Skortur á dauðsföllum

Fáir deyja í seinni bylgju kórónuveirunnar, segir þýska útgáfan Die Welr. En samt er alþjóð logandi hrædd, lokar samfélögum og lamar efnahagslíf.

Þegar fyrri bylgjan reið yfir síðvetrar var ekki skortur á dauðsföllum. Til að fá almenning í lið með sér stunduðu stjórnvöld hræðsluáróður. Minna á Íslandi en víðast annars staðar. En Ísland er á vestrænu umræðusvæði og smitaðist af óttanum.

Til að byrgja brunnin áður en barnið dytti ofan í var gripið til ráðstafana hér á landi miðsumars að hemja seinni bylgjuna. Íþróttir voru stundaðar án áhorfenda, menningarlífið lokaði og skólar opnuðu aðeins í hálfa gátt. 

Mesta umræðan var um 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun þeirra er koma til landsins. Einmitt vegna þeirrar ráðstöfunar verður hægt að aflétta takmörkunum á hversdagslífi landsmanna. Líklega strax um miðjan september.

Jón Ívar læknir leggur til að heimkomusmitgát komi í stað sóttkvíar þeirra er koma til landsins og að áfram verði skimað tvöfalt. Útfærsla á þeirri leið hlýtur að koma til álita í október. Gangi það eftir erum við í góðum málum, sem fyrr.


mbl.is Vill að stjórnvöld endurskoði sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Liggur það ljóst fyrir að um sé að ræða fyrri og seinni bylgju? Ekki fyrstu og aðra og kannski fleiri?

Halldór Þormar Halldórsson, 3.9.2020 kl. 10:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Taktu eftir Páll, að öllum "fréttum" um kínversku Wuhan-veiruna verður að taka með miklum fyrirvörum.

Dauðsföllin koma ekki fyrr en 6-8 vikum eftir að bylgja hefst.

1. Það tekur tíma að liggja veikur.

2. Það tekur tíma að liggja á gjörgæslu.

3. Það tekur tíma að deyja.

4. Læknar hafa lært, og þeim tekst nú að halda sjúklingum lengur á lífi og að vissu marki lækka dánarhlutfallið líka. Það lengir hins vegar einnig biðtímann eftir útkomu úr tilfellum. 

Og því stærri sem bylgjan er, því hlutfallslega fleiri deyja, sökum þess að heilbrigðiskerfin anna ekki nema vissum fjölda sjúklinga.

Náttúrufyrirbærið tími hefur þær hliðarverkanir að allt gerist ekki samtímis alls staðar í einum stóra hvelli.

Plús það, að nú er veiran orðin innanríkis-pólitískt mál líka.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2020 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband