögð og að heimildir skulu vera fyrir fréttum.

RÚV stundar samsæri með öðrum opinberum stofnunum um að knésetja fyrirtæki með húsrannsóknum þar sem einu málsgögnin eru slúður og fölsuð gögn. Ef fyrirtæki ber hönd fyrir höfuð sér er fengin fyllibytta frá útlöndum til að bera fram nýjar ásakanir. RÚV hamrar á tilhæfulausum söguburði í sjónvarpi, útvarpi og á netinu. Gildandi verklagslegur: sé lygin endurtekin nógu oft verður hún að sannleika.

Bananalýðveldið á Efstaleiti er skammarlegt fyrirbæri. Drýldinn og ófyrirleitinn ómagi á framfærslu hins opinbera.


mbl.is Engin siðanefnd til að taka við kæru Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggher RÚV

Fréttamenn RÚV stilla saman aðgerðir sínar á samfélagsmiðlum þegar nauðsynlegt er að keyra upp hávaða vegna tiltekins fréttamáls. Samkvæmt kæru Samherja:

Þá virðist sem um sé að ræða sam­an­tek­in ráð þar sem marg­ar þeirra færslna, sem fjallað er um í kær­unni, voru birt­ar á sam­fé­lags­miðlum því sem næst sam­tím­is. Ger­ir það brot­in enn al­var­legri.

Fréttamenn RÚV eru á launum frá ríkinu að segja fréttir. En fréttamennirnir haga sér eins og aðgerðasinnar með pólitísk markmið. Tvennt ólíkt er að segja fréttir og að búa þær til í þágu málstaðar. 

 


mbl.is Samherji kærir ellefu til siðanefndar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra ekki-málið: klukkan

Ef eitthvað virkar  á ekki að fikta með það nema ærnar ástæður séu til. Aldrei var ástæða til að hræra í klukkunni. Það virkaði að hafa engan mun á sumar og vetrartíma. Allir vissu það sem vildu.

En flokkur, sem nú er flestum gleymdur, Björt framtíð, fannst klukkumálið sniðugt og hratt því úr vör á alþingi. Ýmsir stukku á vagninn eins og gengur þegar popúlistar eiga í hlut.

Málið, sem átti aldrei að vera á dagskrá, er afgreitt.


mbl.is Ekki gerðar breytingar á klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartir tímar ferðaþjónustunnar

Ef Ísland verður fremst þjóðríkja að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar verður landið ákjósanlegur áfangastaður útlendra ferðamanna. 

Skilvirkar smitvarnir og hröð aðlögun að síkvikum aðstæðum gæti einmitt komið Íslandi í fremstu röð.

Fjöldatúrismi liðinna ára verður ekki endurtekinn í bráð. En ferðaþjónusta mun áfram dafna með breyttu sniði og hóflegri fjölda.

Menn þurfa bara að líta á tækifærin en láta ekki ímyndað svartnætti buga sig.


mbl.is Ferðaþjónustunni lokað fram að jólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband