Sunnudagur, 7. júní 2020
Trump kallar heim hermenn frá Þýskalandi
Frá lokum seinna stríðs eru bandarískir hermenn í Þýskalandi. Hersetan var fyrsta kastið tákn um sigur á Hitler. Síðar merki um samstöðu vesturlanda gegn sovéskum kommúnisma. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 var engin forsenda fyrir veru Bandaríkjahers á þýskri grundu.
Trump hyggst kalla heim þriðjunginn af rúmlega 30 þúsund manna herliði.
Ítrekað hefur Trump sagt að Þjóðverjar verði að bera aukna byrði vegna Nató-samstarfsins, sem missti tilgang sinn með falli járntjaldsins fyrir 30 árum.
Utanríkisráðherra Þýskalands segir af þessu tilefni að sambandið við Bandaríkin sé flókið. Orð að sönnu. Það er flókið að reka hernaðarbandalag þegar enginn er óvinurinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. júní 2020
Svört líf skipta mál, - bara ekki fyrir svarta
Árið 2016 voru 2870 blökkumenn myrtir í Bandaríkjunum. Yfir 90 prósent morðingjanna voru blökkumenn.
Tölurnar eru fengnar úr gagnagrunni alríkislögreglunnar, FBI.
Blökkumenn eiga ýmislegt vantalað sín á milli um virðingu fyrir mannslífum.
![]() |
Endurnefndi veginn Black Lives Matter Plaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 6. júní 2020
Trump: djöfull og guð
Ef Trump er djöfullinn sem ber persónulega ábyrgð á mannfalli farsóttar og kynþáttaníði sveitalöggu þá leiðir af sjálfu að forsetinn er einnig guð hagvaxtar.
Farsótt, manndráp og ríkidæmi - ásamt hégóma og særðu stolti - eru stef beint upp úr grunnbók vestrænnar menningar, Ilíonskviðu Hómers.
Trump yfirstígur Hómer. Hann er bæði þóttafulli Agamemnon herkonungur og hálfguðinn og hetjan Akkilles.
Öllu síðra í samtímakviðunni er að andstæðingar Trump eiga hvorki sinn Víga-Hektor né Príam konung. Þeir sitja uppi með liðleskjuna og kvennabósann París í holdtekju Bidens forsetaframbjóðanda Demókrata.
Fuglaspámaðurinn, sem Akkilles virkjar í upphafi kviðunnar til að klekkja á Agamemnon, er fyrsta útgáfan af samfélagsmiðlum til snúa almenningsálitinu. En þar sem Trump er bæði herkonungurinn og hetjan getur hann ekki tapað.
![]() |
Magnaður viðsnúningur í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 5. júní 2020
Ekki bæði sleppt og haldið, Jóhannes
Ef á að selja ferðmönnum Ísland sem farsóttarfrítt þarf sóttvarnir. Ferðamenn borga glaðir gjald fyrir heilsusamlega áfangastaði.
Fyrir farsótt var Ísland á hraðri leið í ruslflokk sem ferðamannaland. Ódýr massatúrismi gerði landið að ókræsilegum ferðakosti og landsmenn létu ekki sér til hugar koma að ferðast innanlands.
Sérstakt farsóttargjald temprar innflæði ferðamanna, sem er vel. Til framtíðar ættu stjórnvöld að finna nýtt gjald til að halda aftur af ósjálfbærum fjöldatúrisma.
Það er svo aftur talandi dæmi um ódýran áróður ferðaþjónustunnar að Jóhannes talsmaður segir afbókanir hrannast inn tíu mínútur eftir að gjaldið var tilkynnt. Fyrir skemmstu sagði téður Jóhannes að litlar sem engar bókanir væru til Íslands í sumar. Hvernig er hægt að afbóka óbókaðar ferðir?
![]() |
Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 5. júní 2020
Mótmælendur tryggja endurkjör Trump
Ofbeldisalda síðustu daga í Bandaríkjunum yfirskyggði kórónuveiruna sem var Trump forseta hættuleg.
Tveir blökkumenn, Larry Elder og Ben Carson, ráðherra ríkisstjórnar Trump, ræddu ofbeldið og hversu tilgangslaust það er. Í lok samtalsins er spurt um kórónuveiruna sem hvarf. Carson hlær og segir það megi mótmæla en ekki fara í kirkju.
Trump gerði það sem allir stjórnmálamenn gera í síkvikri pólitík. Hann sá tækifæri. Með biblíu í hendi og brennda kirkju sem sviðsmynd talaði forsetinn til fólksins sem tryggir honum endurkjör í nóvember.
![]() |
Ummæli forsetans sögð hættuleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 5. júní 2020
Helgi Hrafn Pírati: Íslendingar eru rasistar
Helgi Hrafn Pírati segir farar sínar ekki sléttar. Hann hafi orðið fyrir rasisma. Skýring Helga er nokkuð sérstök:
Reyndar finn ég hann [rasismann] óbeint því sumt fólk heldur að ég sé múslimi því ég kann smá arabísku, og heldur því að ég vilji sádí-arabískt stjórnarfar.
Samkvæmt Helga Hrafni er ,,jafn mikil rasismi á Íslandi og í öðrum löndum"
Í menningarkima þingmannsins eru Íslendingar illa innrættir og hann sjálfur talandi dæmi um hve erfitt er að búa í rasísku samfélagi.
