Trump og pólitíska heimsþorpið

Trump forseti er aðalandstæðingur pólitíska heimsþorpsins þar sem eitt dæmi um lögregluofbeldi í syfjulegri borg í miðvesturríkjum Bandaríkjanna verður að pólitísku afli á heimsvísu. Í það minnsta í nokkra daga.

Ekki það að Trump sé áhugasamur um að Bandaríkin séu áhrifavaldur í heimsbyggðinni. Þvert á móti er forsetinn sérbandarískur, fylgir hófstilltri utanríkisstefnu og kýs að draga úr hernaðarumsvifum á framandi slóðum. Enn síður að hann vilji umbreyta heilu heimshlutunum í bandarískar hjálendur. Forverar Trump, þeir Clinton, Bush yngri og Obama ætluðu sér allir að gera Austur-Evrópu og miðausturlönd að bandarískri vasaútgáfu. Trump gaf allt þetta upp á bátinn.

Kolbrún skrifar leiðara í auglýsingablað auðmanns á Íslandi er telur sig eiga hverja örðu í bandarískri þjóðarsál og húðskammar Trump: ,,getu­leysi for­setans [er] æpandi nú þegar voldug mót­mæli skekja Banda­ríkin vegna grimmi­legs morðs hvíts lög­reglu­manns á blökku­manninum Geor­ge Floyd." Rétt eins og karlinn í Hvíta húsinu geti að því gert að hvít lögga drepi þeldökkan og úr verða óeirðir.

Kolbrún og frjálslyndu vitringarnar létu sér vel líka þegar Clinton, Bush og Obama deyddu þúsundir í miðausturlöndum og ófáa í Austur-Evrópu í nafni frelsis og vestrænnar menningar. Enginn Floyd-ari tekinn á dauða þúsunda sem fórnað var fyrir frjálslyndið.

En Kolbrún hittir naglann á höfuðið þegar hún talar um ,,voldug mótmæli". Og það er mergurinn málsins. Pólitíska heimsþorpið kveikir ,,voldug mótmæli" til veita ólund frjálslyndra vinstrimanna útrás. Pólitíska heimsþorpið er brunarústir alþjóðahyggju sem færði heimsbyggðinni eymd og volæði hvíts rasisma í dulbúningi vestrænnar menningar. Þökk sé Trump að stúta rasisma alþjóðahyggjunnar.

  


mbl.is Bandaríska sendiráðið þakkar lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Kolbrún Berþórs @helgimagnusson telur sig hafa vit á við hundrað milljón Bandaríkjamenn sem kusu Trump sem forseta.Hvaðan kemur henni og Hafskips Helga sú vizka að láta Kollu skrifa svona:

 ,,getu­leysi for­setans [er] æpandi nú þegar voldug mót­mæli skekja Banda­ríkin vegna grimmi­legs morðs hvíts lög­reglu­manns á blökku­manninum Geor­ge Floyd." Rétt eins og karlinn í Hvíta húsinu geti að því gert að hvít lögga drepi þeldökkan og úr verða óeirðir."

Palli bloggkóngur segir svo:

Kolbrún og frjálslyndu vitringarnar létu sér vel líka þegar Clinton, Bush og Obama deyddu þúsundir í miðausturlöndum og ófáa í Austur-Evrópu í nafni frelsis og vestrænnar menningar. Enginn Floyd-ari tekinn á dauða þúsunda sem fórnað var fyrir frjálslyndið.

En Kolbrún hittir naglann á höfuðið þegar hún talar um ,,voldug mótmæli". Og það er mergurinn málsins. Pólitíska heimsþorpið kveikir ,,voldug mótmæli" til veita ólund frjálslyndra vinstrimanna útrás. Pólitíska heimsþorpið er brunarústir alþjóðahyggju sem færði heimsbyggðinni eymd og volæði hvíts rasisma í dulbúningi vestrænnar menningar. Þökk sé Trump að stúta rasisma alþjóðahyggjunnar.

Af hverju eru rán og gripdeildir og ofbeldi mótmæli?

Eru þetta ekki glæpsamleg athæfi en ekki mótmæli í Austurvallarstíl?

Er það ekki klikkun í Kollu að sjá ekki muninn á þessu tvennu?

Halldór Jónsson, 4.6.2020 kl. 09:36

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mig svimar að lesa rugl Kolbrúnar. Já, ég finn alltaf fyrir svima þegar veruleikanum er snúið gjörsamlega á hvolf.

Fyrir áratugum var lítið um rasisma og nasisma á Íslandi. En alþjóðlegir fantar sem engin kaus og engin réð, hafa sölsað undir sig stóran hlut þess "veruleika" sem flestir sáu fyrir sér, hvar sem þeir stóðu í pólitík. 

Aðferð fantanna er að sannfæra fólk um að ekkert sé að marka heilbrigða skynsemi og dómgreind. Fantarnir eru sjarmerandi og eiga auðvelt með að ljúga. Gaslighting áróður þeirra hefur staðið í mörg ár. Hinni rammskakki "veruleiki" kallar á sjóveikitöflur eða skilyrðislausa uppgjöf. Of margir "frjálslyndir" trúa ruglinu og játa hvaða glæp sem er, fyrir hönd allra með hvítan húðlit. Þeir eru eins og trúaðir áður fyrr sem berja sig með svipu. 

Benedikt Halldórsson, 4.6.2020 kl. 10:53

3 Smámynd: Hörður Þormar

Er Donald Trump Mafíósi? Hér er lýsing fyrrv. yfirmanns FBI á samskiptum sínum við forsetann:                 Der frühere FBI Chef Comey über Trump               

Hörður Þormar, 4.6.2020 kl. 11:03

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Psychologytoday.com

Gaslighting is a tactic in which a person or entity, in order to gain more power, makes a victim question their reality. It works much better than you may think. Anyone is susceptible to gaslighting, and it is a common technique of abusers, dictators, narcissists, and cult leaders. It is done slowly, so the victim doesnt realize how much they-ve been brainwashed.

Benedikt Halldórsson, 4.6.2020 kl. 11:06

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mafíósar eru ekki kosnir til valda í lýðræðislegum kosningum. Trump er forseti sem verður í mesta lagi fjögur ár til viðbótar sem "mafíósi" eða "einræðisherra".

Benedikt Halldórsson, 4.6.2020 kl. 11:14

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hillary Clinton Says Democrats Cant Be Civil Until Theyre Back in Power.

Hillary og fantarnir hennar ætla að láta öllum illum látum þar til Trump hefur verið sigraður - jafnvel í valdaráni. Hún boðaði óspektir og óhlýðni og allir hlýða flokkslínunni um heim allan, á Íslandi líka. 

Allt vont sem sagt er um alþjóðlegu fantana eru samsæriskenningar. En samsæriskenning þeirra sjálfra ratar í hlýðna fjölmiðla, að Trump munu ekki fara frá völdum þegar kjörtímabili hans líkur! Spennið beltin! Þess vegna þurfi að koma frá völdum með "valdaráni", til að koma í veg fyrir ímyndað valdarán Trumps. Hann er  sagður "con man" og mafíósi. Það er undirbúningur undir það sem koma skal.

Borgarastríðið hófst árið 2016. Það er óskiljanlegt að velunnarar lýðræðis og málfrelsis í Sjálfsstæðisflokknum skuli ekki verja forsetaembættið sem slíkt. Trump fer og annar kemur í staðinn. Þannig virkar lýðræðið. Það verður að virða leikreglurnar. En ef Trump er steypt af stóli er lýðræðið fyrir bí. Það er líka verið að krunka í málfrelsinu á sama tíma undir liðnum - upplýsingaáreiða. 

Fantarnir svífast einskis, ekki frekar en grimmustu Mafíósar en kjörtímaboli þeirra líkur aldrei. 