Af því Helgi Hrafn ,,kann smá arabísku".
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. júní 2020
Trump og pólitíska heimsþorpið
Trump forseti er aðalandstæðingur pólitíska heimsþorpsins þar sem eitt dæmi um lögregluofbeldi í syfjulegri borg í miðvesturríkjum Bandaríkjanna verður að pólitísku afli á heimsvísu. Í það minnsta í nokkra daga.
Ekki það að Trump sé áhugasamur um að Bandaríkin séu áhrifavaldur í heimsbyggðinni. Þvert á móti er forsetinn sérbandarískur, fylgir hófstilltri utanríkisstefnu og kýs að draga úr hernaðarumsvifum á framandi slóðum. Enn síður að hann vilji umbreyta heilu heimshlutunum í bandarískar hjálendur. Forverar Trump, þeir Clinton, Bush yngri og Obama ætluðu sér allir að gera Austur-Evrópu og miðausturlönd að bandarískri vasaútgáfu. Trump gaf allt þetta upp á bátinn.
Kolbrún skrifar leiðara í auglýsingablað auðmanns á Íslandi er telur sig eiga hverja örðu í bandarískri þjóðarsál og húðskammar Trump: ,,getuleysi forsetans [er] æpandi nú þegar voldug mótmæli skekja Bandaríkin vegna grimmilegs morðs hvíts lögreglumanns á blökkumanninum George Floyd." Rétt eins og karlinn í Hvíta húsinu geti að því gert að hvít lögga drepi þeldökkan og úr verða óeirðir.
Kolbrún og frjálslyndu vitringarnar létu sér vel líka þegar Clinton, Bush og Obama deyddu þúsundir í miðausturlöndum og ófáa í Austur-Evrópu í nafni frelsis og vestrænnar menningar. Enginn Floyd-ari tekinn á dauða þúsunda sem fórnað var fyrir frjálslyndið.
En Kolbrún hittir naglann á höfuðið þegar hún talar um ,,voldug mótmæli". Og það er mergurinn málsins. Pólitíska heimsþorpið kveikir ,,voldug mótmæli" til veita ólund frjálslyndra vinstrimanna útrás. Pólitíska heimsþorpið er brunarústir alþjóðahyggju sem færði heimsbyggðinni eymd og volæði hvíts rasisma í dulbúningi vestrænnar menningar. Þökk sé Trump að stúta rasisma alþjóðahyggjunnar.
![]() |
Bandaríska sendiráðið þakkar lögreglunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. júní 2020
Svartur sannleikur
Lögregluofbeldi í Minneapolis ætti að vera innsveitarkróníka en varð alríkismál og síðar félagslegur heimsfaraldur.
Sá er lést fyrir atbeina lögreglu í Minneapolis hét Floyd. 20 voru drepnir í Chichago; þeir eru allir nafnlausir og án hörundslitar. Sum morð eru tilefni áróðursherferðar en önnur ekki.
Þeldökki fjölmiðlamaðurinn Larry Elder tekur saman tölfræðilegar staðreyndir um löggumorð og glæpi í Bandaríkjunum.
Svartir drepa tvöfalt fleiri hvíta en hvítir svarta, er ein staðreyndin.
![]() |
Val á milli sannleika og lyga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 3. júní 2020
Frjálslyndir: tjáningarfrelsið er hættulegt, verður að banna
Frjálslyndir vinstrimenn telja nauðsynlegt að takamarka tjáningarfrelsið ef það notað til að segja hlutina eins og þeir eru.
Glæpur Bandaríkjaforseta er sagður þessi:
Þegar gripdeildir hefjast, hefst skothríðin, skrifaði forsetinn í færslunni sem var falin af Twitter, en hefur áfram fengið að vera ófalin á Facebook.
Allir óbrjálaðir sjá að athugasemdin er laukrétt. Lögleysa leiðir til valdbeitingar. Spurningin er aðeins hvort vopnavaldinu verði beitt af yfirvöldum eða þeim sem sæta þjófnaði og eyðileggingu eigna.
Frjálslyndir vinstrimenn tala fyrir óreiðu, upplausn og gripdeildum en vilja banna umræðu um afleiðingarnar.
Frumskógarlögmálið, þar sem hver er sjálfum sér næstur, er orðið að hugmyndafræði frjálslyndra vinstrimanna. Kyndugt, svo ekki sé meira sagt.
![]() |
Segja Zuckerberg setja hættulegt fordæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 2. júní 2020
Trump er lélegur einræðisherra
Spike Lee ratast ekki satt orð í munn þegar hann segir Trump einræðisherra. Enginn einræðisherra stendur undir nafni er leyfir að múgur limlestir, rænir og brennir án afskipta yfirvalda. Í ofanálag er kjánalegt af leikstjóra að hneykslast á sviðsetningu stjórnmála. Pólitík er meira og minna öll sviðsett.
Tucker Carlson talar fyrir marga Bandaríkjamenn þegar hann fordæmir linku stjórnmálamanna, Trump meðtalinn, gagnvart ofbeldisseggjum sem leggja undir sig stærri og smærri borgir þar vestra.
Ef yfirvöld verja ekki líf og eigur borgaranna mun almenningur vopna sig og láta hart mæta hörðu.
![]() |
Þú fæðist ekki reiður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)