Benedikt Halldórsson, 4.6.2020 kl. 12:08

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Nú vill höfundur gera Trump að leiðtoga lífs síns, það er bara eitt heldur allt sem trúðurinn í Hvíta húsinu framkvæmir, sem höfundur tekur undir, það er hans.

Kannski heldur höfundur einfaldlega upp á sjálfhverfa leiðtoga, líkt og við höfum hér, jafnvel í klaustri.

Annar eins stjórnmálamanna, þá trúðurinn, hefur vart sést en mun ekki sjást því tilraunin er algerlega að fara forgörðum.

Trúðurinn, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn 2016, er ekki leiðtogi, hann er enn fastur í sjónvarpsþætti.

Höfundi kýs svo að gera lítið úr því voðaverki sem lögregla framkvæmdi með því að deyða þeldökkan íbúa í Minneapolis.  Það er hans.

Það er þá líkt með höfundi og trúðnum í Hvíta húsinu, eitt mannslíf skiptir litlu máli, völd og sjálfhverfa er málið.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.6.2020 kl. 12:28

8 Smámynd: Hörður Þormar

Mafían er glæpahreyfing, upprunnin á Sikiley. Hún er kunn fyrir hrottskap og grimma refsingu gagnvart þeim sem sýna henni ekki skilyrðislausa hlýðni.

James Comey, fyrrv. yfirmaður FBI, líkir vinnubrögðum Trumps við Mafíuna. Hann kemur með dæmi um ótrúlega hörku og miskunnarleysi forsetans gagnvart fólki.

Donald Trump er auðvitað ekki Mafíuforingi og ekki er hann líkur Hitler. En það mætti velta því fyrir sér hvort sumir þeir, sem eru svo miklir aðdáendur hans að þeir þola ekki gagnrýni á hann, eigi kannski eitthvað sameiginlegt með þeim sem dásömuðu Hitler eða Stalín í gamla daga.

Hörður Þormar, 4.6.2020 kl. 13:17

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Pólitískir andstæðingar Trumps, þar með taldir flestir fjölmiðlar og það meira að segja hér á landi, hata hinn réttkjörna forseta meira en pestina, meira en kórónupestina meira að segja. George Soros er að borga fólki fyrir að mótmæla, eða öllu heldur að efna til uppþota samkvæmt viðtali við ungan mann sem ég sá viðtal við í gær, hann fór ekki leynt með það að hann væri að þiggja greiðslur frá GS.

Sigfús talar um að Hillary hafi fengið fleiri atkvæði en Trump, en það stafar af því að í mörgum borgum þar sem Demókratar ráða ríkjum og einkum þó í Kaliforníu greiddu vel yfir 100% íbúa atkvæði sem öll féllu með henni. Í San Diago greiddu um 130% íbúafjölda atkvæði og sá elsti var ca. 130 ára gamall.

Demókrötum er ekkert heilagt ef þeir geta bjargað eigin hag, það sýndi sig svo greinilega í ákærum þeirra á hendur forsetanum, en það stóð ekki steinn yfir steini þegar öllu var á botninn hvolft. Aumkunarvert lið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.6.2020 kl. 13:28

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er fullyrt hér á blogginu að "hundrað milljón Bandaríkjamenn" hafi kosið Trump 2016.

Samkvæmt öllum gögnum um þær kosningar allt frá 2016, voru það 65 milljónir sem kusu hann, 2,9 milljónum færri en kusu Hillary Clinton.   

Ómar Ragnarsson, 4.6.2020 kl. 13:46

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heimsbyggðin þolir ekki að bandaríkin dragi sig útúr hernaðarátökum, dragi úr alþjóðlegum fjárframlögum til hins eða þessa og heimti störfin heim.  Hver hatar ekki nirfilinn?  Má þó vera að almenningur sé almennt sáttur, en það ætti að skýrast í nóvember komandi.

Kolbrún Hilmars, 4.6.2020 kl. 13:53

12 Smámynd: Benedikt Halldórsson

George Soros, hinn ráðríki sem engin kaus og engin réð, gaf skipanir til Flokksmanna sinna um allan heim í desember árið 2016. 

Liberal billionaire George Soros warns that democracy "is now in crisis" after the election of Donald Trump, whom he called a "con artist and would-be dictator." He said Trumps presidential victory and anti-European Union sentiment will help to empower dictators around the globe.

Vegna þess George Soros veðjaði stórt á Hillary Clinton og tapaði veðmálinu, er lýðræðið í hættu! Fantar þola ekki að tapa og hefna sín grimmilega. 

Democracy is now in crisis. Even the U.S., the worldss leading democracy, elected a con artist and would-be dictator as its president,"

Benedikt Halldórsson, 4.6.2020 kl. 13:55

13 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Gert var ráð fyrir að Trump yrði sjálfdauður. Þess vegna var logið út í eitt um hann, hann væri hvort eð er á síðasta snúningi. Engin áhersla var lögð á almennilega frambjóðundur fyrir kosningarnar nú í haust.

Reynt var að kenna Trump um dauðsföllin vegna veirunnar. Íslenskir fjölmiðlar tóku þátt. Það var samkór. Löggan fyrir vestan handtók alla sem virtu ekki varnir við veirunni, en úr því að útgöngubannið virkaði ekki til að koma Trump frá, var öllum sigað út til að "mótmæla" honum burt með tilheyrandi morðum og íkveikjum.

Samkór fjölmiðla um allan heim brást ekki.

Demókratar vita að Trump verður kannski ekki sjálfdauður fyrir kosningarnar. Örvæntingin er algjör. Það á að taka Trump "af lífi" með einum eða öðrum hætti svo að hann verði ekki kosinn til næstu fjögurra ára. 

Benedikt Halldórsson, 4.6.2020 kl. 17:25

15 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Trump álpaðist til að mæla með hydroxychloroquine. Að sjálfsögðu birtist þá "vísindagrein" í Lancet sem "sannaði" ruglið í Trump.

"Vísindalegi" uppspuninn var að lokum dreginn til baka, eftir að fjölmiðlar höfðu farið hamförum gegn Trump í nafni "upplýsingaóreiðu" og póstum þjóðhöfðingja var jafnvel eytt. Heilmikil leiksýning fór fram á Íslandi og þjóðaröryggisráð kallað saman. Það var fullkominn óarfi enda hlustuðu nær allir Íslendingar daglega á þríeykið. 

Coronavirus: World leaders posts deleted over fake news

Facebook deleted a video from Brazilian President Jair Bolsonaro that claimed hydroxychloroquine was totally effective in treating the virus.

...President Donald Trump promoted the idea of hydroxychloroquine as an effective cure last week, before the FDA’s move.

Hydroxychloroquine talið gagnslaust og hættulegt

Lyfið hefur verið í miklu uppáhaldi hjá forseta Bandaríkjanna

Rang­ar upp­lýs­ing­ar eru dauðans al­vara

hydroxychloroquine sem einkum er notað við malaríu en talið var af ein­hverj­um að gæti gagn­ast við kór­ónu­veirunni.

Ekki tókst að koma Trump frá með "vísindalegum" hætti.

Það var óþarfi að draga vísindin í svaðið, jafvnvel þótt menn hati Trump.  

Grein í Lancet um hýdroxýklórókín dreg­in til baka

Benedikt Halldórsson, 5.6.2020 kl. 05:08

17 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Eric Weinstein er gyðingur. Hann hatar ekki þjóðverja, ekki frekar en gyðingar almennt.

Nú eiga hvítir að kyssa tær svartra eða leggjast á bakið eins og hundar, í undirgefni, vegna sektarkenndar. WOK hreyfingar háskólanna hafa búið til ranglæti gegn ranglæti. Það er engin lausn að hafa hlutverkaskipti á kúguninni. Að gyðingar ofsæki þjóðverja eða að svartir ofsæki hvíta. Markmiðið á að vera sátt og samlyndi, að engin kúgi neinn. 

Some Thoughts on Wokeness and Shame in light of events.

Benedikt Halldórsson, 5.6.2020 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband